Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar

Háskóli Íslands fær greiddar 236.500 krónur fyrir hverja líkamsrannsókn á hælisleitanda samkvæmt drögum að verksamningi skólans við Útlendingastofnun sem Stundin hefur undir höndum. Tannlæknadeild HÍ er þjónustuveitandi samkvæmt samningnum og munu tveir tannlæknar fá 100 þúsund krónur hvor fyrir hvern hælisleitanda sem er tanngreindur. Gert er ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið staðfesti samninginn og framkvæmd hans verði fjármögnuð „af fjárlagalið 06-399 Hælisleitendur sem er í umsjá ÚTL“. Eru drögin nú í umsagnarferli hjá jafnréttisnefnd og vísindasiðanefnd háskólans.

Í samningnum er ekki gert ráð fyrir fólk með sérþekkingu á andlegum og líkamlegum þroska barna, svo sem barnasálfræðingar og barnalæknar, komi að aldursgreiningunni heldur einungis tannlæknar. Þetta gengur gegn sjónarmiðum sem fjöldi alþjóðastofnana og samtaka hefur viðrað á undanförnum árum, meðal annars Evrópuráðsþingið, barnaréttardeild Evrópuráðsins, barnaréttarnefnd Saminuðu þjóðanna, UNICEF, Rauði krossinn og Stofnun Evrópusambandsins um aðstoð við hælisleitendur. Allir þessir aðilar hafa beint því til ríkja, ýmist í ályktunum, skýrslum eða leiðbeiningarreglum, að við framkvæmd aldursgreiningar skuli byggja á þverfaglegu og fjölbreyttu mati á andlegum og líkamlegum þroska, sjá t.d. hér, hér, hér og hér. Svo virðist sem verksamningsdrög Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands taki ekki mið af slíkum sjónarmiðum.

Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað gagnrýnt þá aðferðafræði sem íslensk útlendingayfirvöld beita við aldursgreiningu. Tanngreiningar á hælisleitendum eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“, þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og að óverjandi sé að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess. Bent hefur verið á að tannþroski fólks virðist frábrugðinn eftir því af hvaða stofni það er og við hvaða aðstæður það elst upp. 

Sú mikla óvissa sem tanngreiningarnar eru undirorpnar hefur þegar valdið barni sem sóttist eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi óþægindum. Stundin fjallaði um málið í fyrra, en þá hafði rúmlega 17 ára drengur verið sendur í tannrannsókn vegna þess að hann hafði framvísað persónuskilríkjum en ekki vegabréfi. Niðurstaða tanngreiningar var sú að drengurinn væri eldri en 18 ára. Það var ekki fyrr en drengurinn hafði fengið foreldra í heimalandi sínu til að senda sér útrunnið vegabréf ásamt fleiri skilríkjum og lögreglan yfirfarið skjölin sem Útlendingastofnun endurmat aldur drengsins. 

Upplýst samþykki barna?

Verksamningur HÍ og ÚTL vekur ýmsar spurningar. Samkvæmt 3. mgr. 26. gr. útlendingalaga skal „ávallt litið svo á við meðferð máls að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera undir lögaldri sé barn þar til annað kemur í ljós með aldursgreiningu eða á annan hátt“. Í vinnureglum Útlendingastofnunar um aldursgreiningar er sérstaklega áréttað að „stofnunin gengur út frá því að viðkomandi sé barn að aldri þar til og ef annað kemur í ljós á síðari stigum málsins“.  

Í 2. gr. draganna að verksamningi um aldursgreiningar milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar er sérstaklega tekið fram að tannlæknadeild HÍ skuli tryggja að „starfsfólk framfylgi ákvæðum laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997“. Í 27. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Hlífa ber börnum við ónauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum“. 

Samkvæmt 22. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru aðeins þeir sem eru sjálfráða samkvæmt ákvæðum lögræðislaga, þ.e. ekki börn heldur eldri en 18 ára, hæfir til að samþykkja þátttöku í vísindarannsókn. Vísindarannsóknir á börnum eru einungis heimilar að þröngum skilyrðum uppfylltum – skilyrðum sem ljóst er að ekki eru uppfyllt við líkamsrannsóknir til aldursgreiningar (þetta eru t.d. skilyrði um að forsjáraðili hafi veitt samþykki fyrir rannsókninni og að niðurstaða rannsóknar sé líkleg til að „bæta heilsu þátttakenda“).

Í 1. gr. verksamningsdraga Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands kemur fram að rannsókn skuli einungis fara fram „með upplýstu skriflegu samþykki“ hælisleitandans sem á í hlut. Í vísindasiðareglum skólans er sérstaklega fjallað um upplýst samþykki. Þar, rétt eins og í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, er aðeins gert ráð fyrir að fólk yfir lögræðisaldri sé fullfært um að veita upplýst samþykki.

Rektor segir tanngreiningar valkvæðar

Stundin sendi Jóni Atla Benediktssyni rektor fyrirspurn um samningsgerð Háskóla Íslands við Útlendingastofnun í september. Í svari sínu sagði Jón Atli að aldursgreining á tönnum væri „valkvæð og því óheimilt að þvinga viðkomandi til að gangast undir hana“. Stundin hefur undir höndum staðlaða boðun í tanngreiningu sem Útlendingastofnun hefur notast við. Þar segir meðal annars – aðeins á íslensku – að heimilt sé að neita því að gangast undir aldursgreiningu, en „neiti umsækjandi að gangast undir aldursgreiningu án fullnægjandi ástæðu getur það haft áhrif á trúverðugleika umsækjanda auk þess sem það getur orðið til þess að umsækjandi verði metinn fullorðinn“. Slíkt felur í sér réttindamissi, enda er réttarstaða fylgdarlausra barna undir 18 ára aldri mun sterkari en staða hælisleitenda sem eru eldri en 18 ára. 

Í boðunarbréfinu er tekið fram að synjun á hælisumsókn geti ekki byggt einvörðungu á því að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu. Er hælisleitendum veittur sá möguleiki að haka við eftirfarandi afstöðu: „Ég neita að gangast undir aldursgreiningu á tönnum og geri mér grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur á meðferð máls míns, synjun á umsókn um alþjóðlega vernd getur ekki byggst á því eingöngu að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu.“ Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í vísindasiðareglum Háskóla Íslands er lögð áhersla á að rannsakendur skuli forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur og gæta þess að fólk verði ekki fyrir skaða af þátttöku í rannsókn. Þátttakendur verði að geta tekið afstöðu „án utanaðkomandi þrýstings eða þvingana“ og rannsakendur skuli hafa hugfast að fólk sem tilheyri hópi í erfiðri stöðu sé ekki alltaf fært um að gæta hagsmuna sinna gagnvart rannsakendum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár