Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Sam­kvæmt vef sýslu­manns rann rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams út 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ekki fást svör um hvort stað­ur­inn sé með bráða­birgða­leyfi. Eig­and­inn neit­ar að tjá sig um stöð­una og mál Kri­stýn­ar Králová.

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Rekstrarleyfi Hótels Adams rann út 11. nóvember í fyrra, en án slíks leyfis er rekstur fyrirtækis ólöglegur. Rekstrarleyfi eru bundin við leyfishafa, tilgreinda starfsemi og staðsetningu, en ekki er að finna neitt annað rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði á Skólavörðustíg 42 nema það útrunna fyrir Hótel Adam á vef sýslumanna þar sem birt er opinber skrá yfir slík rekstrarleyfi.

 

Stundin hefur enn ekki fengið staðfest hjá sýslumanni hvort Hótel Adam sé með bráðabirgðaleyfi. Reynsla Kristýnar Králová, fyrrverandi starfsmanns hótelsins, var forsíðuefni síðasta blaðs. Þar lýsti hún í smáatriðum hvernig Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, braut gegn réttindum hennar og laug að henni að hún væri ólöglegur innflytjandi.

Samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits, og lögreglu. Orðrétt segir þar: „Vinnueftirlit skal veita umsögn um aðstæður starfsmanna á þeim stað þar sem starfsemin er fyrirhuguð.“ Vinnueftirlitið hefur aðgang að skráningarkerfinu Finni sem verkalýðshreyfingarnar nota í vinnustaðaeftirliti sínu til að skrá kennitölur starfsmanna eða hvort þeir séu án kennitölu.

Í tilviki Hótels Adams hefur vinnueftirlitið því fullan aðgang að gögnum sem sýna að staðurinn var rekinn til margra mánaða með starfsmann í fullri vinnu sem var hvorki með vinnustaðaskírteini né kennitölu. Atvinnurekendum ber lagaleg skylda til að útvega starfsfólki kennitölu og vinnustaðaskirteini.

Samkvæmt Sigurði G. Hafstað, fagstjóra þinglýsinga- og leyfasviðs sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, er mismunandi hversu langan tíma það getur tekið að endurnýja rekstrarleyfi. „Það getur ráðist töluvert af aðstæðum hverju sinni og hugsanlegum annmörkum á umsóknum og skilyrðum umsagnaraðila,“ segir Sigurður. „Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi á meðan slík umsókn er til meðferðar sbr. 4. mgr. 10. gr. laganna. Í flestum tilvikum geta rekstraraðilar starfað áfram á grundvelli bráðabirgðarleyfis á meðan umsókn um endurnýjun er í lögbundnu umsagnarferli.“

„Það eru aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú“

 

Vildi ekki tjá sig við blaðamannRagnar Guðmundsson vildi ekki tjá sig við blaðamann um mál Kristýnu, kennitölur starfsmanna, eða rekstrarleyfi hótelsins.

Við úrvinnslu viðtalsins við Kristýnu mætti blaðamaður Stundarinnar á Hótel Adam og kynnti sig þar fyrir Ragnari sem var á tómu kaffihúsi hótelsins að horfa á fótboltaleik. Í fyrstu vildi Ragnar ekki kannast við mál Kristýnar, en svo sagði hann að hún færi ekki með rétt mál.

„Sko, það er ekkert rétt hjá henni,“ sagði Ragnar. Aðspurður um hvort hann hafi gefið henni kennitölu spurði hann á móti: „Hvað tengist það þér? Það hefur ekkert með kennitölur að gera… Hefur þú eitthvað með kennitölur að gera?“

Eftir það vildi Ragnar tjá sig lítið við blaðamann. „Það er ekkert að frétta af því. Ekkert að frétta.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann vildi ekki verja sig sagði hann: „Nei, ekkert. Ekkert að segja. Nei, nei, nei.“

Aðspurður hvort staðurinn væri með gilt rekstrarleyfi sagði Ragnar: „Það er ekkert að frétta. Það eru einhverjir aðrir sem skoða rekstrarleyfi en þú.“ Loks sagði hann: „Ég vil ekkert tala við þig. Það er ekkert að frétta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
10
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár