Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Útiloka xD - Mistök eða klókindi?

Útiloka xD - Mistök eða klókindi?

Þrír stjórnarandstöðuflokkar þ.e. Piratar, Vinstri græn og Samfylking hafa fyrirfram hafnað stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki. Saman hafa þeir ekki burði til að mynda ríkisstjórn. Það gæti þjappað xD og Viðreisn saman og jafnvel með Bjartri framtíð á vagninum. 

Með þessu útspili er engin tveggja flokka ríkisstjórn í spilunum en þær reynast langlífari.

Með þessu útspili aukast líkurnar á að inngrip nýs forseta verði þörf. Í þeirri hringendu yrði hann að gefa umboð til myndunar þriggja flokka stjórnar. Ef litið er til sögunnar, sem enginn þekkir betur en komandi forseti, þá fer ferlið að minna á haustið 1979. 

Hvernig endaði það?

Það endaði með sögulegri stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen. Þá hafði Framsókn og síðar Alþýðuflokkur (e. Benedikt Gröndal) hafnað bólfestu með Íhaldinu. " Allt er betra en íhaldið", gróf Steingrímur Hermannsson upp eftir föður sinn Jónasson.

Komi upp svipuð staða getur þetta leitt til stjórnarkreppu og starfsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar lifði af veturinn.

Ef þráðurinn er spuninn áfram gætum við séð utanþingsstjórn næsta vor! 

Væntanlegur forseti hefði það í hendi sér.

Það þarf því að fara varlega með allar yfirlýsingar FYRIR kosningar.

Post scriptum: Meðfylgjandi mynd er af stagbættri stjórnarskrá lýðveldisins sem vonandi núverandi og komandi þingmenn breyti verulega eða umbylta ala Stjórnlagaráð.- Ceteriam censeo lex funda delectam esse.-

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu