Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Tekur Gunnar Bragi við keflinu?

Tekur Gunnar Bragi við keflinu?

Framsóknarmenn ræða mikið málin þessa dagana eftir heimkomu Sigmundar Davíðs.

Ljóst er að Framsóknarflokkurinn á, enn á ný, við forystukreppu að etja. Framundan er miðstjórnarfundur flokksins sem gæti dregið skýrar línur hvað varðar viðhorf til kosninga og núverandi formanns.

Heyrst hefur að margir flokkshollir framsóknarmenn geti ekki hugsað sér kosningabaráttu undir stjórn núverandi formanns. Lilja Alfreðsdóttir hefur engan metnað að stíga inn í iðu stjórnmálanna og væntanlega skolast á haf út. Lilja líkt og faðirinn hefur pólitískt nef.

Málamiðlunarmenn með Þórólf Gíslason í fararbroddi draga upp spil landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Hann er dyggur stuðningsmaður Sigmundar, kemur úr Skagafirði og er vel tengdur í atvinnulífinu.

Eitt er víst. Framundan er valdabarátta upp á líf og dauða. Barátta hagsmuna í hagsmunaflokknum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu