Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur

Alls 24 börn frá Pak­ist­an, Ír­ak, Alban­íu, Af­gan­ist­an, Kosovo, Molda­víu, Tún­is og Níg­er­íu eru um þess­ar mund­ir við nám í grunn­skól­um Reykja­vík­ur, með­an þau bíða þess að yf­ir­völd kom­ist að nið­ur­stöðu um hvort þau fái að setj­ast hér að. Sér­deild fyr­ir börn hæl­is­leit­enda verð­ur opn­uð í Háa­leit­is­skóla á næstu haustönn.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur
Skólakrakkar Frá og með næsta hausti munu börn umsækjenda um alþjóðlega vernd hefja nám í sérstakri stoðdeild í Háaleitisskóla, í stað þess að fara í sinn hverfisskóla. Mynd: Kristinn Magnússon

Um þessar mundir eru 24 börn hælisleitenda við nám í grunnskólum Reykjavíkur, meðan þau bíða niðurstöðu í málum fjölskyldna þeirra. Þetta sýna tölur frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þrjú þeirra frá Pakistan, sex frá Írak, tvö frá Albaníu, fjögur frá Afganistan, tvö frá Kosovo, fjögur frá Moldavíu, eitt frá Túnis og tvö frá Nígeríu. Tölur um þróun fjöldans undanfarna mánuði lágu ekki fyrir þegar óskað var eftir þeim.

Á meðal þessara barna eru systkinin Zainab og Amil Safari.

Skólafélagar Zainab í Hagaskóla hafa barist fyrir því að fjölskyldan verði ekki send úr landi. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar hefur notað sem rök fyrir því að mál þeirra verði tekið fyrir hér, er að þau hafi myndað sterk tengsl við skólafélaga sína og nærumhverfi. Í síðustu viku hafnaði kærunefnd útlendingmála því að að mál þeirra verði tekið fyrir hér, á grundvelli þess að þau hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Nefndin hafnaði auk þess frestun réttaráhrifa, sem hefði þýtt að þau fengju að dvelja hér meðan mál þeirra fer fyrir dóm. 

Tekin hefur verið ákvörðun að frá skólaárinu 2019–2020 fari börn á borð við þau, börn umsækjenda um alþjóðlega vernd, ásamt þeim sem hafa mjög rofna skólagöngu erlendis að baki, í sérstaka stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri. Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs 9. apríl síðastliðinn. Um miðjan febrúar var tilkynnt að til stæði að opna slíka sérdeild í Vogaskóla. Ekki var samstaða um val á þeim skóla og því var ákveðið að deildin yrði opnuð í Háaleitisskóla.

Það vakti á sínum tíma talsverð viðbrögð þegar tilkynnt var að til stæði að opna sérdeild fyrir börn hælisleitenda í Vogaskóla. Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu við skólann, sagði meðal annars í viðtali við RÚV að það væri í algjörri mótsögn og andstöðu við allt sem gert væri í skólanum. „Og ég get ekki betur séð en að þetta sé hreinlega lögbrot vegna þess að það sem kemur fram í lögum um grunnskóla, í aðalnámskrá og í barnasáttmálanum, sem er lögbundinn og lögfestur síðan 2013, bendir til þess að þetta sé ólöglegt.“

Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs, stendur með þeirri ákvörðun að opnuð verði sérdeild fyrir börnin og er ánægður með niðurstöðuna að deildin verði í Háaleitisskóla.

Helgi GrímssonForstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að börnum hælisleitenda verði tryggð félagsleg tengsl við önnur börn, í gegnum list- og verkgreinar og íþróttastarf.

Markmiðið sé að gera móttöku barna hælisleitenda markvissari, byggja upp sérfræðiþekkingu og nota staðla til að vita hver skólaganga barnsins hefur verið, hver færni þeirra í eigin móðurmáli er. Þannig megi sníða nám þeirra að þörfum þeirra með markvissari hætti, meðan þau dvelja hér á landi. „Ef barn kemur hingað með mjög brotna skólagöngu, dúkkar upp í einhverjum hverfisskóla þar sem jafnvel er ekki fagþekking í að vinna með börnum af erlendum uppruna, er engum greiði gerður með því að hafa slíkt fyrirkomulag. Það er reynsla okkar og reynslan erlendis frá, að það þurfi að byggja upp fagþekkingu, að hafa einhvers konar miðstöð þar sem við getum tryggt sérfræðiþekkingu og mat á skólagöngu barnsins sé með samræmdum hætti. Það er stóra markmiðið með þessu hjá okkur.”

Hann segir að börnunum verði tryggð tengsl við önnur börn. Þau muni til að mynda sækja list- og verkgreinar með öðrum nemendum Háaleitisskóla. Þá muni íþróttafélagið Fram koma að starfi með börnunum. „Það er leynivopnið í samhenginu, því Fram er kappsamt um að vera með gott fjölmenningarlegt starf. Börnunum verður þannig tryggt farsælt skóla-, frístunda- og íþróttastarf.“

Markmiðið sé svo að börnin fari í sína hverfisskóla, hvort sem það verði í sömu viku eða eftir 2–3 mánuði, allt eftir því hvernig þeim gengur. Takist yfirvöldum hins vegar að hraða umsóknarferli umsækjenda um alþjóðlega vernd, eins og hefur verið boðað, geti verið að einhver börn fari aldrei í ákveðinn hverfisskóla. „Ef við vitum að einhver börn verði aðeins hér á landi í tvo til þrjá mánuði geri ég ráð fyrir því að þau yrðu hér þangað til þau fara. En það er enn óljóst og við munum teikna það upp með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Við munum tryggja þeim tengsl við önnur börn, rækta mennskuna og veita þeim eins góðar aðstæður og kostur er, meðan þau eru hérna, hvort sem það er í 3 mánuði eða lengur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
1
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
4
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
9
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár