Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi með atvinnurekendum: Miklar launahækkanir kalla á vaxtahækkun „þannig að hér verði sam­drátt­ur“

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son sagði á fundi hjá Fé­lagi at­vinnu­rek­enda í morg­un að ef sam­ið yrði um álíka mikl­ar launa­hækk­an­ir í kom­andi kjaralotu og gert var ár­ið 2015 myndi Seðla­bank­inn lík­lega neyð­ast til að hækka vexti og fram­kalla slaka í hag­kerf­inu.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi með atvinnurekendum: Miklar launahækkanir kalla á vaxtahækkun „þannig að hér verði sam­drátt­ur“

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, var ómyrkur í máli á fundi hjá Félagi atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um horfur í efnahagsmálum. 

Fram kom í máli Þórarins að ef samið yrði um álíka miklar launahækkanir í komandi kjaralotu og gert var árið 2015 myndi Seðlabankinn líklega neyðast til að hækka vexti og framkalla slaka í hagkerfinu. Þeir orsakaþættir sem hindruðu að launahækkanir færu beint út í verðlagið árið 2015, t.d. innflutt verðhjöðnun, væru ekki fyrir hendi í dag.  

„Þá er í raun og veru bara eitt eft­ir og það er að búa til nógu mik­inn slaka í þjóðarbú­inu til þess að laun og verðlag byrji að lækka,“ er haft eftir Þórarni á Mbl.is þar sem vitnað er í erindi hans og umræður sem fram fóru á fundinum. „Það er eina tækið sem við höf­um að koma vöxt­un­um nógu mikið upp þannig hér verði sam­drátt­ur.“ 

Í glærum sem Þórarinn studdist við á fundinum bendir hann á að innflutningsverð hefur tekið að hækka eftir því sem áhrif gengishækkunar fjara út og alþjóðleg verðbólga eykst. Þá séu verðbólgu verðbólguvæntingar teknar að hækka á ný. 

Eins og Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, bendir á í skýrslu um komandi kjarasamninga bjuggust margir við því árið 2015 að verðbólga ykist í kjölfar almennra kjarasamninga. Það gerðist ekki, einkum vegna gengisstyrkingar og lægra innflutningsverðs í erlendum gjaldmiðli árin 2015 og 2016 sem lækkuðu verð á innflutningi mælt í krónum. 

„Gengishækkunin varð einkum vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna og einnig vegna þess að Seðlabankinn minnkaði kaup sín á erlendum gjaldeyri sumarið 2016. Launahækkanirnar og hækkun á gengi krónunnar höfðu samt þau áhrif að auka kostnað útflutningsatvinnuvega svo að samkeppnisstaða versnaði,“ skrifar Gylfi. „Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum muni fjölga ört á næstu árum, gengi krónunnar styrkjast og verðhjöðnun erlendis lækka verð á innfluttum vörum, þ.e. að verðmæti þjóðarframleiðslu aukist mikið. Þess vegna gæti verðbólga aukist ef samið yrði um miklar launahækkanir.“ 

Gylfi og Þórarinn G. Pétursson eru báðir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans sem hefur það lögbundna hlutverk að stuðla að stöðugu verðlagi. Athygli í fyrra þegar Þórarinn drakk úr bolla á blaðamannafundi þar sem blasti við mynd af Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna og áletrunin “What would Volcker do?” Volcker er einna þekktastur fyrir að hafa hækkað vexti yfir 20 prósent til að framkalla samdrátt og ná niður verðbólgu í byrjun níunda áratugarins. 

„Við segj­um að það sé í hönd­um annarra hver fórn­ar­kostnaður­inn verði til að halda verðbólgu­mark­miðum á næstu miss­er­um. Það eru rík­is­valdið og vinnu­markaður­inn,“ sagði Þórarinn á fundinum í dag og bætti því við að Seðlabank­an­um væri full al­vara með þessu tali, þó að það væri frek­ar óskemmti­legt, enda væri það lögbundið hlutverk bankans að halda aftur af verðbólgu og stuðla að verðstöðugleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
1
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
3
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
5
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
8
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
9
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
10
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár