Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

HÍ og Útlendingastofnun stefna að samkomulagi um tanngreiningar – Stúdentaráð: „Með öllu ólíðandi“

Rektor seg­ir rann­sókn­irn­ar val­kvæð­ar en sam­kvæmt skjöl­um frá Út­lend­inga­stofn­un get­ur það haft íþyngj­andi af­leið­ing­ar fyr­ir hæl­is­leit­end­ur að hafna boð­un í tann­grein­ingu. „Ég tel tann­grein­ing­arn­ar stang­ast á við vís­inda­siða­regl­ur Há­skól­ans,“ seg­ir formað­ur Stúd­enta­ráðs.

HÍ og Útlendingastofnun stefna að samkomulagi um tanngreiningar – Stúdentaráð: „Með öllu ólíðandi“
Samið um tanngreiningar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að aðkoma skólans lúti að því að „tryggja eftir föngum að staðið sé faglega að slíkum aldursgreiningum“.

Háskóli Íslands og Útlendingastofnun vinna nú að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson rektor. „Leitað hefur verið til Háskólans og lýtur aðkoma skólans að því að að tryggja eftir föngum að staðið sé faglega að slíkum aldursgreiningum,“ segir hann í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Áður hefur tannlæknadeild HÍ framkvæmt tanngreiningar á fylgdarlausum ungmennum án þess að þjónustusamningur sé fyrir hendi, en þetta gæti breyst á næstu misserum. „Í því efni koma til athugunar vísindaleg og siðferðileg atriði. Háskólinn lítur ekki á þetta sem sérstakt hagsmunamál skólans, en hann starfar í þágu íslensks samfélags.“

Aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“. Þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og auk þess sé óverjandi að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess.  

Telur tanngreiningar á skjön við vísindasiðareglur

Mótfallin tanngreiningumElísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist sjálf þeirrar skoðunar að tanngreiningar á hæisleitendum eigi ekki að líðast innan veggja háskólans.

Nemendur í Stúdentaráði sem Stundin hefur rætt við eru hissa á því að háskólinn vilji taka þátt í starfseminni og leggja nafn sitt við hana. „Mín persónulega skoðun er sú að háskólinn eigi ekki að hafa neina aðkomu að þessu,“ sagði Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, í samtali við Stundina á dögunum. „Ég tel tanngreiningarnar stangast á við vísindasiðareglur Háskólans, aðferðin er mjög umdeild í fræðasamfélaginu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna sem og siðferðissjónarmiða. Það er erfitt að tala um val í tilfelli einstaklinga sem eru í jafn viðkvæmri stöðu og þessi hópur.“ 

„Aðferðin er mjög umdeild í fræðasamfélaginu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna sem og siðferðissjónarmiða“

Stúdentaráð fjallaði um málið í júní síðastliðnum og fékk kynningu frá Önnu Kristínu Blöndal Jóhannesdóttur, hjúkrunarfræðingi sem hefur gagnrýnt tanngreiningar harðlega og sent vísindasiðanefnd Háskóla Íslands erindi um málið. „Stúdentaráðsliðar voru á einu máli á þeim fundi um að þetta ætti ekki að líðast innan veggja háskólans,“ sagði Elísabet þegar Stundin ræddi við hana á dögunum. 

Nú í dag sendi Stúdentaráð frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ráðið leggist einróma gegn því að gerður verði þjónustusamningur við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á hælisleitendum. „Sömuleiðis harmar Stúdentaráð að Háskóli Íslands hafi haft aðkomu að aldursgreiningum hingað til án opinbers þjónustusamnings,“ segir í yfirlýsingunni. 

Rektor segir hælisleitendur hafa val

Í svari rektors við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að unnið hafi verið að undirbúningi „mögulegs samkomulags á milli Útlendingastofnunar og Háskólans um tiltekna þjónustu er varðar aldursgreiningu út frá tönnum“. Þetta sé eitt af þeim atriðum sem geti komið til skoðunar við mat Útlendingastofnunar á aldri einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eða dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Slík aldursgreining er valkvæð og því óheimilt að þvinga viðkomandi til að gangast undir hana. Vafi er metinn umsækjanda í hag,“ segir Jón Atli. 

Stundin hefur undir höndum staðlaða boðun í tanngreiningu sem Útlendingastofnun hefur notast við. Þar segir meðal annars – á íslensku – að heimilt sé að neita því að gangast undir aldursgreiningu, en „neiti umsækjandi að gangast undir aldursgreiningu án fullnægjandi ástæðu getur það haft áhrif á trúverðugleika umsækjanda auk þess sem það getur orðið til þess að umsækjandi verði metinn fullorðinn“. Slíkt felur í sér réttindamissi, enda er réttarstaða fylgdarlausra barna undir 18 ára aldri mun sterkari en staða hælisleitenda sem eru eldri en 18 ára. 

Höfnun hefur afleiðingar fyrir fólkið

Í boðunarbréfinu er tekið fram að synjun á hælisumsókn geti ekki byggst einvörðungu á því að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu. Er hælisleitendum veittur sá möguleiki að haka við eftirfarandi afstöðu: „Ég neita að gangast undir aldursgreiningu á tönnum og geri mér grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur á meðferð máls míns, synjun á umsókn um alþjóðlega vernd getur ekki byggst á því eingöngu að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu.“  

Í vísindasiðareglum Háskóla Íslands kemur meðal annars fram að rannsakendur skuli forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur og gæta þess að fólk verði ekki fyrir skaða af þátttöku í rannsókn. Þá verði þátttakendur að geta tekið afstöðu „án utanaðkomandi þrýstings eða þvingana“ enda sé upplýstu samþykki ætlað að „verja sjálfræði og mannhelgi þátttakenda“. Jafnframt verði rannsakendur að hafa hugfast að fólk sem tilheyrir hópi í erfiðri stöðu sé ekki alltaf fært um að gæta hagsmuna sinna gagnvart rannsakendum.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Stúdentaráðs í heild:

Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst einróma gegn því að gerður verði þjónustusamningur við Útlendingastofnum varðandi aldursgreiningar á hælisleitendum. Sömuleiðis harmar Stúdentaráð að Háskóli Íslands hafi haft aðkomu að aldursgreiningum hingað til án opinbers þjónustusamnings.

Forsaga málsins er sú að þrír einstaklingar, Elínborg Harpa, Anna Kristín og Eyrún Ólöf, nálguðust forseta Stúdentaráðs og óskuðu eftir að flytja erindi á Stúdentaráðsfundi um málefni hælisleitenda. Á fundi Stúdentaráðs 19. júní síðastliðinn fjallaði Anna Kristín Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur, um aðkomu Háskóla Íslands að aldursgreiningum á hælisleitendum. Hún greindi frá því þær hefðu fundað með rektor og fulltrúum úr vísindasiðanefnd Háskólans en þótti þeim fátt hafa verið um svör. Í kjölfar Stúdentaráðsfundar fóru forseti Stúdentaráðs, forseti sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs og Anna Kristín á fund með rektor, forseta heilbrigðisvísindasviðs og ráðgjafa rektors. Þar kom í ljós að verið væri að undirbúa mögulegan þjónustusamning við Útlendingastofnun og koma þessu málefni þannig í formlegri farveg.

Kaupandi þjónustunnar, Útlendingastofnun, nýtir meðal annars niðurstöður rannsóknanna sem eru framkvæmdar innan veggja Háskólans til að úrskurða um málefni hælisleitenda. Aldursgreiningar sem byggja á tannrannsóknum eru umdeildar í fræðasamfélaginu á heimsvísu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna rannsóknanna sem og siðferði þeirra. Því hefur verið haldið fram að rannsóknin sé valkvæð, en fyrir einstaklinga sem eru í jafn viðkvæmri stöðu og hælisleitendur er erfitt að tala um val, þar sem hinn möguleikinn er að vera vísað úr landi. Sömuleiðis er erfitt að fullyrða og ganga úr skugga um að upplýst samþykki liggi fyrir rannsókninni.

Útlendingastofnun hefur áður sagt að þau byggi úrskurð sinn um aldur ungra hælisleitenda nær eingöngu á þessum niðurstöðum frá Háskólanum, og þar af leiðandi hafa niðurstöðurnar áhrif á framvindu mála og afdrif umsækjenda um alþjóðlega vernd. Einnig hefur verið fjallað um að einstaklingar sem undirgangast þessar greiningar kunni að hljóta af þeim andlegan skaða.

Við Háskóla Íslands eru vísindasiðareglur í gildi sem voru samþykktar af háskólaráði árið 2014. Bendir Stúdentaráð sérstaklega á 1.2. gr. sem gerir kröfu til rannsakenda um að þeir forðist eftir fremsta megni að valda skaða og  „tryggi að ábata og byrði af rannsókn sé dreift af sanngirni og að þeir misnoti ekki aðstöðu sína gagnvart viðkvæmum einstaklingum. “ Jafnframt bendir Stúdentaráð á 2.3. gr. um skyldu til aðvalda ekki skaða:  „Rannsakendur skulu gæta þess að rannsóknin valdi þátttakendum ekki skaða, hvorki andlegum né líkamlegum, og skulu forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur .“ Í 2.15. gr. segir enn frekar:  „Rannsakendur skulu gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks sem tilheyrir hópi í erfiðri stöðu.“ Í reglunum er einnig lögð mikil áhersla á samþykki þátttakenda í rannsóknum.

Án þess að kafa dýpra í siðferðisleg sjónarmið telur Stúdentaráð jafnframt vert að benda á 2. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 um hlutverk háskóla en þar segir í 2. málslið:  „ Hann miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar.” Einnig bendir Stúdentaráð á 3.mgr. 2. gr. fyrrgreindra laga: „ Háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið.” Til skýringar á þessu ákvæði segir m.a. í frumvarpi laganna:  „ Þessu ákvæði er ætlað að tryggja að stjórnvöld eða aðrir hlutist ekki til um fræðilegt starf innan háskóla heldur virði rannsóknafrelsi og sjálfstæði þeirra í fræðilegu tilliti. Þeim verða ekki gefin fyrirmæli af hálfu stjórnvalda eða hagsmunaaðila um viðfangsefni, aðferðir og efnistök við kennslu, rannsóknir, þekkingarleit eða sköpun.”

Stúdentaráð telur að Háskóli Íslands sé fyrst og fremst menntastofnun. Háskóli Íslands hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á að styðja betur við fjölskyldur innflytjenda og gera menntun fyrir þann hóp aðgengilegri. Aðkoma Háskólans að tanngreiningum skýtur því skökku við í því samhengi.

Stúdentaráð leggst einróma gegn því að rannsóknir sem þessar séu stundaðar innan veggja Háskólans. Háskólinn hefur á undanförnum árum öðlast mikla alþjóðlega athygli, alþjóðlegir nemendur koma í auknum mæli til Íslands til að stunda nám við stofnunina og þar á meðal eru innflytjendur. Þessir einstaklingar, sem verið er að aldursgreina, geta orðið framtíðarstúdentar við stofnunina og Stúdentaráði er umhugað um gott orðspor Háskólans fyrir alla í samfélaginu, á alþjóðlegum vettvangi sem og jafnt aðgengi allra að skólanum. Stúdentaráð telur að það sé með öllu ólíðandi að verið sé að styðja við vísindarannsóknir innan Háskólans sem eru umdeildar, ónákvæmar og vekja upp spurningar um siðferðislegt eðli.

Stúdentaráð hvetur því Háskóla Íslands til þess að taka ekki þátt í slíkum aldursgreiningum, hvorki með beinum né óbeinum hætti né að þær séu framkvæmdar innan veggja Háskólans. Stúdentaráð hvetur þó Háskólann til dáða í áætlum sínum um aukinn stuðning við fjölskyldur innflytjenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár