Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

Lækn­ir Kvenna­deild­ar Land­spít­al­ans skrif­aði upp á vott­orð þar sem hann mælti gegn löngu flugi.

Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag
Á lögreglustöðinni Samtökin No Borders birtu þessa mynd rétt eftir miðnætti í nótt en þar má sjá hinn tveggja ára albanska dreng á lögreglustöð í heimalandinu.

Albanska fjölskyldan sem var send úr landi í gærmorgun er komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag. Þau voru á lögreglustöð í heimalandinu þegar Stundin náði tali af þeim og sögðust örþreytt eftir ferðalagið. Líkt og Stundin greindi frá í gær þá millilentu þau í Berlín í Þýskalandi um hádegisbil í gær. Eftir nokkurra klukkustunda bið lá leiðin til Vínarborgar í Austurríki, þaðan sem þeim var loks flogið til Albaníu.

Öllum reglum fylgtÞorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar sagði í Kastljósi í kvöld að öllum settum reglum hefði verið fylgt þegar konunni var vísað úr landi.

Konan, sem er gengin 36 vikur á leið, maður hennar og dveggja ára drengur, voru öll stödd á lögreglustöð í Albaníu þegar Stundin náði tali af þeim. Þau höfðu þá verið á ferðalagi í nítján stundir og lítið sem ekkert sofið nóttina á undan.

Í vottorði frá Kvennadeild Landspítalans frá því í fyrrinótt kemur fram að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum „og ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun hefur gefið út að konan hafi verið ferðafær.

Vottorðið breyti engu

„Þegar við lásum yfir þetta vottorð í morgun þá fannst okkur það einfaldlega benda á að það væri erfitt að fara í langt flug og það er ekkert, eins og við lásum út úr því, og erum sammála mati starfsmanni í nótt, að það eitt og sér hefði ekki átt að leiða til þess að það væri hætt við framkvæmdina,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar í Kastljósi í gærkvöldi.

„Þegar við lásum yfir þetta vottorð í morgun þá fannst okkur það einfaldlega benda á að það væri erfitt að fara í langt flug“

Þá sagði hann að það hefði verið mat stoðdeildar Ríkislögreglustjóra að umrætt vottorð frá Kvennadeild Landspítalans „breyti ekki fyrra mati þeirra“, sem byggði á vottorði Kai Blöndal, trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar. Þorsteinn gat hinsvegar ekki svarað því hvort sá læknir hefði nokkru sinni framkvæmt læknisskoðun á konunni, en fullyrt hefur verið að það hafi hann í raun aldrei gert.

Alvarlegt að ráðleggingum sé ekki fylgt

Sjónarvottar hafa lýst því að konunni hafi verið mikið niðri fyrir í fyrrinótt, hún hafi verið stressuð og þá hafi byrjað að blæða mikið úr nefi. Eva Jónasdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, sagði í samtali við Stundina í gær að það væri óskynsamlegt að hunsa ráðleggingar lækna.

“Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa“

„Það er einhver ástæða fyrir því að gefið var út vottorð hjá okkur og það er óskynsamlegt að fara ekki eftir þeim ráðleggingum,“ sagði hún. „Það eru tvö líf í húfi þegar þungaðar konur eru að fljúga og ef þeim er ráðlagt að gera það ekki fylgir því ákveðin áhætta.”

Landlæknisembættið metur konuna „í áhættuhópi og mjög viðkvæmri stöðu“. Samkvæmt svörum embættisins til Stundarinnar er það litið „alvarlegum augum“ að ráðleggingum sérfræðinga Landspítalans hafi ekki verið hlýtt.

Ráðherra segir öllum reglum fylgt

Samkvæmt reglum Útlendingastofnun fór eftir þeim reglum sem þau hafa, segir dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var spurð út í það í fréttum RÚV í gærkvöldi hvort hún hefði verið í sambandi við Útlendingastofnun vegna málsins og hvort hún væri sátt við þau svör sem hún hefði fengið þar. „Já, ég hef rætt við þau í dag og það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa,“ sagði ráðherrann. 

Aðspurður um það í Kastljósi hvort stofnuninni gæti staðið að sambærilegri brottvísun á nýjan leik, þar sem kona væri komin þetta langt á leið sagði forstjóri Útlendingastofnunar: „Já, eins og staðan er í dag, þá sjáum við því ekkert til fyrirstöðu á meðan að það er ekkert sem að hrjáir viðkomandi einstakling sem á undir. Þannig að ef  viðkomandi er fær um að ferðast, þá er að okkar mati þá eðlilegast að það sé þá farin ferðin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í nýju út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Domino's-þjóðin Íslendingar
6
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár