Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Sundruð fylking

Sundruð fylking

Aldrei fyrr hefur stjórnmálaflokkur sem að grunni til var stofnaður með sameiningu fjögurra stjórnmálaflokka verið svona nálægt að þurrkast út af alþingi.

Stjórnmálaflokkar hafa komið og farið, flestir klofningsbrot úr stærri flokki. Á seinni hluta síðustu aldar voru þessir flokkar (e. flokksbrot) fimmti flokkurinn á alþingi. Stofnandi Bandalags jafnaðarmanna, Vilmundur Gylfason vildi aðgreina flokk sinn frá hinum og skapaði orðið "fjórflokkurinn". Orðið varð síðan skammaryrði yfir hina hefðbundnu flokka sem höfðu stjórnað landinu frá lýðveldisstofnun, jafnvel fyrr. Samfylkingin fékk þetta samheiti í arf og í raun staðfesti innlimunina með stjórnarþátttöku í Þingvallarstjórn Geirs H. Haarde 2007. Um leið hvarf Samfylkingin frá hugmyndafræðinni um turnana tvo í íslenskum stjórnmálum. 

"Helmingaskiptastjórn" er annað skammaryrði, oftast notað um samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en gat nú átt við samstjórn Sjálfstæðisflokks og jafnaðarmanna líkt og á tímum Viðreisnarstjórnarinnar. 

Til viðbótar má nefna að í íslensku stjórnmálalandslagi hafa sósíalistar verið nær alltaf fjölmennari en jafnaðarmenn.

Innsti flokkskjarni Samfylkingarinnar samanstendur af 6% kjósenda flokksins, í tölum um tólf þúsund manns á landsvísu. 

Það er því í dag einungis hinu dyggu skilmingaþrælar flokksins sem enn standa vaktina. Aðrir kjósendur eru farnir.

Það bætast við kjósendur um tuttugu þúsund manns ef kosið er á fjögurra ára fresti. 

En hvert hafa kjósendur SF farið?

Að mínu mati skiptist þetta svona:

Stærsti kjósendahópurinn er að snúa við heim á leið, inn i Vinstri græna sem má alveg kalla arftaka Alþýðubandalagsins.

Þá fer stór hluti kjósenda yfir á Pírata auk nýrra kjósenda sem ættu undir venjulegum kringumstæðum að kjósa SF.

Ég styð þetta með einni setningu sem góður og gegn jafnaðarmaður sagði: " Ég kysi Viðreisn ef flokkur Pírata væri ekki til".

Liðsmenn Alþýðuflokksins sitja eftir eða eru hreinlega farnir til Sjálfstæðisflokksins.

Stuðningsfólk Kvennalistans fara í tvær áttir, heim í Vg eða í Sjálfstæðisflokkinn enda komu þaðan öflugar stjórnmálakonur.

Ég styð þessa tilgátur með því að hvorki Björt framtíð né Viðreisn eru að bæta við sig hvað síðar verður.

Líkt og í evrópskum stjórnmálum er umpólun á fylginu. Fylgið færist frá miðjunni út til endanna. Nýr þverás hefur bæst við sem aðgreinir flokkana út frá frjálslyndi eða fastheldni (íhald), það er sá ás sem aðgreinir Pírata og Sjálfstæðisflokk auk Framsóknarflokks.

Eins og staðan er i dag sé ég ekki að vandi Samfylkingarinnar sé timabundinn. 

"En klukkustund í pólitík er langur tími!"   (Ólafur Ragnar Grímsson).

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni