Árni Steingrímur

Árni Steingrímur

Árni bloggar um kerfislæg vandamál stjórnmála á Íslandi. Hann er einlægur Pírati og trúir að það sé bjart framundan fyrir Íslendinga.

Þarft að vita eitt­hvað til að tala um það (net­lögg­an)

Sem tækni­mað­ur þá finn ég oft til aula­hrolls yf­ir "lausn­um" sem ótækni­mennt­að­ir grípa til, vegna þess að ég lofa því að eng­inn með vit á vef­tækni hefði lagt þetta til.  Hug­verka­iðn­að­ur­inn seg­ist verða af millj­arði vegna ólög­legs nið­ur­hals og er því skilj­an­legt að ráð­herra og þing­menn vilji bregð­ast við þeirri (ein­hliða skil­greindri og al­ger­lega ósönn­uðu) vá. Ég velti því...

Hugs­að út fyr­ir kass­ann (Borg­ara­laun)

Ár­ið 2009 var fram­kvæmd mjög áhuga­verð til­raun í London.  Þrett­án heim­il­is­laus­um mönn­um var boð­ið að eyða 3000 pund­um (uþb 466þ. ISK) eft­ir eig­in henti­semi.  Eina "kvöð­in" var að þeir þurftu að segja frá hvað þeir ætl­uðu að eyða pen­ing­un­um í.  Kerf­is­læg­ur kostn­að­ur af þess­um mönn­um var tölu­vert hár.  Heilsu­gæsla, lög­regla, fé­lags­leg úr­ræði og ónæði af þeim var met­ið á tug­þús­und­ir punda á...

Af hverju stutt kjör­tíma­bil?

Pírat­ar eru ekki eins máls flokk­ur eins og sjá má á mála­skrá flokks­ins.  Fjöl­marg­ir þjóð­fé­lagsrýn­ar hafa bent á þessa stað­reynd og jafn­vel hrif­ist af því að mál­efna­vinn­an skuli vera jafn vönd­uð og raun ber vitni.  Það er samt eitt mál­efni sem er nokk­uð sam­eig­in­legt og er það breyt­ing á stjórn­ar­skrá.  Stærsti ágrein­ing­ur­inn snýst um hve mik­ið og hversu hratt...

Regn­boga­líf í svart/hvít­um heimi

Ég er sís-kynj­að­ur mið­aldra karl þannig að ég hef ekki þurft að þola það mis­rétti sem beitt hef­ur ver­ið er gegn þeim fjöl­breyti­leika mann­lífs­ins sem fagn­að er í dag.  Haf­andi alltaf ver­ið í skrýtn­ari kant­in­um þá veit ég samt hvernig flestu er tek­ið sem að­grein­ir ein­stak­ling frá fjöld­an­um og gert tor­tryggi­legt, jafn­vel hvísl­að um hætt­urn­ar sem þeim fylgja sem lita líf­ið. Ís­lend­ing­ar virð­ast...

Ein(a) lausn(in) á verð­bólgu­draugn­um

Það eru ekk­ert voða­lega marg­ir að­il­ar sem geta haft áhrif á verð­bólg­una.  Það er löngu sann­að að stýri­vext­ir hafa ein­göngu verð­bólgu­hvetj­andi áhrif á Ís­landi með því að draga er­lent fjár­magn að hag­kerf­inu án þess að fyr­ir því sé nokk­ur efna­hags­leg for­senda, önn­ur en há­ir vext­ir.  Hér er mynd sem ég gerði fyr­ir nokkru síð­an sem er at­hygli­verð: Það sem ég vil...

Mann­rétt­inda­brot morg­undags­ins

Ein­hvern tím­an í fyrnd­inni var það stað­reynd lífs­ins að þegn­ar sem voru með upp­steyt gegn kóngi hyrfu í skjóli næt­ur og sæj­ust ekki fram­ar í kon­ungs­dæm­inu.  Þetta þótti jafn­vel ekki óvænt í ein­hverj­um til­fell­um.  Á ein­hverj­um tíma­punkti var samt ástæða til að lög­leiða habeus corp­us sem rétt­indi þegn­anna gegn kon­ungi í stað þess að hann hefði vald til að fang­elsa fólk og jafn­vel...

Eru Pírat­ar hættu­leg­ir?

Stóra hætt­an! Nú þeg­ar hill­ir und­ir kosn­ing­ar þá má sjá einn og ann­an ráð­ast fram á rit­völl­inn með yf­ir­lýs­ing­um um að Pírat­ar séu stór­hættu­leg­ir.  Birt­ing­ar­mynd­irn­ar eru ýms­ar.  Pírat­ar vilji gal­opna land­ið, hafi ekki átt rétt á þing­setu vegna smæð­ar, að þeir hafi ekki vald til að boða til kosn­inga og að þeir tali fyr­ir þjófn­aði. Þetta eru allt sam­an...

Myllu­steinn snýr aft­ur

Það er bú­ið að vera sold­ið absúrd að fylgj­ast með at­burð­ar­rás­inni eft­ir að Sig­mund­ur Dav­íð varp­aði sprengju inn í þjóð­má­laum­ræð­una með til­raun til end­ur­komu.  Það var hægt að spá fyr­ir um nokkra þessa hluti.  Aug­ljós­ast var að stjórn­ar­and­stað­an myndi taka þessu illa og það stóð ekki á þing­mönn­um að lofa því að standa fast­ar fót­un­um gegn öll­um mál­um sem...

Mest lesið undanfarið ár