Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgjaldaaukningin til spítalareksturs miklu minni heldur en Landspítalinn hefur metið nauðsynlega

Mik­il upp­bygg­ing framund­an í heil­brigð­is­mál­um en yf­ir­lýstri fjár­þörf Land­spít­al­ans ekki mætt.

Útgjaldaaukningin til spítalareksturs miklu minni heldur en Landspítalinn hefur metið nauðsynlega

Útgjöld vegna reksturs Landspítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 verða miklu lægri heldur en stjórnendur spítalans hafa lýst yfir að þurfi til að tryggja rekstrargrundvöll spítalans og bregðast við uppsöfnuðum vanda undanfarinna ára. 

Landspítalinn fær viðbótarfjárveitingu vegna reiknaðs raunvaxtar í veittri þjónustu upp á 1,1 milljarð. Rekstrarumfang fjármagnað með sértekjum hækkar um 638,8 milljónir og 840 milljóna fjárveiting vegna biðlistaaðgerða verður gerð varanleg. 250 milljónum verður bætt inn til að styrkja mönnun og bæta framleiðni og 200 milljónum til að efla göngudeildarþjónustu. Á móti kemur útgjaldalækkun um 335,5 milljónir króna „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um aðhald í útgjöldum ríkissjóðs“. 

Alls eru Landspítalanum ætluð rekstrarframlög upp á 69 milljarða árið 2019, rúmlega 4,6 milljörðum meira en í fyrra. Ofan á þetta bætist óskipt framlag ríkissjóðs til reksturs sjúkrahúsa, það er Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, upp á 2,3 milljarða, 100 milljónum hærra en samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs. 

Stjórnendur spítalans töldu 5,4
milljarða viðbót „algjört lágmark“

Þegar stjórnendur Landspítalans veittu umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í fyrra mátu þeir fjárþörf spítalans og komust að þeirri niðurstöðu að auka þyrfti rekstrarframlög um minnst 10 milljarða króna árið 2019 til að tryggja rekstrargrundvöllinn og mæta þeim áskorunum sem framundan eru. Slík viðbót væri nauðsynleg til styrkja mönnun, göngudeildir og vísindastarfsemi, stytta bið eftir þjónustu og bregðast við ábendingum eftirlitsaðila um það sem betur mætti fara í starfsemi spítalans. 

Fram kom að af þessum 10 milljörðum væru 5,4 milljarðar „algjört lágmark til að mæta fjárþörf í núverandi rekstri, halda í við eftirspurnaraukningu til ársins 2019, styrkja vísindastarf (sem lið í að tryggja mönnun) og bregðast við ábendingum eftirlitsaðila um gæða- og öryggismál“. Ljóst er að fyrirhuguð útgjaldaaukning ríkisstjórnarinnar vegna spítalareksturs á næsta ári mun ekki dekka þessa fjárþörf. 

Alls var viðbótarfjárþörf vegna reksturs, tækjakaupa og fjárfestinga í núverandi húsnæði spítalans – það er þegar litið er fram hjá kostnaði vegna framkvæmda og byggingar nýs sjúkrahúss á Landspítalalóðinni – metin á samtals 12,5 milljarða miðað við fjárlög yfirstandandi árs.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mun heildarútgjaldaaukningin til Landspítalans ekki einu sinni ná helmingnum af þessari upphæð. 

Talsverð útgjaldaaukning og uppbygging framundan

Ýmiss konar uppbygging er þó framundan á sviði heilbrigðismála. Munu framlög til málaflokksins aukast um alls 12,6 milljarða króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum.

Gert er ráð fyrir auknum framlögum upp á 4,5 milljarða til að hraða uppbyggingnu Landspítalans við Hringbraut. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast í haust og fullnaðarhönnun rannsóknahúss á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 milljónir.  

Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga. Framlög til heilsugæsluþjónustu aukast um 200 milljónir og framlög til heimahjúkrunar um 100 milljónir. Þá verður 70 milljónum varið í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Dregið verður úr greiðsluþátttöku sjúklinga með 400 milljóna viðbótarframlagi auk þess sem 500 milljónir króna bætast við vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. 

Í fjárlögum þessa árs voru veittar 400 milljónir króna til að styrkja rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 er miðað við að rekstrargrundvöllur þeirra verði styrktur varanlega með föstu framlagi sem þessu nemur. Þá munu framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma aukast um 440 milljónir króna og 100 milljónum króna verður varið til að fjölga dagdvalarrýmum.

Aukin framlög til reksturs til að mæta fjölgun hjúkrunarrýma eru áætluð rúmur einn milljarður króna en tekin verða í notkun 99 hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík og 40 rými á nýju heimili á Seltjarnarnesi.

Þriggja ára átaksverkefni um styttingu biðlista vegna tiltekinna aðgerða lýkur á þessu ári. Árleg framlög vegna þess hafa verið 840 milljónir króna. Með fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárhæð sem þessu nemur verði framvegis fastur liður á fjárlögum, þannig að aukning fjármuna til að vinna á löngum biðlistum sé varanleg.

Framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna. Þá verður 50 milljónum króna varið til að koma á fót neyslurými í Reykjavík fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æð þar sem þeir geta átt skjól og aðgang að hreinum nálaskiptabúnaði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárframlög til Landspítalans

Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“
Fréttir

Ráð­herra vill að Land­spít­al­inn hag­ræði meira - Spít­al­inn leið­rétt­ir full­yrð­ing­ar um „stór­auk­in út­gjöld“

Að sögn Land­spít­al­ans not­að­ist Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags­mála­ráð­herra við rang­ar töl­ur í við­tali við Morg­un­blað­ið, þar sem hann lýsti stór­aukn­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans. Ráð­herr­ann seg­ir að gera verði kröf­ur til stjórn­enda spít­al­ans, eins og stjórn­mála­manna, og seg­ir þá þurfa að hagræða.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
9
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu