Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skólafélagarnir berjast áfram fyrir Zainab þrátt fyrir synjun kærunefndar

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hafn­ar því að Shahnaz Safari og börn henn­ar, Zainab og Amil, fái efn­is­lega með­ferð á hæl­is­um­sókn sinni hér á landi. Nefnd­in hef­ur einnig hafn­að beiðni um frest­un réttaráhrifa, sem þýð­ir að fjöl­skyld­an fær ekki að dvelja á Ís­landi með­an mál­ið fer fyr­ir dóm. Skóla­fé­lag­ar Zainab í Haga­skóla und­ir­búa nú næstu skref í bar­átt­unni fyr­ir skóla­syst­ur sína.

Skólafélagarnir berjast áfram fyrir Zainab þrátt fyrir synjun kærunefndar
Zainab fremst í flokki Skólafélagar Zainab Safari hafa staðið þétt við bakið á henni. Umdirskriftasöfnun þeirra hafði ekki tilætluð áhrif og synjaði kærunefnd útlendingamála bæði kröfu fjölskyldunnar um efnislega meðferð hér á landi og frestun réttaráhrifa, sem hefði gert þeim kleift að dvelja hér meðan mál þeirra færi fyrir dóm. Mynd: Davíð Þór

Lokasýning Hagaskóla á Mary Poppins í gær endaði með því að öll börnin sem að sýningunni stóðu röðuðu sér saman og kölluðu einróma: Save Zainab! Þá voru þau nýbúin að fá þær fréttir að kærunefnd útlendingmála hefði hafnað tveimur kröfum Zainab og fjölskyldu hennar. Annars vegar kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. 

„Við fengum þessar fréttir í gær, eins og aðrir, og þrátt fyrir að hafa vonað það besta allan tímann vorum við undir þetta búin. Við hittum lögfræðing fjölskyldunnar í dag, til að fara yfir stöðuna og hvaða möguleikar eru í framhaldinu,” segir Ómar Örn Magnússon, fulltrúi kennara í réttindaráði Hagaskóla.

Hann segir að þrátt fyrir nemendur hafi verið meðvitaðir um að svona gæti farið, væri þeim brugðið. „Krakkarnir spyrja okkur mikið út í þetta mál og velta því mikið fyrir sér. Þeir skilja ekki af hverju þetta er svona, sem er skiljanlegt, því við skiljum það varla heldur, fullorðna fólkið,“ segir Ómar. 

Ekki er ljóst hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi en líklegast er að það verði fyrir september, þegar 12 mánuðir eru liðnir frá komu þeirra til landsins. „Við vitum ekkert um það en vonum að þeim verði í það minnsta sýnd lágmarksmannúð og að þau fái að klára skólaárið hér.“

„Þeir skilja ekki af hverju þetta er svona,
sem er skiljanlegt, því við skiljum
það varla heldur, fullorðna fólkið“

Ómar segir að nemendur við Hagaskóla hafi strax þegar málið kom upp litið á það sem langtímaverkefni. Stuðningur þeirra felist ekki í einni söfnun eða einum viðburði, heldur hafi þau tekið þá afstöðu að halda áfram að styðja við Zainab, hvernig sem málið myndi þróast. Nemendur séu nú að velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig þeir geti sem best stutt við skólasystur sína áfram.

„Þau settu af stað peningasöfnun fyrir nokkrum vikum og sjá nú enn meiri ástæðu til að halda henni áfram, enda ljóst að peningarnir munu ekki síður nýtast fjölskyldunni í Grikklandi, ef svo fer að þau verði send þangað,“ segir hann og bætir því við að nú sé verið að leita leiða til að gera þá söfnun formlegri. Stofnaður verði formlegur styrktarsjóður á næstu dögum. „Margir hafa haft samband við okkur sem vilja leggja þeim lið, sem tengjast hvorki Vesturbænum né Hagaskóla. Vonandi verður sjóðurinn farvegur fyrir aðra til að leggja málinu lið.“ 

Leitast verði við að styrkurinn sem safnist nýtist fjölskyldunni, meðan hún bíður þess í Grikklandi að málið fari fyrir dóm hér á landi. Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að fara með málið fyrir dóm. Það sé næsta skref í málinu. Hann ætlar jafnframt að krefjast endurupptöku á málinu á nýjan leik, á grundvelli nýrra gagna sem hafi verið aflað.

„Þau settu af stað peningasöfnun fyrir
nokkrum vikum og sjá nú enn meiri
ástæðu til að halda henni áfram“

Að mati Magnúsar byggir niðurstaða kærunefndar á hæpnum forsendum. Hann segir með ólíkindum að kærunefndin telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland. Það sé einfaldlega röng niðurstaða hjá nefndinni, enda hafi börnin myndað hér sterkt og öflugt tengslanet.

Sorglegt sé að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi. Margar skýrslur alþjóðlegra stofnana liggi fyrir um erfiðar aðstæður hælisleitenda þar í landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
2
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
7
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár