Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Árið á Stundinni

Stund­in fjall­aði um fjöl­breytta mála­flokka á öðru ári sínu.

Árið á Stundinni

Öðru ári Stundarinnar er nú að ljúka. Um leið og Stundin, aðstandendur og starfsfólk, þakkar fyrir stuðning áskrifenda á árinu eru færðar auðmjúkar þakkir fyrir þau verðlaun og tilnefningar sem Stundin hefur hlotið á stuttum starfstíma.

Í byrjun árs var fréttavefur Stundarinnar valinn „vefmiðill ársins“ af Samtökum vefiðnaðarins.

Stundin hlaut þrjár af tólf tilnefningum til blaðamannaverðlauna Íslands, flestar tilnefningar allra ritstjórna landsins. Tilnefningarnar voru í þremur flokkum: Rannsóknarblaðamennska ársins, blaðamannaverðlaun ársins og viðtal ársins.  

Loks hlaut Stundin flest verðlaun allra miðla fyrir bestu ljósmyndir ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Myndir úr Stundinni hlutu verðlaun í þremur flokkum af sjö, fréttamynd ársins, daglegt líf mynd ársins og myndaröð ársins.

Umfjallanir Stundarinnar á árinu snertu á víðu sviði samfélagsins. Hér eru nokkrar þær helstu.

Stóra blekkingin

Í fyrstu forsíðuúttekt Stundarinnar á þessu ári fjölluðum við um það hvernig álfyrirtækin sleppa við að borga skatta á Íslandi. Umfjöllunin leiddi meðal annars í ljós að öll álfyrirtækin þrjú beita ýmsum aðgerðum til að eiga í sem mestum viðskiptum við móðurfélög sín og önnur tengd fyrirtæki til þess að komast hjá því að borga skatta. 

Uppgjör sérstaks saksóknara

Ólafur Þór Hauksson var í ítarlegu viðtali hjá Stundinni í byrjun árs þar sem hann gerði upp starfið sem enginn vildi, lærdómana, dómana og hvers vegna dæmdir menn í efnahagsbrotum vegna hrunsins sýna ekki iðrun. 

Stríðið í löggunni

Stundin fjallaði um umdeilda stjórnunarhætti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og síendurteknar stöðuveitingar án auglýsinga sem hafa valdið ólgu og vanlíðan meðal starfsfólks embættisins. Lögreglumenn töluðu um bræðisköst, undirróður, niðurlægjandi framkomu og samráðsleysi. Síðar á árinu kom í ljós að lögreglumenn sem höfðu lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild fyrir rangri sök voru hækkaðir í tign, fengu óauglýsta stöðu og hlutu annars konar framgang í starfi. Þeir sem stóðu með lögreglufulltrúanum fengu hins vegar að kenna á því. Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, var meðal annars færð til og svipt öllum mannaforráðum skömmu eftir að mál lögreglufulltrúans rataði í fjölmiðla. Hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna framgöngu Sigríðar Bjarkar gagnvart sér. Þá hafa tveir lögreglumenn, sem töldu ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum tilhæfulausar og gagnrýndu framgönguna gagnvart honum, verið reknir af vettvangi fíkniefnarannsókna.

Sjúklegt ástand spítalans

Heilbrigðismál voru fyrirferðarmikil í umræðunni fyrri part árs, einkum vegna undirskriftarsöfnunar Kára Stefánssonar sem kallaði á eftir endurreisn heilbrigðiskerfisins. Blaðamaður Stundarinnar varði degi á Landspítalanum og komst að því að sjúklingar eru hafðir í einangrun á salernum, í sturtuklefum og geymslum sökum plássleysis, en rúmlega 30 sjúklingar láu á göngum spítalans þann daginn. 

Sveinn Andri og ungu stúlkurnar

Umfjöllun Stundarinnar um lögmanninn Svein Andra Sveinsson vakti athygli á árinu. Stundin ræddi við ungar stúlkur sem hafa reynslu af samskiptum við Svein Andra og birti brot úr samskiptum hans við ólögráða stúlku. 

Forsetakosningar 2016

Í mars kannaði Stundin, í samstarfi við MMR, hvern Íslendingar vildu fá sem næsta forseta Íslands. Örfáir ólíklegir frambjóðendur höfðu tilkynnt framboð sitt á þeim tíma og enn voru tveir mánuðir í að Guðni Th. Jóhannesson kynnti ákvörðun sína. Niðurstaðan var afgerandi, en langflestir vildu sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, á Bessastöðum. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Katrín að hún hyggðist ekki bjóða sig fram. 

Wintris-málið

Í miðjum marsmánuði tilkynnti Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra, skyndilega á Facebook að hún ætti félagið Wintris sem héldi utan um fjölskylduarfinn hennar. Síðar kom í ljós að félagið væri aflandsfélag á Bresku-Jómfrúareyjunum, ætti hálfs milljarðs króna kröfur í föllnu bankana og var í helmingseigu Sigmundar Davíðs fram á gamlársdag 2009 en þá seldi Sigmundur eiginkonu sinni sinn hlut á einn dollara. Daginn eftir tóku í gildi lög sem höfðu verið sett til höfuðs aflandsfyrirtækjum. 

Panamaskjölin

Stundin vann í vor fjölmargar fréttir og ítarlegar úttektir upp úr Panamaskjölunum svokölluðu í samstarfi við Reykjavik Media. Fyrsta stóra úttektin fjallaði um skattaskjólstengsl Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en báðir tengjast þeir skattaskjólum og lágskattasvæðum með bæði beinum og óbeinum hætti. Næst var milljarðaslóð hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur rakin í skattaskjól, en Jón Ásgeir hafði í gegnum árin ætíð neitað því að eiga eignir á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, átti einnig félag á Tortóla en Bjarni átti sjálfur fyrirtæki í skattaskjólinu Seychelles-eyjum. Panamaskjölin vörpuðu einnig ljósi á ótrúlega umfangsmikil viðskipti feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í skattaskjólum fyrir og eftir hrunið 2008, en feðgarnir voru tengdir meira en 50 félögum. Félag sem Björgólfur eldri stýrði fékk milljarð í lán hjá Landsbankanum sem aldrei fékkst greitt til baka og nær öll fyrirtæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skattaskjóli. Þá fjallaði Stundin að lokum um viðskipti fjárfestanna Sigurðar Bollasonar og Magnúsar Ármanns, en sá fyrrnefndi lét dagsgamalt barn sitt lána 300 milljónir króna til aflandsfélags. 

Plott Davíðs

Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri, tilkynnti um forsetaframboð sitt í byrjun maí. Blaðamaður Stundarinnar skráði sig sem sjálfboðaliða hjá kosningateymi Davíðs og kynnti sér aðferðir umdeildasta stjórnmálamanns síðustu áratuga. Sjálfboðaliðarnir voru meðal annars hvattir til að vera virkir á samfélagsmiðlum við að svara gagnrýni á Davíð. 

Karlaklíka dómaranna

Stundin rýndi í ný lög um dómstóla sem festa í sessi kerfi þar sem dómarastéttin hefur eftirlit með sjálfri sér og mætir ekki kröfum um gagnsæi og virkt aðhald. Staða kenna í dómstólakerfinu er áfram veik en rétturinn er samansettur að miklu leyti af körlum með svipaðan bakgrunn og reynslu. 

„Ég rændi barninu“

Helena Brynjólfsdóttir sagði frá því í viðtali við Stundina í lok júlímánaðar hvernig hún stakk af með fimm ára gamalt barnabarn sitt eftir að norsk yfirvöld ákváðu að setja það í fóstur hjá ókunnugum til 18 ára aldurs. Málið átti eftir að vekja töluverða athygli og komust bæði héraðsdómur og Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að senda þyrfti barnið aftur til Noregs. Nýjustu fréttir herma hins vegar að barnið fái að alast upp á Íslandi, en fer mögulega í fóstur hér á landi.

Flúðu helvítið til Íslands

Eitt stærsta fréttamál ársins á alþjóða vísu er straumur flóttamanna til Evrópu og síharðnandi átök í Sýrlandi. Stundin sagði sögu Mahers og Hibu sem sáu heimkynni sín í Sýrlandi umbreytast í helvíti, en það reyndist þeim mikil eldraun að komast í öryggið á Íslandi. Ísland völdu þau því hér er ekki vopnuð lögregla og engin her. 

Samsærið gegn samkeppninni

Stundin rak hvernig Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga öðluðust yfirburðastöðu á íslenskum mjólkurmarkaði á grundvelli umdeildra lagabreytinga sem undanskilja fyrirtækin samkeppnislögum og bitna bæði á samkeppnisaðilum og neytendum. Ný búvörulög, sem samþykkt voru í haust, festu í sessi einokunarstöðu MS og Kaupfélags Skagfirðinga og hækka verulega tolla á innflutta osta og mjólkurduft. 

Sölumenn óttans

Á síðustu árum hefur það færst í aukana að stjórnmálamenn nota þjóðernispopúlisma og hræðsluáróður til að auka fylgi sitt. Stundin skoðaði málflutning stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks sem ala á andúð á útlendingum. 

Ósýnilegu börnin

Stundin kynnti sér aðstæður barna sem koma hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd, ýmist í fylgd foreldra eða ein á ferð. Við komumst að því að börn eru raddlaus og ekki álitin aðilar að málum er varða framtíð þeirra og öryggi og að brotið er á fylgdarlausum börnum með umdeildum aldursgreiningum og óviðunandi aðbúnaði. 

Alþingiskosningar 2016

Þingkosningum var flýtt í kjölfar mótmæla eftir að Panamaskjölin leiddu í ljós að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hefðu átt félög í skattaskjólum. Stundin ræddi við formenn allra flokka í aðdraganda kosninganna 29. október síðastliðinn, nema Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem hafnaði því að svara spurningum Stundarinnar. 

„Þjóðin getur ekki átt neitt“

Stundin fjallaði um hamskipti íslenskra útgerðarmanna og ræddi meðal annars við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, nýjan framkvæmdastjóra SFS, sem trúir því að skattar séu ofbeldi og segir að þjóð geti ekki átt neitt. 

„Ég læt ekki bjóða mér þetta“

Guðmundur Guðmundsson sagði frá því, í persónulegu viðtali í Stundinni, hvers vegna hann ákvað að hætta sem landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta stuttu eftir að hafa fært Dönum gullverðlaun á Ólympíuleikum. Hann talaði einnig um lærdóma ferilsins, hvað þarf til að ná árangri og mikilvægi þess að ástunda hreinskiptin samskipti, í heimi þar sem heiðarleiki virðist vera á undanhaldi. 

Saga Friðriks Kristjánssonar

Fyrr í þessum mánuði sagði Stundin sögu Friðriks Kristjánssonar sem hvarf sporlaust í Paragvæ árið 2013. Umfjöllunin varpaði ljósi á hryllilega atburðarás sem endaði á því að vitni gaf sig fram við íslensku lögregluna og sagði ónefndan Íslending hafa sýnt sér afskorið höfuð Friðriks á Skype.

Ástin á barmi hyldýpisins

Stefán Karl Stefánsson leikari greindist með krabbamein á árinu. Í síðasta tölublaði Stundarinnar er rætt við Stefán og eiginkonu hans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, óvissuna, lífið og tímann sem þau ætla að nota vel. Þau segja frá því hvernig er að vakna til lífsins á skurðborðinu, hver tilgangur lífsins er, hvernig maður segir börnunum sínum að maður sé með sjúkdóm sem getur leitt til dauða og hvernig viðbrögð fólks við veikindunum eru hluti af lækningunni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu