Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Prófkjör: Kosið eftir svefnstað

Prófkjör: Kosið eftir svefnstað

Prófkjör og flokksval eru áberandi þessa dagana. Stjórnmálaflokkarnir velja á framboðslista með mismunandi aðferðum sem er í sjálfu sér ágætt.

Athygli mín beinist að prófkjöri Samfylkingarinnar í norð-vesturkjördæmi.

Þar hafa þau sjónarmið verið uppi að

x    kjósa einungis um þau vonarsæti sem flokkurinn fær eftir fylgiskönnunum.

x     kosið verði eftir póstnúmerum, eða svefnstað frambjóðenda.

Fyrir mér er þetta furðuleg afstaða og er kosningalögum að hluta að kenna. Ég er sem sagt enn þeirra skoðunnar

x     landið verði eitt kjördæmi og þar með skipti náttstaður minna eða engu máli

x     kjósendur velji sjálfir röð frambjóðenda sem flokkarnir leggja fram

Þetta eru tiltölulega einfaldar breytingar en. . . draga úr völdum stjórnmálaflokkana.

Það má ekki!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni