Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ein(a) lausn(in) á verðbólgudraugnum

Það eru ekkert voðalega margir aðilar sem geta haft áhrif á verðbólguna.  Það er löngu sannað að stýrivextir hafa eingöngu verðbólguhvetjandi áhrif á Íslandi með því að draga erlent fjármagn að hagkerfinu án þess að fyrir því sé nokkur efnahagsleg forsenda, önnur en háir vextir.  Hér er mynd sem ég gerði fyrir nokkru síðan sem er athygliverð:

Það sem ég vil benda á er að spönn verðbólgubreytinganna tekur engum breytingum þegar vextir hækka, sem er þvert á það sem ætti að gerast.  Samdráttarverkirnir í kjölfar vaxtabreytinganna ættu að búa til minna svigrúm fyrir breytingar en gerir það ekki.  Verðbólgan sveiflast á jafn ofbeldisfullan máta fyrir og eftir vaxtahækkun.  Það að reka þessa hávaxtastefnu er ekkert annað en skemmdarverk.

Flatskjáir og krafa sjávarútvegs um hagstæð gengisskipti geta vissulega valdið verðbólgu tímabundið en það er samt allt annað sem að veldur kerfisbundinni verðbólgu á Íslandi.  Um er að kenna útlánastefnu bankanna.  Brotaforðakerfið veldur því að það er hagkvæmt fyrir bankana að lána allan þann pening sem hægt er að ýta út og er því afar lítið verið að hemja fjármagn í umferð.  Það þarf með einhverjum hætti að koma því við að bankarnir tapi á hárri verðbólgu til að þeir sjái sér skyndilega hag í því að hegða sér skynsamlega.

Ein leið til að koma því við væri að skylda banka yfir einhverjum skilgreindum stærðarmörkum til að hafa visst hlutfall útlánasafns síns í óverðtryggðum húsnæðislánum til einstaklinga á mjög lágum vöxtum (3-5%).  Þetta myndi valda því að bankar þyrftu að fara að hugsa um eignasafn sitt þegar útlánastefnan er skrifuð.  Ég gulltryggi ykkur það að verðbólgan myndi hverfa á undravert skömmum tíma.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni