Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara­ríkis­sak­sóknari amast við inn­flytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi

Helgi Magnús Gunn­ars­son kvart­ar ít­rek­að und­an inn­flytj­end­um, múslim­um og hæl­is­leit­end­um á Face­book og „læk­ar“ kyn­þátta­hyggju­boð­skap. Sig­ríð­ur Frið­jóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að siða­regl­ur sem sett­ar voru ár­ið 2017 hafi „leið­bein­ing­ar­gildi varð­andi alla fram­göngu ákær­enda“.

Vara­ríkis­sak­sóknari amast við inn­flytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi
Ekki á móti húðlitnum Saksóknarinn hefur áhyggjur af „förufólki“ en ekki af húðlit þess og trúarafstöðu, svo lengi sem það aðlagast samfélaginu. Mynd: Pressphotos.biz

„Ég kæri mig ekki um opnari landamæri fyrir förufólk,“ skrifar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari á Facebook-síðu sinni. „Eigum við þessa að vænta?“ spyr hann og deilir frétt um að hátt hlutfall ofbeldisbrota í Noregi sé framið af innflytjendum. Þá lýsir hann þeirri skoðun að þöggun ríki um kynferðisbrot sem framin eru af múslimum í Bretlandi. 

Þetta eru þrjú nýleg dæmi um viðhorf sem embættismaðurinn lætur í ljós á Facebook-síðu sinni en undanfarna mánuði hefur hann ítrekað beint spjótum að minnihlutahópum á þeim vettvangi og jafnframt „lækað“ eins konar kynþáttahyggjuboðskap frá félagsskapnum Vakri, samtökum um evrópska menningu.

Í fyrra flutti Helgi Magnús erindi á samkomu í Berlín þar sem hann sagðist ekki hafa neitt á móti húðlit og trúarbrögðum flóttafólks svo lengi sem það samþykkti lífsvenjur og grundvallarreglur Vesturlanda. Sú væri ekki raunin í „sumum múslimalöndum“.

Nýlega birti hann svo hugleiðingu um þungunarrof þar sem hann gagnrýnir málflutning um „svokallaðan sjálfsákvörðunarrétt kvenna“ og segir talsmenn frjálslyndari löggjafar beita sams konar mælskubrögðum og þeir sem réttlæta morð á minnihlutahópum.

Sem vararíkissaksóknari er Helgi Magnús Gunnarsson einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi. Óumdeilt er að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis samkvæmt stjórnarskrá og hafa rétt til þátttöku í opinni og frjálsri umræðu um þjóðfélagsmál. Þetta á við um handhafa ákæruvalds jafnt sem aðra embættismenn.

Af siðareglum ákærenda má þó ráða að ekki sé aðeins ætlast til þess að þeir sýni óhlutdrægni í störfum sínum og hafni hvers kyns mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, þjóðernis og trúar, heldur einnig að þeir forðist að tala og hegða sér með þeim hætti að hlutleysi þeirra verði dregið í efa. 

Ríkissaksóknara til aðstoðarSem vararíkissaksóknari starfar Helgi Magnús náið með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi. 

Mega ekki rýra traust til ákæruvaldsins

Árið 2005 samþykkti ráðstefna evrópskra ríkissaksóknara leiðbeiningarreglur um siði og breytni opinberra ákærenda. Þar er að finna sérstakar reglur um breytni saksóknara í einkalífi. „Opinberir ákærendur mega með athöfnum í einkalífi sínu hvorki stefna í hættu heiðarleika ákæruvaldsins, réttsýni þess eða óhlutdrægni, né þeirri ímynd heiðarleika, réttsýni og óhlutdrægni sem það kann að njóta,“ segir í 4. gr. reglnanna. „Opinberum ákærendum ber að sýna breytni sem stuðlar að og heldur við trausti almennings á starfi þeirra.“ 

Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. 

Stundin sendi Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrirspurn og spurði hvort hún teldi æskilegt að saksóknari hjá embættinu tjáði sig með þeim hætti sem Helgi gerir á samfélagsmiðlum. Þá var spurt hvort embættið hefði lagt mat á hvort málflutningur Helga samræmist siðareglum ákærenda, svo sem um framkomu utan starfs. 

„Samskipti mín við starfsmenn embættisins er ekki málefni sem ég fjalla um við fjölmiðla, þar með talið þegar kemur að álitaefnum sem varða siðareglur ákærenda,“ segir í svari Sigríðar. „Þær reglur hafa vissulega leiðbeiningargildi varðandi alla 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
4
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
10
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár