Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hatari styrkir Báru uppljóstrara

„Neyslu­var­an og and­kapítalíska marg­miðl­un­ar­verk­efn­ið“ Hat­ari hef­ur ákveð­ið að styðja við söfn­un Báru Hall­dórs­dótt­ur upp­ljóstr­ara, vegna máls­kostn­að­ar við dóms­mál þing­manna Mið­flokks­ins gegn henni.

Hatari styrkir Báru uppljóstrara
Styrkja Báru Bára Halldórsdóttir hefur átt erfitt með að standa undir málskostnaði á launum öryrkja. Hljómsveitin Hatari hefur komið henni til stuðnings, ásamt öðrum. Myndin er samsett.

Bára Halldórsdóttir, sem steig fram á síðasta ári eftir að hafa tekið upp samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri, stendur fyrir söfnun vegna lögfræðikostnaðar sem skapaðist vegna málsókna þingmanna Miðflokksins gegn henni.

Lögmannsstofan Réttur hefur haldið úti vörnum fyrir Báru, en eftir stendur kostnaður upp á 300 þúsund krónur, eða 10% raunvirðis. Bára, sem er öryrki, hefur safnað fyrir eftirstöðvunum. 

Hatari kemur inn á lokametrunum

Hljómsveitin Hatari, sem gefur sig út fyrir að vera „andkapítalískt margmiðlunarverkefni og neysluvara“, hefur gengið til liðs við söfnunina. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst fjölmiðlum rétt í þessu.

„Bára og hópurinn „Takk Bára” eru hreinlega orðlaus“

Í tilkynningunni segir að góð viðbrögð hafi verið við söfnuninni. „Gríðarlegur áhugi hefur verið fyrir söfnuninni og náðist að safna 300 þúsund krónum fyrir málskostnaðinum strax á fyrsta sólarhring. Bára og hópurinn „Takk Bára” eru hreinlega orðlaus og lýsa yfir þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg. Greinilegt er að aðgerðarsinninn Bára nýtur mikils stuðnings meðal almennings á Íslandi sem er sannkallað gleðiefni.“

9 dagar eru nú eftir af söfnuninn á hópfjármögnunarsíðunni Karolina fund. Framlag Hatara eru 10 miðar á útgáfutónleika hljómsveitarinnar sem haldnir verða í Austurbæ í febrúar næstkomandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, stefndu Báru fyrir dóm 11. desember í fyrra vegna þess sem þeir töldu brot á lögum um Persónuvernd, þegar háværar umræður þeirra á barnum Klaustri um nafngreinda aðila voru teknar upp. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að upptakan hafi brotið gegn lögum um persónuvernd.

Orð þingmannanna stórt fréttaefni

Fjölmargar fréttir voru sagðar upp úr upptökunni, en þar kom fram að þingmennirnir höfðu notað niðrandi orð um þingkonur og viðhaft kynferðislega orðræðu um þær. Eftir að ummælin urðu ljós sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars að þingmennirnir væru „ofbeldismenn“. Að auki kom fram á upptökunni að Gunnar Bragi Sveinsson hafði talið sig átt inni greiða hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að verða sjálfur skipaður sendiherra, vegna þess að hann skipaði Geir H. Haarde, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, sendiherra í Washington, í utanríkisráðherratíð sinni.

Gunnar Bragi lýsti fléttunni á Klaustri, sem  fól í sér að hann skipaði fyrrverandi þingmann Vinstri grænna einnig sendiherra, þrátt fyrir að hann teldi hann „fávita“, til að sefa gagnrýni frá vinstri væng stjórnmálanna. Í því skyni hafi hann fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, sem hefði í kjölfarið ekki gagnrýnt skipun Geirs.

Eftir að upptakan varð opinber sagðist Gunnar Bragi hafa verið að „bulla og ljúga“, en Sigmundur Davíð staðfesti hins vegar frásögn hans á fundinum á Klaustri, eins og greina mátti á upptökunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu