Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um Bolsonaro: „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu“

Þrír áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um telja sig­ur fas­ist­ans Ja­ir Bol­son­aro í Bras­il­íu vera fyr­ir­sjá­an­legt andsvar við spill­ingu vinstrimanna. Efna­hags­stefn­an lofi góðu og þörf sé á hert­um refs­ing­um í Bras­il­íu.

Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um Bolsonaro: „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, eru sammála um að sigur hægriöfgamannsins Jair Bolsonaro í forsetakosningum Brasilíu megi rekja til spillingar vinstrimanna þar í landi og upplausnarástandsins sem skapaðist í stjórnartíð sósíalista í nágrannaríkinu Venesúela. Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, segir að brasilískir vinstrimenn hafi verið spilltir og veruleikafirrtir þegar kemur að efnahagsmálum. „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu, hefur skynsamlega efnahagsstefnu,“ skrifar Einar. Þessi orðaskipti birtast á Facebook-síðu Hannesar Hólmsteins þar sem rætt er um nýkjörinn forseta Brasilíu. 

Hlynntur pyntingum og vill fangelsa vinstrimenn 

Bolsonaro hefur líkt Brasilíumönnum af afrískum uppruna við búfénað, úthúðað minnihlutahópum, meðal annars samkynhneigðum og hælisleitendum, og heitið því að berja niður mótmæli og andóf í Brasilíu.

Þá hefur hann hvatt til þess að lögreglan fái ótakmarkar heimildir til að drepa glæpamenn og sagt að hrekja þurfi vinstrimenn úr landi eða fangelsa þá.

Athygli vakti árið 2014 þegar Bolsonaro sagði við þingkonu að hann myndi ekki nauðga henni, enda væri hún ekki þess verðug að vera nauðgað. Í kosningabaráttu sinni undanfarna mánuði beitti Bolsonaro ítrekað fasískri orðræðu og hvatti til ofbeldis gegn pólitískum andstæðingum og minnihlutahópum. Þá hefur hann sagst vilja leggja niður löggjafarsamkunduna og hverfa aftur til stjórnarfars í anda herforingjastjórnarinnar sem ríkti í landinu frá 1964 til 1985.

Hannes Hólmsteinn segir á Facebook að sér blöskri af hve mikilli vanþekkingu sé talað um brasilísk stjórnmál á Íslandi. Velgengni Bolsonaro megi fyrst og fremst rekja til þess að kjósendur hafni Verkamannaflokknum sem sé rammspilltur, enda hafi fyrrum forseti Brasilíu og formaður Verkamannaflokksins, Luiz Inácio Lula da Silva, verið fangelsaður fyrir mútubrot. 

Hannes segir að aðalráðgjafi Bolsonaro í efnahagsmálum, Paulo Guedes, sé mjög skynsamur maður. Guedes er hagfræðingur sem nam hjá Milton Friedman við Chicago-háskóla í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og gegndi svo prófessorsstöðu í Chile í stjórnartíð Augusto Pinochets. Hefur Guedes kallað eftir því að ráðist verði í harkalegan niðurskurð og einkavæðingu í Brasilíu auk þess sem komið verði á flötu skattkerfi.

Bolsonaro hefur lýst velþóknun á Pinochet, sem rændi völdum í Chile með aðstoð Bandaríkjastjórnar árið 1973 og lét drepa þúsundir pólitíska andstæðinga og pynta tugþúsundir um leið og hann innleiddi efnahagslega frjálshyggju þar í landi. Í nýjasta tölublaði The Economist er því velt upp hvort skeið Pinochetisma sé að renna upp í Brasilíu, þar sem stjórnlyndi og efnahagsleg frjálshyggja fari hönd í hönd. Pistlahöfundur blaðsins hefur vissar efasemdir um það. „Bolsonaro er ekki herforingi og reyndar var hann rekinn úr hernum fyrir agabrot árið 1988. Og hann er ekki sannfærandi frjálshyggjumaður í efnahagsmálum heldur korporatisti inni við beinið,“ segir The Economist. Engu að síður telur blaðið að Brasilíumenn geti gert sér vonir um hagvöxt næstu árin og að forsetinn haldi aftur af alræðistilhneigingum sínum. Ýmsar hættur séu þó fyrir hendi, einkum sú er felst í lýðræði án frjálslyndis (e. illiberal democracy), þar sem fjarar undan aðhaldi, réttlátri málsmeðferð og sanngjörnum leikreglum þótt áfram séu haldnar kosningar. 

Hannes vill herða refsingar í Brasilíu

Hannes Hólmsteinn greinir frá því á bloggsíðu sinni að nýlega hafi hann verið spurður að því á ráðstefnu í São Paulo hvaða ráð hann gæti gefið Brasilíumönnum. „Hann svaraði því til, að svo virtist sem þrjár nornir stæðu yfir höfuðsvörðum þessarar sundurleitu, suðrænu stórþjóðar, ofbeldi, spilling og fátækt. Brasilíumenn þyrftu að reka þessar nornir á brott, einbeita sér að koma á lögum og reglu, meðal annars með því að herða refsingar fyrir ofbeldisglæpi, og þá myndi tækifærum fátæks fólks til að brjótast í bjargálnir snarfjölga,“ skrifar Hannes. „Aðkomumönnum yrði starsýnt á hina ójöfnu tekjudreifingu í landinu. Ef til vill hefði auður sumra Brasilíumanna skapast í krafti sérréttinda og óeðlilegrar aðstöðu ólíkt því, sem gerðist í frjálsari hagkerfum, en reynslan sýndi, að hinir fátæku yrðu ekki ríkari við það, að hinir ríku yrðu fátækari. Happadrýgst væri að mynda skilyrði til þess, að hinir fátæku gætu orðið ríkari, en með aukinni samkeppni, sérstaklega á fjármagnsmarkaði, myndu hinir ríku þurfa að hafa sig alla við að halda auði sínum. Eitt lögmál hins frjálsa markaðar væri, að flónið og fjármagnið yrðu fljótt viðskila. Skriffinnska stæði líka brasilískum smáfyrirtækjum fyrir þrifum.“ 

„Vill hann stjórnarfar eins og í Venesúela?“

Fjörugar umræður um málið eiga sér stað á Facebook-síðu Hannesar. Andri Sigurðsson tölvunarfræðingur, bendir á að Jair Bolsonaro sé ekki barnanna bestur, styðji harðstjórn, pyntingar og morð án dóms og laga. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra bregst við og skrifar: „Hefur nágrennið við sósíalistana í Venesúela ekki áhrif á afstöðu Brasilíumanna? Einkennilegt þegar menn hafa þann veruleika fyrir framan sig skuli menn skrifa eins og Andri Sigurðsson hér að ofan. Vill hann stjórnarfar eins og í Venesúela?“ 

Vildu ekki að Brasilía yrði önnur Venesúela

Hannes bendir á að Bolsonaro hafi einmitt notfært sér upplausnarástandið í Venesúela í kosningabaráttunni, og spyrt Verkamannaflokk Brasilíu við Hugo Chavez, fyrrverandi forseta Venesúela. „Segja má, að kjósendur hafi sagt með þessum úrslitum: Við viljum ekki, að Brasilía verði önnur Venesúela,“ skrifar hann.

Noam Chomsky, málvísindaprófessor og heimsþekktur þjóðfélagsrýnir af vinstrivængnum, birti nýlega pistil þar sem hann fjallaði um stjórnmálaástandið í Brasilíu og hélt því fram að eins konar „mjúkt valdarán“ væri að eiga sér stað með pólitískum réttarhöldum og fangelsun Lula, vinsælasta stjórnmálamanns Brasilíu sem var bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Reuters lýsir Lula sem „fyrsta brasilíska stjórnmálamanninum af verkamannastétt sem rak velferðarstefnu sem lyfti milljónum upp úr fátækt í stærsta ríki Rómönsku Ameríku“ en margt bendir til þess að Lula hefði farið með sigur af hólmi ef hann hefði fengið að halda framboði sínu til streitu. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því að Lula fengi að bjóða sig fram og gagnrýndi brasilísk stjórnvöld harðlega fyrir að vega að pólitískum réttindum hans, en allt kom fyrir ekki.

Björn Bjarnason segir að umboð Bolsonaro sé ótvírætt. Ef kjör hans sé „kennt við valdarán en borið blak af stjórnarháttum í Venesúela ber það vott um að lenínisma og stalínisma megi enn verja í þágu sósíalismans“. 

Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen blandar sér í umræðurnar. Einar hefur áður vakið athygli fyrir sjónarmið sem ekki eru algeng á vettvangi íslenskra stjórnmála. Til að mynda hefur hann sagst vera stuðningsmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum og þess að reistur sé veggur við landamæri Mexíkó. Þá er hann andvígur Parísarsamkomulaginu sem hann kallar „gróðurhúsarugl“ og „algert svindl“.

Telur efnahagsstefnu Bolsonaro skynsamlegri

Einar lýsir ekki yfir stuðningi við Bolsonaro en virðist þó telja hann skömminni skárri heldur en vinstrimennina í Brasilíu. „Það voru margháttuð vöruskipti milli Brasílíu og Venesúela sem virtust vera bandamenn í draumi sínum um 21. aldar sósíalisma. Sem dæmi gaf Venezúela Brasilíu olíu í skiptum fyrir nautakjöt. Þetta hafði því miður þær afleiðingar að gera landbúnað í Venesúela óarðbæran og hann þurrkaðist út í gjöfulasta landi álfunnar enda búið að taka markaðsverðlagningu úr sambandi,“ skrifar hann. „Þetta var allt byggt á pólitískri draumsýn þannig að það var alveg vel til fundið að benda á að Verkamannaflokknum væri trúandi til að taka Brasilíu í sömu glötun enda leiðtogarnir spilltir og veruleikafyrrtir þegar kom að efnahagsmálum. Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu hefur skynsamlega efnahagsstefnu.“ 

Hæstaréttarlögmaður vill meiri hörku á Íslandi

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, hefur einnig tjáð sig um Bolsonaro á Facebook-síðu sinni. Hann kallar eftir því að Íslendingar taki sér Brasilíumenn til fyrirmyndar og hjóli í stjórnmálamenn og embættismenn. Þá vísar hann meðal annars til Braggamálsins í borginni og þess að ráðherrar „ráði til sín aðstoðarfólk að geðþótta“ en slíkt virðist hann líta á sem spillingu.

„Vonandi gengur nýjum forseta þar
í landi vel að uppræta spillinguna“

„Í Brasilíu hika löggæsluyfirvöld ekki við að hjóla í valdamikla stjórnmálamenn vegna afbrota þeirra og spillingar. Vonandi gengur nýjum forseta þar í landi vel að uppræta spillinguna,“ skrifar hann. „Er það í lagi að eyða hunduðum milljóna í bragga, að ráðherrar ráði til sín aðstoðarfólk að geðþótta, að yfirstétt hins opinbera stjórnmálamenn, ríkisforstjórar og háembættismenn taki sér launakjör sem eru margföld laun daglaunafólks. Er ekki kominn tími til að siðvæða íslensk stjórmál og koma þessu sjálftökuliði frá völdum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár