Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Örlagasaga stjórnaskrárbreytinga sem aldrei urðu

Örlagasaga stjórnaskrárbreytinga sem aldrei urðu

Í dag útskrifast ég með BA gráðu í stjórnmálafræðum. Ritgerðin er í Skemmunni: http://skemman.is/stream/get/1946/24003/54598/1/stagbaett_loka_gisliB.docx.pdf

 

Það sem kom mér einna mest á óvart hversu óeiningin í samfélaginu var mikið á því tímabili sem ég fjalla um (2009-2013). Með því að beita dagskrákenningum og fella atburðarásina inn er ljóst að lítil samstaða né áhugi var á algerum breytingum. Líklegast hefðu hugmyndir Skúla Magnússonar og Ágústar Þórs Ágústssonar um þrepabreytingar fengið meira samþykki.

Ósamstæðan var einna helst um þessi atriði:

 

X  Þeir  samfélagshópar sem  einna  virkust áttu að vera  í þeirri  kröfu búsáhaldabyltingarinnar  að breyta þyrfti  stjórnarskrá  landsins  voru í  mörgum  atriðum ósammála bæði um  form og innihald. 

X  Áhugaleysi  þingmanna  og sterk staða hagsmunasamtaka hindraði  framgang breytinganna bæði á frumstigi og við umfjöllun málsins  á löggjafarþingi 

X. Djúpur ágreiningur  alþingismanna hversu mikið og hvað ætti  að breyta í stjórnarskránni gerði það  að  verkum  að frumvarpið komst aldrei  á dagskrá  þingsins. 

X. Víðtæk trú alþingismanna að almenningur hefði ekki áhuga á málinu. 

X. Áhugaleysi  fjölmiðla var  eftirtektarverk og dæmi  um  að helstu fregnir  af frumvarpi um stjórnarskrábreytingu var  ekki  nefnd. 

X. Eftirfylgni almennings á málinu var ekki nægjanleg og var bundin af áhuga fárra áhugamanna. Krafa um  breytingar komst því  aldrei  á flug. 

X. Samskiptaleysi Stjórnlagaráðs og Alþingis var mikið og í raun  engin samskipti fyrr en  í lokin þegar  Alþingi  óskaði  eftir fáeinum  breytingum. 

 

Þrátt fyrir  breytingu á  stjórnarskrá  í  lokin til að flýta  fyrir breytingar á  stjórnarskrá  er ekki  neitt sem bendir til  að það ákvæði verði nýtt. 

 

En endilega skoðið þetta með opnum huga - það reyndi ég að gera.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu