Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill

„Þetta er mál sem snert­ir okk­ur öll,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son sem ræddi mál fimm ára ís­lensks drengs sem flytja á nauð­ug­an til Nor­egs eft­ir 35 daga. Hing­að til hef­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið neit­að að tjá sig og var þetta því í fyrsta skipt­ið sem stjórn­völd tjá sig um mál­ið.

Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill
Bjarni Benediktsson Sinnir starfi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal. Bjarni rauf þögnina í viðtali við Harmageddon í dag.

Bjarni Benediktsson, sitjandi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal, rauf þögnina um Eyjólf, fimm ára íslenskan dreng sem flytja á nauðugan til Noregs, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í hádeginu í dag. Stundin hefur ítarlega fjallað um málið og greindi fyrst frá því þann 28. júlí þegar amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, steig fram og sagðist hafa rænt barnabarninu sínu til þess að bjarga því.

Bjarni sagði þetta mál sem „snertir okkur öll“ og að kerfið okkar hér á landi væri ekki eins og „ískalt vélmenni“ sem hugsi ekkert og framkvæmi smakvæmt einhverjum rúðustrikuðum reglum.

Bíða niðurstöðu Hæstaréttar Íslands

„Já, þetta er mál sem snertir okkur, þegar í hlut eiga Íslendingar, íslenskur drengur sem kerfið einhvern veginn er að hrifsa til sín. Það sem er að gerast núna í þessari formlegu afgreiðslu er það að það er verið að láta reyna á alþjóðlegan sáttmála sem Ísland á aðild að. Þetta fellur undir skilgreininguna að vera brottnámsmál og það er verið að láta reyna á það hvort niðurstaðan sem fékkst í Noregi haldi gagnvart Íslandi. Það eru samkvæmt þessum sáttmála undanþágur frá því hvenær stjórnvöld í einu landi eða dómstólar eiga að virða þá meginreglu að erlenda ríkið ráði. Við verðum auðvitað fyrst að fá niðurstöðu í dómstólameðferðina en síðan hefur líka verið samband á milli barnaverndaryfirvalda – þetta er ekki þannig að kerfið okkar sé eins og ískalt stálvélmenni sem að hugsi ekkert og bara framkvæmi samkvæmt einhverjum rúðustrikuðum reglum. Þetta er ekki þannig og auðvitað erum við hér bæði innanríkisráðuneytið, barnaverndaryfirvöld og síðan úti í Noregi, það eru allir að horfa á það að það eru sálir sem eiga allt undir í þessu ferli,“ sagði Bjarni.

Fluttur fram og tilbaka á milli landa?

Líkt og Stundin greindi frá í gær þá hefur Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, haft samband við norsku barnaverndina í Kristiansand, sömu stofnun og krefst framsals drengsins. Þetta staðfesti Bragi í samtali við Stundina en sagði þó að norska barnaverndin hafi viljað fá niðurstöðu úr áfrýjuninni til Hæstaréttar áður en viðræðum yrði haldið áfram. Það þýðir einfaldlega að svo gæti farið að drengurinn yrði fluttur til Noregs eftir 35 daga og í kjölfarið myndu einhvers konar samningaviðræður fara fram um framsal drengsins aftur til Íslands. Frosti Logason, einn af stjórnendum Harmageddon, spurði Bjarna um einmitt þetta.

Þið viljið leyfa formsatriðunum að klárast í Hæstarétti og sjá síðan til eftir það? Á að senda drenginn út og vinna síðan í þessu þá?

„Það sem er ekki hægt fyrir innanríkisráðuneytið að gera er að grípa inn í framkvæmd dómsmáls. Það bara er ekki hægt. Menn verða bara að trúa því og treysta á það að það er verið að fylgjast nákvæmlega með þessu máli, málið er í réttum farvegi, barnaverndaryfirvöld eru að fylgjast með því og ég hef augun á því líka og við munum gera allt sem við getum sem stjórnvöld fyrir íslenska ríkisborgara og vegna þess að bæði þessi Haag-sáttmáli sem þú vísar til og íslensk lög og norsk, þau eru öll smíðuð með það fyrir augum að gæta hagsmuna barnsins. Til þess er þetta allt saman. Þetta er ekki smíðað til að verja hagsmuni fósturheimila,“ svaraði Bjarni.

En manni finnst samt eins og þetta kerfi sé að fara gegn sjálfum sér eða því sem því var ætlað?

„Ég held að við séum bara öll á sama stað með það að þegar við hugsum um þetta mál þá óttumst við verstu mögulegu niðurstöðu. Við skulum ekki gefa okkur hana fyrirfram.“

Eyjólfur á 35 daga eftir á Íslandi

Líkt og Stundin hefur áður greint frá þá dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur norsku barnaverndinni í hag í byrjun október. Dómurinn var byggður á Haag-samningnum þar sem segir meðal annars að taka verði mál brottnumins barns fyrir í því landi sem það hafði fasta búsetu í áður en það var brottnumið. Lögfróðir menn hafa þó bent á að Haag-samningnum hafi verið ætlað að vernda foreldra en ekki stofnanir á borð við norsku barnaverndina.

Í dómsorði kom fram að fjölskylda Eyjólfs hefur 60 daga til þess að koma honum í hendur íslenskra stjórnvalda sem síðan munu fylgja honum til Noregs. Helena, amma Eyjólfs, neitar að afhenda norskum stjórnvöldum drenginn og því ljóst að hann verður fjarlægður með lögregluvaldi af heimili sínu í Reykjavík og fluttur nauðugur af landi brott. Í dag eru 35 dagar þar til lögreglan knýr til dyra á heimili hins fimm ára Eyjólfs.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Bjarna Benediktsson frá því í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
6
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
10
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár