Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Eign­ar­hald eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, á sjóði sem fjár­festi í ís­lenskri ferða­þjón­ustu hef­ur far­ið leynt í átta ár. Mál­ið sýn­ir hversu auð­velt get­ur ver­ið fyr­ir er­lenda lög­að­ila að stunda fjár­fest­ing­ar á Ís­landi, án þess að fyr­ir liggi um hverja ræð­ir.

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Bakdyramegin inn í viðskiptalífið Mál Hreiðars Más Sigurðssonar og sjóðs Stefnis sýnir hversu auðvelt það getur verið fyrir erlenda lögaðila að koma bakdyramegin inn í viðskiptalífið í gegnum safnreikninga, banka í öðrum löndum og með notkun aflandsfélaga. Mynd: MBL / Kristinn Ingvarsson

Hvorki sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir né Fjármálaeftirlitið vissu að eignarhaldsfélag eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar á Tortólu, Fultech, væri eignaraðili að sjóðnum Icelandic Travel Service Fund. Sjóðurinn var stofnaður árið 2011 og átti meðal annars um tíma hlut í náttúruperlunni Þríhnúkagíg sem á nokkrum árum hefur orðið einn af þekktari ferðamannastöðum landsins. Stundin greindi frá eignarhaldi Tortólufélagsins á hlutdeildarskírteinum í sjóðnum í síðustu viku. 

Eins og sagt var frá í grein blaðsins þá var umrætt Tortólufélagið Fultech flutt til Lúxemborgar í lok árs 2017 og sameinað félaginu Vinson Capital. Fultech átti þá ríflega 310 milljóna króna eignir, eignir sem að langmestu leyti voru umræddur sjóður Stefnis. 

Stefnir vissi ekki um eigendurna

Sjóðurinn Icelandic Travel Service Fund var upphaflega stofnaður árið 2011, að beiðni Banque Havilland í Lúxemborg, en sá banki var stofnaður á rústum gamla Kaupþings í Lúxemborg. Þetta segir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, við Stundina: „Við fáum fyrirspurn frá Banque Havilland um hvort við getum sett á laggirnar sjóð sem fjárfest getur í ferðaþjónustu á Íslandi. Framlagið yrði fyrst frá Banque Havilland, safnreikningi þar. Við sögðum bara að við myndum setja upp reglur fyrir sjóðinn og skipa þyrfti fjárfestingaráð fyrir hann.“  

 „Nei, við vitum það ekki“

Safnreikningar virka þannig að raunverulegir eigendur fjármunanna á bak við reikninginn eru ekki opinberir. Flóki segir að forsvarsmenn Stefnis hafi ekki vitað hvaða fjárfestar hafi verið á bak við sjóðinn. „Nei, við vitum það ekki. Þetta er svokallaður safnreikningur Banque Havilland sem upphaflega fjárfestir þarna,“ segir Flóki en eins og hann segir þá var það Banque Havilland sem var upphaflega í fyrirsvari fyrir viðskiptamennina á bak við fjárfestinguna. Flóki segir að meiningin hafi svo verið að sjóðurinn ætti að stækka en af því varð ekki. 

Alveg ljóst er því að Stefnir vissi ekki að það væri eiginkona Hreiðars Más sem væri á bak við fjármunina í umræddum sjóði: „Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru. Við göngum bara úr skugga um að um sé að ræða fagfjárfesta og gerum ráð fyrir að erlenda fjármálafyrirtækið hafi staðfest þá sem fagfjárfesta […] Við áttum einn mann í fjárfestingarráði sjóðsins og Banque Havilland átti tvo að mig minnir en þetta fjárfestingarráð hefur ekki hist í mörg ár.“

Erfitt að rekja eignarhaldErfitt getur verið stofnanir eins og FME, sem Unnur Gunnarsdóttir stýrir að rekja eignarhald á hlutdeildarskírteinum sjóða. Stofnunin þarf að hafa ástæður til að kalla eftir upplýsingum um slíkt eignarhald.

FME spurði ekki um sjóðinn

Í svörum frá Fjármálaeftirlitinu um eftirlit stofnunarinnar með fjárfestingum í sjóðum eins og Icelandic Travel Service Fund kemur fram að ekki sé óskað eftir því að fá nöfn eigenda hlutdeildarskírteina í sjóðum. FME segir hins vegar að stofnunin geti kallað eftir þessum upplýsingum um einstaka sjóði: „Fjármálaeftirlitið óskar ekki eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í reglubundinni gagnaöflun Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar heimild til að kalla eftir öllum gögnum og upplýsingum hjá þeim aðilum sem lögin taka til ef stofnunin telur þau nauðsynleg vegna eftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur kallað eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina sjóða í sértækum athugunum,“ segir í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa FME. 

Fjármálaeftirlitið getur hins vegar ekki greint frá því hvort óskað hafi verið eftir upplýsingum um hluthafa þessa tiltekna sjóðs: „Í svari okkar við síðustu spurningu sögðum við að Fjármálaeftirlitið hefði kallað eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina sjóða í sértækum athugunum. Við gefum hins vegar ekki upplýsingar um einstaka aðila hvað þetta varðar. Við getum því ekki svarað þessari spurningu.“

Miðað við það að Stefnir bjó ekki yfir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í Icelandic Travel Service Fund þá virðist vera ljóst að FME hafi ekki heldur kallað eftir þessum upplýsingum enda hefur ekki komið fram að ástæða hafi verið til þess. . Miðað við upplýsingarnar frá FME og Stefni þá er einnig mögulegt að FME hefði þurft að biðja Banque Havilland í Lúxemborg um upplýsingar um eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðnum ef svo hefði borið undir.  Öðru máli gegnir ef til dæmis Kvika eða annar íslenskur  væri skráður fyrir umræddum safnreikningi því þá gæti FME leitað beint til viðkomandi banka eftir upplýsingum. 

Fé komið leynilega og löglega til landsins

Málið sýnir vel hversu auðvelt það getur verið fyrir aðila, sem ekki vilja sjálfir vera skráðir fyrir tilteknum eignum á Íslandi, að koma bakdyramegin inn í íslenskt viðskiptalíf  með notkun á sjóðum, safnreikningum, erlendum fjármálafyrirtækjum og eftir atvikum aflandsfélögum í Lúxemborg eða skattaskjólsfélögum á Tortólu. Íslenskar eftirlitsstofnanir eiga ekki auðvelt með að kortleggja slíkt dulið eignarhald og er því líklegra en ekki að það komi aldrei í ljós.  Með þessum hætti geta aðilar sem eiga fé erlendis komið því inn í landið með löglegum hætti án þess að það veki athygli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár