Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albanska kon­an sem var send úr landi í fyrrinótt er verkj­uð og á leið­inni á spít­ala í Alban­íu. Hún var send í nítj­án klukku­stunda flug þrátt fyr­ir að lækn­ir mælti gegn því að færi í löng flug. Kon­an skildi sím­ann sinn eft­ir á Ís­landi og vin­kona henn­ar leit­ar henn­ar.

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albönsk kona sem gengin er 36 vikur á leið og var send úr landi í gærmorgun er mjög verkjuð og leiðinni á spítala í Albaníu. „Mér líður ekki vel eins og er og er á leiðinni á spítala,“ segir hún í samtali við Stundina. Hún kom til heimalandsins Albaníu seint í gærkvöldi eftir nítján tíma ferðalag en læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál.

Leitar fregnaMorgane Priet Maheo hjá samtökunum Réttur barna á flótta og vinkona albönsku konunnar, hefur reynt að fá fregnir af henni síðastliðinn sólarhring.

Morgane Priet Maheo hjá samtökunum Réttur barna á flótta og vinkona albönsku konunnar, hefur áhyggjur af heilsu hennar. Konan átti sitt fyrra barn á 36. viku meðgöngu með keisaraskurði. „Ég var að hringja til þess að reyna að ná sambandi við hana vegna þess að ég er með smá áhyggjur. Ég er bara að reyna að fá fréttir,“ sagði Morgane í samtali við Stundina í gær, en þá hafði hún allan daginn reynt að fá fregnir af því hvar konan væri niðurkomin og hver staða hennar væri.

Hringdi hún meðal annars ítrekað í síma konunnar í þessum tilgangi. Eftir nokkrar hringingar svaraði hinsvegar maður sem hafði verið nágranni hennar á gistiheimilinu þar sem hún hafði haldið til ásamt unnusta sínum og barni. „Hann sagði að hún hefði skilið símann sinn eftir,“ sagði Morgane sem á erfitt með að átta sig á því hversvegna hún hafi ákveðið að  taka símann ekki með sér. „Hún skildi símann sinn eftir á hótelinu, sem er skrítið, þar sem hún er með fullt af myndum inni í símanum,“ segir Morgane. 

Reyndi að fá fréttir

Íslenskir lögreglumenn úr stoðdeild Ríkislögreglustjóra fylgdu konunni, sem er gengin 36 vikur á leið, úr landi í gærmorgun með flugvél Icelandair, ásamt unnusta hennar og tveggja ára barni. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug. Sjónarvottar á vegum No Borders samtakanna og samtökunum Réttur barna á flótta fengu ekki að vera viðstaddir á meðan fólkið pakkaði niður í töskur í fylgd lögreglumanna.

Morgane fór með konunni í skoðun hjá Mæðravernd á mánudagskvöld en var hinsvegar ekki viðstödd þegar lögreglumenn tóku fjölskylduna af gistiheimilinu þar sem þau höfðu haldið til síðastliðin mánuð. Hún reyndi í allan gærdag að fá fregnir af því hvar fjölskyldan væri niðurkomin og hringdi meðal annars þýska ríkislögreglustjóraembættiðí þeim tilgangi. Þar var henni hinsvegar tjáð að það væri ekkert á skrá um að komið hefði verið með albanska ríkisborgara til landsins. Líkt og fram hefur komið millilenti fjölskyldan í Berlín í gær, áður en þau héldu ferðinni áfram til Vínarborgar í Austurríki og þaðan til Albaníu, en ferðalagið tók nítján klukkustundir.

Stundin greindi frá því í gær að þýskir lögreglumenn hefðu tekið á móti fjölskyldunni í Berlín. Sjónarvottur lýsti því hvernig íslenskir lögreglumenn fylgdu fjölskyldunni um borð í vélina á Leifstöð á undan öðrum farþegum. Þá fylgdu þeir þeim til móts við þýska lögreglumenn sem tóku á móti þeim í Berlín.

„Ég tékkaði mig bara inn eins og venjulegur maður og þegar kom að því að fara inn í vélina þá sá ég að það var einhver seinkun. Allt í einu birtast lögreglumenn með tvo fullorðna einstaklinga og eitt barn á milli sín og fara fram fyrir röðina og beint inn í vél. Ég pældi einhvern veginn ekkert í þessu og vissi í rauninni ekkert hvað væri að gerast, en tók náttúrulega eftir þessu eins og aðrir,“ sagði farþeginn sem áttaði sig síðar á því að um væri að ræða fólkið sem fjallað hefur verið um í fréttum.

Útlendingastofnun hefur staðhæft að konan hafi verið ferðafær, samkvæmt vottorði frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Í vottorði læknis á kvennadeild Landspítalans kemur hinsvegar fram að konan sé „slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Fylgdust með atburðarrásinni

No Borders samtökin hafa fylgt málinu eftir frá upphafi og flutt fregnir af atburðarrásinni. Elínborg Harpa Önundardóttir, meðlimur samtakanna, fór upp á spítala þegar hún fékk fregnir af því sem væri að gerast. Þegar hún kom á vettvang þá var lögreglan nýfarin, en henni tjáð að lögregluljósin hefðu blikkað lengi vel fyrir utan gluggan á meðan verið var að skoða konuna. „Starfsmönnunum og konunni fannst þetta mjög óhuggulegt og lýstu yfir óþægindum varðandi þetta, að það væri beðið svona fyrir utan gluggann á meðan hún væri þarna með bumbuna úti og mælitækin á sér,“ segir Elínborg Harpa í samtali við Stundina.

Vottorðið veitti vonKatrín Alda Ámundadóttir, meðlimur No Borders, hefur fylgst náið með atburðarásinni.

Elínborg segist hafa verið vongóð um að brottvísun yrði frestað, eftir að þau voru komin með vottorð í hendurnar þar sem fram kom að konan gæti átt erfitt með langt flug. „Þrátt fyrir að hafi séð Útlendingastofnun og stoðdeild lögreglunnar gera allskonar hluti, sem geta einhvernveginn ekki átt að vera hluti af verklaginu þeirra, þá einhvern veginn svona trúði ég þí samt að þetta gæti breytt einhverju.“

Katrín Alda Ámundadóttir, annar meðlimur No Borders, sem fylgdist náið með atburðarrásinni, tekur undir með Elínborgu um að vottorðið hafi veitt ákveðna von. „Sérstaklega í ljósi þess að hún hafði ekki séð neinn annan lækni í einhvern tíma og því hefði enginn annar getað gefið út „fit to fly“ vottorð,“ segir Katrín Alda í samtali við Stundina. Annað hafi hinsvegar komið á daginn þegar í ljós kom að lögreglan hafi fengið annað vottorð frá lækni sem konan hafði ekki verið í sambandi við.

Hún segir aðgerðir lögreglunnar því miður ekki koma henni eða félögum þeirra svo mikið á óvart. „Hreint út sagt þá kom það mörgum okkar ekkert sérlega á óvart þar sem við höfum horft upp á ýmislegt sem lögreglan gerir á vegum Útlendingastofnunnar. Þetta var hins vegar mjög gróft dæmi um þessa valdnýðslu sem á sér oft stað.“

Sem fyrr segir þá er konan nú talsvert verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu