Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Regnbogalíf í svart/hvítum heimi

Ég er sís-kynjaður miðaldra karl þannig að ég hef ekki þurft að þola það misrétti sem beitt hefur verið er gegn þeim fjölbreytileika mannlífsins sem fagnað er í dag.  Hafandi alltaf verið í skrýtnari kantinum þá veit ég samt hvernig flestu er tekið sem aðgreinir einstakling frá fjöldanum og gert tortryggilegt, jafnvel hvíslað um hætturnar sem þeim fylgja sem lita lífið.

Íslendingar virðast vera komnir með þann þroska sem þjóðfélag að taka ekki lengur undir fordóma fortíðarinnar heldur fagna fjölbreytileikanum.  Sálfræðingafélagið tekur undir það. Forsetinn tekur undir það.  Ég tek undir það.  Ég vona að ég hafi náð að hrista af mér fordóma félagsmótunarinnar sem aflitar regnbogann.  Ef ekki, þá þætti mér vænt um áminningu og skulda afsökun.  Ég vil verða betri manneskja yfir tíma og í lit með hinum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu