Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafn­ar toll­hlið­um á nú­ver­andi þjóð­veg­um,“ sagði í lands­fundarálykt­un Fram­sókn­ar­flokks­ins síð­asta vor. Formað­ur flokks­ins vinn­ur nú að því að inn­leiða veg­gjöld fyr­ir ára­mót. Vinstri græn töldu áhersl­ur síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem vildi að tek­in yrðu upp veg­gjöld, „forkast­an­leg­ar“.

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
Veggjöld gegn stefnu flokkanna Verði lögð á veggjöld til uppbyggingar vegakerfisins brýtur það í bágu við samþykktir tveggja ríkisstjórnarflokka af þremur. Mynd: Getty images

Framsóknarflokkurinn hafnaði alfarið að sett yrðu upp tollhlið á núverandi þjóðvegum landsins í ályktun á síðasta flokksþingi flokksins sem fór fram í mars síðastliðnum. Hið sama gerðu Vinstri græn en flokkurinn hafnaði álagningu veggjalda í ályktun á síðasta landsfundi flokksins, sem fór fram í október 2017. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hyggst nú leggja fram breytingartillögu við samgönguáætlun sem inniber að veggjöld verði tekin upp um allt landi. Meirihlutann skipa þingmenn bæði úr Framsóknarflokki og Vinstri grænum, auk þess sem tillagan er unnin í nánu samráði við samgönguráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins.

Hafna gjaldtöku

Gengur gegn ályktunum flokksinsSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, gengur gegn ályktunum flokks síns með því að vinna að því að lögð verði á veggjöld.

Í málefnaályktun flokksþings Framsóknarmanna um samgöngumál kemur fram að útfæra þurfi nýjar tekjuleiðir sem endurspegli afnot af þjóðvegakerfinu og að eldsneytisskattar myndi áfram tekjugrunn samgangna á landi, og/eða að aksturstengd gjöld leysi þá af hólmi. Svo segir: „Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum.“

Í landsfundarályktun Vinstri grænna um samgöngumáli frá því í október á síðasta ári segir að Vinstri græn telji að vegakerfið skuli byggt upp og viðhaldið úr sameiginlegum sjóðum og „hafna hugmyndum um uppbyggingu grunnvegakerfis byggðri á vegatollum.“  

Í ályktuninni segir einnig að Vinstri græn „telja áherslur fráfarandi ríkisstjórnar í samgöngumálum forkastanlegar.“ Sú ríkisstjórn sem um ræðir var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Jón Gunnarsson sat þá sem samgönguráðherra og talaði af þunga fyrir því að tekið yrði á vanda vegakerfisins með því að taka upp veggjöld, einkum á leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þannig skipaði Jón starfshóp sem meta skyldi leiðir til uppbyggingar vegakerfisins. Sá starfshópur skilaði niðurstöðu í september á síðasta ári þar sem lagt var til að tekin yrðu upp veggjöld til að fjármagna uppbyggingu þriggja helstu þjóðvega landsins.

„Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum“

Ríkisstjórn flokkanna þriggja sprakk hins vegar vegna þess trúnaðarbrests sem Björt framtíð upplifði vegna upreistar æru málsins svokallaða. Að afloknum kosningum var mynduð ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Þar settist Sigurður Ingi sem fyrr segir í stól samgönguráðherra en Jón Gunnarsson átti sæti í umhverfis- og samgöngunefnd.

Eftir að Klausturmálið kom upp á dögunum tók Jón við sem formaður nefndarinnar eftir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, vék af þingi. Skömmu síðar var greint frá því að meirihluti nefndarinnar myndi leggja fram breytingartillögu við samgönguáætlun sem innibæri að teknir yrðu upp vegtollar á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngun landsins. Í umhverfis- og samgöngunefnd eiga sæti Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsóknarflokki og Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir úr Vinstri grænum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu