Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Líkur á vorkosningum vaxa

Líkur á vorkosningum vaxa

Ekki náðist samkomulag um kjör í fastanefndir alþingis. Það gæti leitt til erfiðra samskipta milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Minnihlutinn verður væntanlega þverari að taka mál úr nefndum og hugsanlega jarðvegur fyrir málþóf myndist.

Núverandi meirihluti fékk um 47% atkvæða í alþingiskosningum og rúm 51% þingmanna. Sá þingstyrkur nægir að náist ekki samkomulag um nefndir nær meirihlutinn um 55% nefndasæta í fastanefndum.

Meirihlutinn mun verða minntur á þessa tölfræði oftar á þessu þingi.
Hvað varðar tölfræði skal hér á það minnt að áður hafa sjö flokkar átt fulltrúa á þingi. Það gerðist 1987.

Bullandi óánægja er innan stjórnarflokkana með stjórnarsamstarfið og ekki þarf stóran pólitískan jarðskjálfta til að hrikti í stjórnarsamstarfinu. Einna helst er jarðkvika hjá Bjartri framtíð.

Það er því ekki útséð að stjórnin verði komin að fótum fram í vor. Það teljast tíðindi að fylgi við stjórnina er einungis um 25%.

Um sinn hoppa íkornarnir innan um birnina á jörðu niðri.

Gæti breyst með vorinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu