Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ekki víst að hert út­lendinga­stefna ríkis­stjórnarinnar standist lög

Í ný­legri reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra er kveð­ið á um for­gangs­röð­un sjón­ar­miða sem hvergi koma fram í lög­um né lög­skýr­ing­ar­gögn­um.

Ekki víst að hert út­lendinga­stefna ríkis­stjórnarinnar standist lög
Togstreita milli löggjafar- og framkvæmdavalds Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í Strassborg, veltir því upp hvort ákvæði í reglugerð dómsmálaráðherra þrengi svigrúm stjórnvalda til mats umfram lagastoð. Mynd: Stjórnarráðið

Hert útlendingastefna núverandi ríkisstjórnar kann að vera komin út fyrir þann ramma sem stjórnvöldum er markaður með lögum. Áhöld eru um hvort ákvæði í reglugerð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra frá 6. mars síðastliðnum standist lög eða feli í sér þrengingu umfram lagastoð á svigrúmi stjórnvalda til mats á því hvort hælisumsóknir skuli teknar til efnismeðferðar. 

Fjallað er ítarlega um Dyflinnarreglugerðina og framkvæmd íslenskra stjórnvalda í grein Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, doktorsnema við Strassborgarháskóla og fyrrum lögfræðings hjá Rauða krossinum, sem birtist í nýjasta hefti Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. 

Meginniðurstaða greinarinnar er sú að myndast hafi togstreita milli fyrirætlana löggjafans og framkvæmdar stjórnvalda við beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar. Meðan Alþingi geri breytingar sem miði að því að rýmka heimildir stjórnvalda til þess að taka hælisumsóknir til efnismeðferðar haldi stjórnvöld áfram að túlka útlendingalöggjöfina mjög þröngt. Reglugerð Sigríðar Andersen, sem samþykkt var sama dag og meirihluti þingmanna varði ráðherrann vantrausti, feli í sér þrengingu á túlkun 36. gr. útlendingalaga, jafnvel þrengingu umfram lagastoð. 

Stundin fjallaði ítarlega um reglugerðina í mars síðastliðnum, en í henni er því meðal annars slegið föstu að heilsufar hælisleitenda skuli hafi „takmarkað vægi“ nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt, til dæmis að þeir glími við „mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúk­dóm og meðferð við honum [sé] aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki“.

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega og benti á að hertu skilyrðin næðu bæði til fullorðinna og barna. „Þannig virðist vera gert ráð fyrir að börn sem eru haldin sjúkdómi sem ekki nær þeim alvarleikaþröskuldi að teljast skyndilegur og lífshættulegur skuli endursend til viðtökuríkis, jafnvel þó að foreldrar barnsins muni þurfa að greiða fyrir meðferð við sjúkdómnum í viðtökuríki, án þess að frekara mat fari fram á einstaklingsbundnum aðstæðum barnsins,“ segir í umsögn Rauða krossins.

Þegar fjallað var um reglugerð Sigríðar í fjölmiðlum birti dómsmálaráðuneytið fréttatilkynningu þar sem fullyrt var að í reglugerðinni væri að finna „almenn viðmið sem líta [bæri] til við meðferð mála og því ekki tæmandi talin þau tilvik sem stjórnvöldum ber eða er heimilt að líta til við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd í þeim tilvikum er Dyflinnarreglugerðin á við“. Þá kom fram að „hvert og eitt mál [væri] ávallt metið sérstaklega og stjórnvöldum látið eftir mat á vægi þeirra sjónarmiða sem fram koma í reglugerðinni“. 

Í grein sinni sem birtist í Úlfljóti bendir Arndís Anna hins vegar á að í reglugerðinni standi skýrum stöfum að stjórnvöldum beri að „leggja megináherslu á mikilvægi samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins og skilvirkni umsóknarferlisins“ auk þess sem vísað sé til til þess að sjónarmið um skilvirkni umsóknarferlisins endurspeglist í 47. reglugerðarinnar. 

Sigríður Á. Andersendómsmálaráðherra

„Eru stjórnvöldum hér beinlínis gefin fyrirmæli um forgangsröðun sjónarmiða, þar sem sjónarmiði sem hvergi kemur fram í lögum eða lögskýringargögnum – þ.e. um mikilvægi samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins – er skipað öðrum framar,“ skrifar Arndís. „Þvert á móti er í lögskýringargögnum lögð áhersla á einstaklingsbundið mat stjórnvalda á persónubundnum aðstæðum umsækjanda um alþjóðlega vernd og á vernd einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“

Í þessu samhengi vísar hún sérstaklega til úrskurðar kærunefndar útlendingamála frá 10. október 2017 en þar kom skýrt fram sú túlkun nefndarinnar að lögskýringargögn gæfu til kynna að „viðkvæm staða umsækjenda skuli hafa aukið vægi andspænis sjónarmiðum sem tengjast m.a. skilvirkni við meðferð umsókna og mikilvægis samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins“.

Sé fallist á þessa túlkun kærunefndarinnar á vilja löggjafans má leiða líkum að því að dómsmálaráðherra hafi ekki fylgt lögmætisreglu stjórnarskrárinnar við setningu reglugerðarinnar, þ.e. að stjórnvaldsfyrirmælin samræmist ekki þeim markmiðum og viðhorfum löggjafans sem lágu að baki lögunum sem reglugerðin byggir á.

Arndís fjallar sérstaklega um tvo meginþætti breytingarreglugerðarinnar frá 6. mars, annars vegar um túlkun á sérstökum ástæðum og hins vegar á þýðingu hagsmuna barns

Samkvæmt 2. mgr. 36. útlendingalaga ber stjórnvöldum að taka hælisumsókn til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Arndís bendir á að samkvæmt athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna er byggt á því að um einstaklingsbundna ákvörðun sé að ræða þannig að metið sé hvort varhugavert væri að senda tiltekinn hælisleitanda til annars ríkis samkvæmt ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar. Í öllum málum er varða endursendingar til þriðja lands skuli fara fram „ítarlegt mat á aðstæðum viðkomandi útlendings og aðstæðum og ástandi í móttökuríki“. Arndís vitnar líka í athugasemdir við frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem samþykkt var í fyrra en þar er áréttaður sá vilji löggjafans að „ávallt skuli taka til efnislegrar meðferðar umsóknir um alþjóðlega vernd ef umsækjandi er í sérstaklega viðkvæmri stöðu“. Hún telur ekki hægt að álykta annað af lögskýringargögnum en að markmið 2. mgr. 36. gr. laganna hafi verið að skylda stjórnvöld til að meta aðstæður umsækjenda í hverju einstöku tilviki, meta viðkvæma stöðu umsækjanda persónubundið í hverju máli fyrir sig, og að ef einstaklingur teljist í sérstaklega viðkvæmri stöðu skuli almennt taka umsóknina til efnismeðferðar. 

Bent er á að samkvæmt almennum lögskýringarreglum ber að túlka undantekningarheimildir í lögum þröngt og samkvæmt 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga er meginreglan sú að hælisumsókn skuli tekin til efnismeðferðar nema tilteknir stafliðir laganna eigi við og rétt þyki að beita þeim. Þótt lögin veiti stjórnvöldum heimild til að synja um efnismeðferð undir vissum kringumstæðum leggja þau jafnframt skyldu á stjórnvöld að taka umsóknir til efnismeðferðar við tilteknar aðstæður. Í reglugerð Sigríðar Andersen eru hins vegar hendur stjórnvalda bundnar og þeim gefin nokkuð nákvæm fyrirmæli um hvenær má og má ekki taka umsókn til efnislegrar meðferðar á grundvelli sérstakra aðstæðna. „Í ljósi þess sem fram er komið um þrönga túlkun undantekningarákvæða í lögum og um túlkun matskenndra reglugerðarheimilda leikur vafi á um hvort ákvæði 3. og 4. mgr. 32. gr. a reglugerðar um útlendinga þrengi svigrúm stjórnvalda til mats umfram lagastoð,“ skrifar Arndís. 

Arndís A. K. Gunnarsdóttirdoktorsnemi við Strassborgarháskóla en starfaði áður sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum

Í reglugerð Sigríðar er sérstaklega tekið fram að almenn viðmið reglugerðarinnar gildi einnig í málum barna. Þá er vikið að fylgdarlausum börnum og mælt fyrir um að „Útlendingastofnun [sé] heimilt að taka umsókn fylgdarlauss barns til efnislegrar meðferðar á grundvelli sérstakra ástæðna, samrýmist það hagsmunum þess og afstöðu. Hagsmuni fylgdarlauss barns ber m.a. að meta með hliðsjón af möguleikum barns til fjölskyldusameiningar, sbr. 8. gr. Dyflinnarreglugerðarinnar […]. Við mat á sérstökum ástæðum er heimilt að horfa til ungs aldurs viðkomandi sem náð hefur 18 ára aldri en sannanlega verið fylgdarlaust barn við komu til landsins“. 

Arndís bendir á að þarna eru settar reglur um heimildir stjórnvalda til að taka umsóknir fylgdarlausra barna til efnismeðferðar sem ganga skemur en ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar í þessum efnum, en í 8. gr. hennar er ábyrgðin á meðferð umsóknar barns í þeirri stöðu lögð á það ríki þar sem barnið er statt. „Er íslenskum stjórnvöldum því skylt að taka slíka umsókn til efnismeðferðar samkvæmt ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar. Verður því að telja þetta ákvæði reglugerðar um útlendinga hafa takmarkaða, ef nokkra, þýðingu við beitingu 36. gr. laga um útlendinga,“ skrifar Arndís. 

Þetta er athyglisvert í samhengi við ákvæði 32. gr. sömu reglugerðar sem áður var fjallað um, þar sem stjórnvöld eru skylduð til að „leggja megináherslu á mikilvægi samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins og skilvirkni umsóknarferlisins“. Þrátt fyrir þetta felur sama reglugerðin semsagt í sér ákvæði sem samræmast ekki Dyflinnarreglum um fylgdarlaus börn. 

Í reglugerð Sigríðar er þrengt að svigrúmi stjórnvalda til mats á því hvort heimilt sé að taka mál til efnismeðferðar á grundvelli tengsla umsækjanda við landsins. Þannig kemur fram að Útlendingastofnun sé heimilt að líta til tengsla á grundvelli fyrri dvalar ef umsækjandi hefur „áður verið með útgefið dvalarleyfi hér á landi í eitt ár eða lengur“, en þó ekki ef umsækjandi hefur „dvalist erlendis lengur en 18 mánuði samfellt frá útgáfu síðasta dvalarleyfis“ nema tengslin séu „mjög sterk“. 

Arndís bendir á að í athugasemdum við frumvarp til útlendingalaga er ekki gert ráð fyrir svo ströngu mati. „Þar segir um sérstök tengsl að þau geti átt við í tilfellum þar sem tengsl eru ríkari en við viðtökuland, svo sem vegna fyrri dvalar. Ekki er þar gerð nein krafa um dvalarleyfi eða lágmarksgildistíma. Vaknar því enn upp sú spurning hvort ákvæði breytingarreglugerðarinnar hafi næga lagastoð,“ skrifar hún.

Í niðurstöðukafla greinarinnar kemur fram að svo virðist sem löggjafinn hafi gert nokkrar tilraunir til að víkka út gildissvið 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og samsvarandi ákvæði í eldri lögum. Hins vegar séu stjórnvöld almennt hikandi við beitingu þessara heimilda og hafi tilhneigingu til að beita þeim þröngt. Þó hafi á allra síðustu misserum orðið þróun í aðra átt. Þeirri þróun hafi að nokkru leyti verið snúið við með setningu nýrrar reglugerðar Sigríðar Andersen um túlkun og beitingu 2. mgr. og 36. gr. útlendingalaga. Enn eigi þó eftir að reyna á bæði túlkun og lagastoð reglugerðarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
2
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
3
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
8
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár