Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Algjör lúxus að vera vegan í dag

Sunna Ben neydd­ist til að læra að elda eft­ir að hún missti alla lyst á dýra­af­urð­um og varð veg­an. Fram­boð­ið af veg­an mat var þá miklu tak­mark­aðra en það er í dag. Í dag seg­ir Sunna að það sé í raun lúx­us að vera veg­an, það sé alltaf að aukast fram­boð og úr­val­ið af veg­an mat og hrá­efni sé al­veg fullt.

Algjör lúxus að vera vegan í dag
Missti alla lyst á dýraafurðum Sunna Ben segir að eftir að hún las bókina Animal Liberation eftir Peter Singer árið 2016 hafi hún ekki getað hugsað sér að borða meiri dýraafurðir og hafi gerst vegan. Það hafi líka þýtt að hún hafi fengið áhuga á matseld og uppskriftum. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er búin að vera grænmetisæta í þrettán ár. Ég var vegan þegar ég var í háskóla, í svona eitt ár, en mér gekk það ekki nógu vel því ég kunni ekki alveg að elda vegan mat. Þannig að ég gafst upp á því og fór bara aftur í að vera grænmetisæta, borðaði meira að segja fisk og egg. Svo árið 2016 las ég bókina Animal Liberation eftir Peter Singer og hún hafði djúpstæð áhrif á mig. Eftir að hafa lesið hana missti ég alla lyst á dýraafurðum og ég bara gat ekki meir, mælirinn varð bara fullur.“

Eftir að Sunna varð vegan aftur segir hún að hún hafi fengið miklu meiri áhuga á mat, eldamennsku og uppskriftum. „Það var ekki hlaupið að því að finna skyndibita eða raunar bara hráefni í vegan mat. Það hefur reyndar breyst alveg gríðarlega á mjög stuttum tíma, það er alltaf að bætast við eitthvað nýtt og betra og heilmikið úrval af öllu. Það er algjör lúxus að vera grænmetisæta eða vegan í dag.“

Sunna heldur úti Facebook-síðunni Reykjavegan þar sem hún deilir uppskriftum og ráðum með fólki. Vegan matseld er þó bara áhugamálið hennar en Sunna starfar sem samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni, auk þess að vera myndlistarmaður og plötusnúður. „Þetta er bara ástríða. Upprunalega langaði mig að skrifa um hvað væri í boði á veitingastöðum í Reykjavík, vegan, en þegar ég ætlaði að byrja að taka myndir á veitingastöðum komst ég að því að það væri alltaf dimmt inni á þeim og yfirlýstar myndir henta ekki á samfélagsmiðlum. Þannig að ég fór að prófa að gera uppskriftir og það fékk svona góð viðbrögð að ég hef bara orðið að halda áfram að prófa nýtt og birta nýjar uppskriftir.“

1. Trópíkal sjeik

1 dós kókosmjólk

1 veglegur banani

1 tsk. Pure Pea prótein frá Pulsin (örugglega hægt að nota annað óbragðbætt prótein, en ég er mjög hrifin af þessari vöru)

Ca lúka frosinn ananas

5–8 frosin jarðarber

Lítil kreista af vanillustevíu/vanilludropum (ég er svolítið að nota stevíu þessa dagana. Ég er nefnilega ekki hrifin af sykri en er með einhverja sætuþrá og stevían virkar vel á hana án þess að tjúlla blóðsykurinn).

Öllum þessum huggulegheitum er vippað í öflugan blender í nokkrar mínútur og svo er bara að njóta! Ísí písí og sjúklega frískandi!

2. Djúsí pasta með Oumph!

Ég mæli með þessum næringarríka og fljótlega rétti hvenær sem er, hentar vel þegar maður vill gæðin og bragðið en ekkert vesen. Þetta er matur sem er frábært að nýta í nesti. Ég elda hann stundum á kvöldin til þess að eiga sem nesti í vinnuna næstu daga, hann svíkur aldrei.

Sósan/kássan:

1 pakki Oumph! „The Chunk“

1 flaska Biona Passata með basil

1/2 ferna af Yosi matreiðslurjóma 

1/2+ poki af uppáhalds frosna grænmetinu þá stundina (ég notaði 50/50 blöndu af ítalskri blöndu frá Gestus með gulum baunum og papriku og klassísku brokkólí, blómkáls- og gulrótarblöndunni frá Gestus – gott hvort í sínu lagi, gebbað saman)

1/2 poki af spínati (alltaf gott að nýta spínat sem er farið að eldast í alla svona rétti)

Nokkrir fallegir sveppir

Krydd: þetta er réttur þar sem mér finnst kryddin skipta öllu máli, ég er rosalegur kryddisti og trúi staðfastlega á „more is more“-regluna. Ég mæli með að hver og einn prófi sig áfram með sín uppáhaldskrydd og verið ófeimin við að dæla vel ofan í af öllu nema kannski saltinu, sem er óæskilegt. Í þetta sinn notaði ég: svartan pipar, Herbamare, hvítlauk, cayenne og Sonnentor „All good Conrad Calm“ blönduna sem er frábær í rétti með ítölsku ívafi.

 Borið fram með:

Kolvetni að ykkar vali. Ég nota oftast gróft pasta eða kryddað kúskús. Sennilega ekki síðra að nota quinoa, bygg eða hrísgrjón. Í þetta sinn ristuðum við líka brauð og skvettum ólífuolíu, Herbamare salti og svörtum pipar yfir, nomms!

Fersku grænmeti. Mér finnst avókadó ómissandi með pasta og tómatssósu, veit ekki hvernig stendur á því, en auk þess vorum við með blandað salat með.

Aðferð:

Það er alltaf best að byrja á að sjóða vatn, það er svo lúmskt tímafrekt, og steikja það sem þarf mestan tíma, þetta frosna. Oumph-ið fer á pönnuna um leið og vatnið er farið að sjóða og pastað (eða hvað sem ykkur finnst best) fer ofan í pott. Þegar Oumph-ið er aðeins farið að brúnast er frosna grænmetinu bætt út í og því leyft að brúnast með.

Meðan það er í gangi þvæ ég sveppi og spínat vel og bæti þeim út í þegar frosna stöffið er um það bil hálfnað í eldun.

Svo hræri ég vel í kássunni og leyfi öllu að mýkjast og blandast saman áður en ég sturta kryddinu yfir og hræri vel. Því næst bæti ég Passata flöskunni út í, hræri öllu saman og bæti svo Yosi matreiðslurjómanum við og hræri enn meira. Þessu leyfi ég að malla í svona 5 mínútur áður en ég úrskurða matinn tilbúinn.

Þá er bara að njóta! 

3. Tofu quiche

Það besta við þetta quiche er að það er jafn gott heitt og kalt, svo það nýtist sem nesti í marga daga, mikið uppáhald hjá mér síðan ég var í háskóla fyrir hundrað árum og endalaust mikil snilld!

1 kubbur tofu 

250–300 g spelt eða hveiti (ég notaði gróft spelt)

250 ml þykk plöntumjólk (ég nota soja)

1 pakki sveppir

1 poki spínat

2 hvítlauksgeirar

Ólífuolía

Krydd – ég notaði blandaðar þurrkaðar ítalskar jurtir í botninn og salt, pipar, cayenne og Best á allt í blönduna.

Fyrst er botninn undirbúinn. Í hann fer:

250 g spelt/hveiti að eigin vali

1 tsk. salt (ég notaði Herbamare)

1 tsk. þurrkaðar jurtir (t.d. oregano, pitsukrydd)

Ólífuolía, ca 4 msk., meira ef deigið verður stíft

1/2 bolli kalt vatn

Byrja á að blanda þurru efnunum saman, svo eru olíu og vatni hrært út í. Nonstick spreyi súðað í hringlaga form áður en deigið er hnoðað á hreinu yfirborði með hveiti þangað til áferðin verður ákjósanleg, ekki of klístruð, ekki of þurr. Þegar deigið er tilbúið er því rúllað út með kefli svo það passi ca í formið og það svo lagt ofan í. Hér er gott að muna að búa til kant upp hliðarnar á forminu til þess að bakan verði í viðráðanlegum sneiðum. Þetta er svo bakað í 10–15 mín. á 180° hita. Svo er formið tekið út og því leyft að kólna meðan fyllingin er undirbúin.

Svo er að gera fyllinguna. Byrjað á að skera hvítlauksgeirana í litla bita, hita pönnu og hella á hana olíu, steikja hvítlaukinn aðeins upp úr olíunni og bæta svo tofuinu út á og leyfa að malla aðeins. Því næst eru sveppir skornir í þunnar sneiðar og þeim bætt við, eftir nokkrar mínútur má svo bæta spínatinu út í og leyfa öllu að mýkjast, brúnast og hitna saman. Þegar tofu er orðið brúnað og sveppir og spínat mjúkt er gott að krydda (ég notaði herbamare salt, pipar, cayenne og Best á allt blöndu), leyfa því að steikjast smám saman og bæta svo við 250 ml sojamjólk og 2 msk. af spelti/hveiti og hræra vel. Þá er blöndunni aðeins leyft að þykkjast meðan hrært er í henni á pönnunni og svo má hella henni ofan í bökuna og skella forminu aftur inn í ofn í 25–30 mínútur, eða þar til fyllingin er orðin brúnuð og falleg. Vippa út úr ofni og njóta!

4. Einfaldar hafrakökur

2 þroskaðir bananar

Hálf stór krukka hnetusmjör (ca 175 g)

10–15 mjúkar lífrænar döðlur (fer eftir stærð)

2 msk. hlynsýróp (ég nota lífrænt frá Biozentrale)

1 tsk. kókosolía (þessu var ég að bæta við, heldur kökum lengur mjúkum)

2 bollar haframjöl

2–3 msk. rúsínur

Dass himalaya salt

Kanill eftir smekk (ég setti mjög mikið)

Best er að byrja á að hita ofn á 180° á yfir- og undirhita.

Því næst eru bananar og hnetusmjör maukað saman í matvinnsluvél. Þegar það er orðið vel blandað bæti ég döðlum og sýrópi út í og mauka aftur vel. Síðan koma hafrar, rúsínur, salt og kanill sem ég hræri út í með höndunum (það er svo gott upp á áferð að hafa hafra og rúsínur í heilu lagi).

Kökunum er svo komið fyrir á bökunarpappír á ofnskúffu (ég nota fjölnota bökunarpappír því náttúran er næs) og bakaðar í ca 30–40 mínútur, eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast fallega.

… Og svo er bara að standast freistinguna að borða þær allar í einu!

5. Bæjarins besta bananabrauð:

4–5 aldraðir bananar

3/4 bolli hrísmjólk

3/4 bolli fínmalað spelt

3/4 bolli fínmalaðir hafrar

2–3 msk. þurrkaður kókos

1 msk. mulin hörfræ (má sleppa)

1 tsk. vínsteinslyftiduft

1–2 msk. hnetusmjör (eftir smekk hér – en allir á mínu hemili eru hnetusmjörsfrík)

1–2 msk. söltuð sólblómafræ (má sleppa)

4 litlar döðlur

Vel af kanil, eða eftir smekk (ég elska kanil, set mikið)

Nokkrir vanilludropar

Rúsínur eftir smekk (aftur, ég set mikið en það má líka sleppa)

Á meðan öllu gumsinu er blandað saman forhita ég ofninn á 180°. Bananar og plöntumjólk fara fyrst í matvinnsluvélina (hún er ekki nauðsynleg, en áferðin verður alveg frábær!) og maukast saman í smá tíma, svo bætti ég þurrefnunum út í smám saman. Þegar deigið var orðið jafn þykkt og ég vildi spreyaði ég bökunarform með kókosolíu, skellti deiginu ofan í og í ofninn í dágóða stund, 25–30 mínútur ca, eða þar til hægt er að stinga hníf ofan í það og draga hann út án þess að hann komi út mjög klístraður.

Njótið vel!

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Líf mitt í fimm réttum

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár