Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
Breiðfylkingins Sleit viðræðum í síðustu viku. Viðræðurnar strönduðu vegna deilna um forsenduákvæði langtímakjarasamningsins Mynd: Golli

Breiðfylking félaga innan Alþýðusambands Ísland slitu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudag. Nýlega samþykkti trúnaðarráð VR áætlun þar sem samninganefnd félagsins fékk heimild til þess að ráðast í ýmsar aðgerðir, þar á meðal verkföll. Félög innan breiðfylkingarinnar munu funda í dag um sameiginlegar aðgerðir. Enn sem komið er hafa hin félögin ekki tjáð sig um afstöðu sína til hugsanlegra aðgerða.

Þetta er talsverður viðsnúningur frá þeim bjartsýna tóni sem einkenndi kjaraviðræðurnar fyrst um sinn. Rétt fyrir áramót í fyrra sendu sendu Samtök atvinnulífsins og samninganefnd breiðfylkingarinnar frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um samningsaðilar ætluðu að taka höndum saman um gerð langtímakjarasamninga til þess að „auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.

Til þess að ná þessum markmiðum voru félög breiðfylkingarinnar reiðubúin að sætta sig við hóflega launahækkun og Samtök atvinnulífsins voru fús til þess að styðja áskorun til fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins um halda aftur að sér í gjaldskrár- og verðhækkunum.

Stéttarfélögin gerðu einnig þá kröfu að ríkið kæmi til móts við launafólk með því að auka útgjöld til tilfærslukerfana, sérstaklega vaxta- og barnabótakerfin. Útgjöld sem voru verðmetin á bilinu 20 til 25 milljarða króna á ári. Einnig var gerð krafa um hækkun á húsaleigubótum og að komið verði á svokallaðri leigubremsu.

Áður en kjaraviðræðunum var slitið höfðu samningsaðilar náð að koma sér saman um launaliðinn. Samið var um að fara blandaða leið prósentu- og krónutöluhækkana. Sú leið fólst í því 3,25 prósent launahækkun á ári í þrjú ár og 3,5 prósent hækkun á fjórða ári. Launahækkunin þyrfti þó að lágmarki að vera 23.750 krónur.

Viðræðurnar sigldu í strand þegar þegar Samtök atvinnulífsins höfnuðu forsenduákvæðum sem samninganefnd breiðfylkingarinnar hafði lagt mikla áherslu á. Ákvæðin sem deilt var um snéru að þróun verðbólgu og vaxta.

Stéttarfélögin höfðu lagt til að ef verðbólga og vextir væru yfir ákveðnum talnalegum markmiðum mætti taka samninginn til endurskoðunar eða jafnvel segja honum upp. Til að mynda hefur komið fram að breiðfylkingin hafi lagt til að ef verðbólga yrði yfir sjö prósent árið 2025 mætti segja upp samningnum. 

Í viðræðunum komu Samtök atvinnulífsins fram aðrar tillögur að forsenduákvæðum og viðruðu sömuleiðis hugmyndir um að stofna svokallaða forsendunefnd. Talsmenn breiðfylkingarinnar gátu ekki fallist á þessar hugmyndir og sögðu forsenduviðmiðin vera óljósar og matskenndar.

Í samtali við Heimildina sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að forsendunefnd þjóni í raun engum tilgangi nema forsenduákvæði kjarasamningsins séu skýr og fastmótuð. „Það er tilgangslaust að hafa forsendunefnd ef hún hefur ekkert vald eða vægi.“

Blaðamaður Heimildarinnar hafði í kjölfarið samband við Sigríði Margrét Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og spurði um nánari upplýsingar um forsenduákvæðin sem samtökin hafi kynnt fyrir samninganefnd breiðfylkingarinnar áður en viðræðum var slitið.

Í samtali segir Sigríður það vera ranga túlkun að viðmiðin að baki tillögu Samtaka atvinnulífsins hafi verið óljós og matskennd. „Enda vorum við að horfa til tölusetts verðbólguferlis í þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands.“ 

Sigríður bætti við að Samtök atvinnulífsins hafi lagt til að stofnuð yrði forsendu- og launanefnd sem kæmi saman tvisvar yfir samningstímabilið. Fyrst í mars 2025 og síðar september 2026. Á fundum nefndanna væri farið yfir framvindu efnahagsmála og framgang sameiginlegu markmiðanna. En þessi atriði sem myndi upplýsa viðbragðsákvarðanir nefndarinnar hverju sinni.

Hins vegar ef nefndunum tækist ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um viðbragð sagði Sigríður að Samtök atvinnulífsins hafi lagt til við sjálfvirkt viðbragð tæki við. Ef nefndin kæmist ekki að niðurstöðu árið 2025 kæmi til sjálfkrafa kauptaxtaauki og ef nefndin kæmist aftur ekki að sameiginlegri niðurstöðu árið 2026 væri hægt að segja upp samningnum.

Eitt af forsenduákvæðunum sem deilt var um snýr að þróun stýrivaxta. Samninganefnd breiðfylkingarinnar setti fram talnalegt markmið um lækkun vaxta sem felur í sér endurskoðun eða uppsögn á samning ef vaxtalækkun yrði undir væntingum. 

Samið var um að slíkt ákvæði skyldi fylgja þegar lífskjarasamningarnir svonefndu voru undirritaðir vorið 2019. Í frétt Kjarnans frá því ári var greint frá því að forsendunefnd sem stofnuð var í kjölfar samninganna hafi meðal annars haft það verkefni fylgjast með lækkun stýrivaxta sem var ein af forsendum samningsins.

Hvergi var þó opinberlega gefið út hversu mikið vextir þyrftu að lækka til þess að forsendur héldu en Kjarninn sagði frá því að hliðarsamkomulag, svokallað skúffusamkomulag, hafi verið gert þar sem lagt var upp með að vextir þyrftu að lækka um 0,75 prósentustig fyrir september 2020. Við undirritun lífskjarasamningsins voru stýrivexti 4,5 prósent.

Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Samtök atvinnulífsins lýst sig mótfallin því að notast við viðmið um þróun stýrivaxta sem forsenduákvæði. Í samtali segir Sigríður að „[þ]að að gera stýrivexti að samningsatriði í kjarasamningum getur gert bankanum erfiðara fyrir að tryggja kaupmátt launa.“

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði í gær á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.

Samningsaðilum væri frjálst að setja hvað sem er í langtímakjarasamning. Ásgeir sagði þó að hann teldi heppilegra að slík ákvæði væru „breytur sem væru afleiðingar af kjarasamningum, kaupmáttur, verðbólga eða hagvöxtur.“

Ragnar Þór sagðist í samtali við Heimildina túlka þessi orð sem nokkurskonar viðurkenningu á því forsenduákvæði um vaxtarstig hafa ekki áhrif á sjálfstæði Seðlabankans og því sé samningsaðilum frjálst að setja slík ákvæði í samninginn. 

Sigríður Margrét lagði hins vegar áherslu á þá skoðun sem Ásgeir tjáði á fundinum um að honum þætti eðlilegra að ákvæðin tækju mið af öðrum þáttum. „Ég held almennt að þú eigir erfitt með að finna hagfræðing sem mæla sérstaklega með því að þetta viðmið verði notað sem forsenduákvæði. En meginástæðan fyrir því að við höfum ekki viljað hafa stýrivexti sem forsenduákvæði er vegna þess að slíkt ákvæði gæti einfaldlega gengið gegn hagsmunum launafólks,“ segir Sigríður.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár