Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telur jaðarhópa hafa náð að eigna sér þjóðhátíðardag Pólverja

Hrafn­kell Lárus­son, doktorsnemi í sagn­fræði, fylgd­ist með há­tíð­ar­höld­um í Var­sjá í til­efni þjóð­há­tíð­ar­dags Pól­verja. Hon­um fannst sér alls ekki ógn­að en viss ónota­til­finn­ing hafi fylgt því að vera við­stadd­ur.

Telur jaðarhópa hafa náð að eigna sér þjóðhátíðardag Pólverja
Ein ganga Þrátt fyrir að aðgreining væri milli hópa í göngunni síðastliðinn sunnudag var engu að síður um eina göngu að ræða. Mynd: Kevin Reuning

„Stærstu tíðindin eru líklega hve vel og friðsamlega þessi ganga fór fram, öfugt við það sem fólk sem ég talaði við fyrir þjóðhátíðardaginn hafði óttast og þrátt fyrir hversu gríðalegt fjölmenni tók þátt,“ segir Hrafnkell Lárusson, doktorsnemi í sagnfræði, um hátíðargöngu í gegnum miðborg Varsjár síðastliðinn sunnudag í tilefni af því að 100 ár voru þá liðin frá því að Pólland endurheimti sjálfstæði sitt við lok fyrri heimstyrjaldarinnar. Hrafnkell er búsettur í Varsjá og hefur fylgst vel með pólskum stjórnmálum undanfarin misseri.

MannhafPólskir fánar voru mest áberandi í göngunni.

Fyrstu árin sem öfgaþjóðernissinnaðir hópar stóðu fyrir göngum á þjóðhátíðardaginn 11. nóvember voru þær róstursamar. Talsverðar áhyggjur voru uppi fyrir sunnudaginn um að göngunni myndi fylgja ofbeldi og að hún myndi ógna öryggi borgaranna. Þannig ráðlögðu sendiráð ýmissa erlendra ríkja í Varsjá, þar á meðal sendiráð Úkraínu, Bandaríkjanna og Kanada, ríkisborgurum sinna landa að halda sig frá miðborg Varsjár á sama tíma og gangan færi fram. Borgarstjóri Varsjár, sem lét af störfum síðastliðinn mánudag, bannaði gönguna þannig á miðvikudeginum áður en átti að ganga hana, með vísan til öryggis borgaranna og ofbeldisfullrar sögu göngunnar. Bent hefur verið á að á þeim tólf árum sem borgarstjórinn, Hanna Gronkiewicz-Waltz, sat í embætti hafði hún ekki séð ástæðu til að banna gönguna áður. En ákvörðun hennar nú olli reiði og endaði með dómsúrskurði þar sem gangan var heimiluð. Í millitíðinni skipulögðu pólsk stjórnvöld, með forsetann Andrzej Duda og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki í farabroddi, hins vegar aðra göngu sem ganga átti nákvæmlega sömu leið og þjóðernissinnar höfðu gengið síðustu ár, á sama tíma. Að mati Hrafnkels var það leið stjórnvalda til að friða þjóðernissinna.

Aðgreining milli hópa en um eina göngu að ræða

Hrafnkell bendir á að pólsk stjórnvöld hafi ekki komið að málinu fyrr en eftir tilraun borgarstjórans til að banna göngu þjóðernissinna. „Þótt forseti og forsætisráðherra hafi tekið þátt í göngunni var ekki svo að þeir marseruðu hönd í hönd með hörðustu þjóðernissinnunum og rasistunum. Gangan var gríðarlega stór, samkvæmt opinberum tölum tóku 250 þúsund manns þátt í henni, og það var ákveðin aðgreining milli hópa. En þetta er auðvitað ein ganga engu að síður.“

„Þátttaka forsetans og forsætisráðherrans hefur líklega verið liður í að friða þá.“

Venjulegir borgarar stærsti hópurinnOpinberar tölur segja að 250 þúsund manns hafi gengið um miðborg Varsjár á sunnudaginn. Stærsti hópurinn voru venjulegir Pólverjar.

Hrafnkell segir hinn mikla fjölda sem tók þátt í göngunni núna auðvitað hafa verið fyrst og fremst tilkominn vegna 100 ára afmælis fullveldisins. „Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þarna gengu voru venjulegir borgarar, meðal annars barnafólk. Það var fullt af fólki með krakka, jafnvel smábörn, bæði í göngunni og að fylgjast með. Hvað varðar fána og merki þá segja heimildir mínar mér að það hafi verið allt miklu hófstilltara í þessari göngu en þeirri sem var í fyrra, en þá var ég ekki viðstaddur. Nú var þetta mikið haf af pólskum fánum en inn á milli mátti greina fána einstakra róttækra þjóðernis- og öfgahægrisinnaðra hreyfinga. Þó mér, verandi útlendingur, fyndist mér ekki á neinn hátt ógnað með að vera viðstaddur gönguna fylgdi því samt viss ónotatilfinning.“

Þrúgandi andrúmsloftHrafnkell segir að sér hafi ekki fundist sem honum væri ógnað en engu að síður hefði verið óþægilegt að fylgjast með öfgasinnum ganga undir ýmsum fánum í gegnum Varsjá.

Samtal við stjórnvöld upphefð fyrir öfgamenn

Eins og fyrr segir telur Hrafnkell ánægjulegt að gangan hafi farið friðsamlega fram, þvert á það sem margir væntu. „Ég hugsa að ein ástæða þess að helstu öfgamennirnir voru nokkurn veginn stilltir hafi verið að þeir voru búnar að vinna sigur fyrirfram eftir þetta útspil borgarstjórans. Af því leiddi að þeir áttu í framhaldinu í samtali við stjórnvöld um tilhögun göngunnar sem er ákveðin upphefð fyrir þessar hreyfingar. Þátttaka forsetans og forsætisráðherrans hefur líklega verið liður í að friða þá. Það sem veldur mér og fleirum áhyggjum er hvernig öfgasinnaðir þjóðernissinnar, ekki bara pólskir, hafa yfirtekið þennan dag og fengið ákveðna blessun á tilveru sína með svo mikilli þátttöku þó svo að þessir hópar fái nær ekkert fylgi ef þeir bjóða fram í kosningum. Það hefur orðið ákveðin normalisering á þessum hópum. Hér virðist hafa gerst það sem kallað er á ensku „symbolic hijacking“, það er að hér hafa fámennir jaðarhópar náð að merkja sér og gera að sínum hátíðisdag sem er mikilvægur fyrir almenning. Dag sem væri eðlilegra að stjórnvöld og samtök sem endurspegla samfélagið með víðari hætti stæðu alfarið að skipulagningu á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgangur þjóðernishyggju

Sigrar pastelrasista í Svíþjóð: Fóru frá jaðrinum í ríkisstjórnarsamstarf
GreiningUppgangur þjóðernishyggju

Sigr­ar pastel­ras­ista í Sví­þjóð: Fóru frá jaðr­in­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starf

Ferða­lag sænska stjórn­mála­flokks­ins Sví­þjóð­ar­demó­krata frá því að vera jað­ar­flokk­ur í sænsk­um stjórn­mál­um yf­ir í að vera sam­starfs­flokk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ein­stakt seg­ir stjórn­mála­skýr­andi. Flokk­ur­inn hef­ur náð að straum­línu­laga sig og fjar­lægja sig frá nasískri og rasískri for­tíð sinni þannig að fimmti hver Svíi kýs nú flokk­inn.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár