Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Und­ir­skrifta­söfn­un gegn hval­veið­um Ís­lend­inga bein­ist gegn „millj­óna­mær­ingn­um“ Kristjáni Lofts­syni. Ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ósam­mála um hvort leyfa beri veið­arn­ar.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Kristján með veiddu dýri Kristján Loftsson hefur verið gagnrýndur fyrir hvalveiðar síðustu mánuði. Mynd: Grapevine

Þriðjudaginn 18. september fór út fjöldapóstur til áskrifenda samtakanna Avaaz þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í undirskriftasöfnun gegn hvalveiðum Íslendinga. Söfnunin ber yfirskriftina „Stöðvið hvalaslátrarann“ og hefst á orðunum „Borgurum um allan heim finnst það hryllingur að Ísland stundi ennþá hvalveiðar. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og hætta að veiða hvali til frambúðar, og leiða frekar vernd fyrir hvalastofna um allan heim.“ 

Undirskriftin fer undir bréf sem stílað er á forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og allra meðlima ríkisstjórnar Íslands. 

Kristján Loftsson, aðalmaðurinn á bakvið fyrirtækið Hval ehf. er nafngreindur í bréfinu sem „síðasti maðurinn á plánetunni sem  veiðir langreyðar sér til gróða.“

„Þetta er sjúklegt. Þeir skutu hana með sprengjuskutli, hjuggu fóstrið úr henni og hentu því. Hún var ein af þeim 125 langreyðum í útrýmingarhættu sem milljónamæringurinn Kristján Loftsson hefur drepið í ár,“ stendur meðal annars í bréfinu. Þess ber að geta að langreyðar teljast ekki í útrýmingarhættu.

Undirskriftasöfnunin vísar til máls í ágúst þar sem samtökin Sea Sheperd náðu myndum af verkun á langreyð þar sem fóstur úr dýrinu var rifið út og hent í ruslið. Svo greinir The Mirror frá.

Ráðherrar ósammála um hvalveiðar

Reglugerðin sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári, en reglugerðin var sett árið 2014 af Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra. Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir miklum efasemdum um það hvort hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum í svari til Stundarinnar í júní síðastliðnum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, er ekki á sama máli og telur að það sama eigi að gilda um nýtingu hvala og annarra lifandi auðlinda hafsins. 

Hvalveiðar í erlendum fréttum

Stundin hefur áður fjallað um nýlegar veiðar Íslendinga á fágætum hvölum, og eru viðbrögð erlendra fjölmiða neikvæð í flestum tilfellum. 

Þá var mikið fjallað um Hval ehf. vegna dráps á hval þann 7. júlí síðastliðinn sem var talinn vera steypireyður, en tegundin er vernduð um heim allan. Efnafræðirannsóknir staðfestu samkvæmt Vísi að hvalurinn hafði verið blendingur langreyðar og steypireyðar, en slík tegund er ekki vernduð samkvæmt alþjóðlegum lögum.

Þegar frétt þessi er skrifuð er undirskriftarsöfnunin komin með 1.058.346 undirskriftir, og stendur markmiðið í 1,5 milljón undirskriftum. Bréfið má lesa í heild á heimasíðu Avaaz.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
6
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
8
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár