Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirvöld segja tafir lögreglu vera hælisleitandanum að kenna

Abbas Ali fær ekki efn­is­með­ferð á Ís­landi þótt liðn­ir séu meira en 12 mán­uð­ir síð­an hann sótti um hæli. Stjórn­völd kenna hon­um sjálf­um um lang­dregna lög­reglu­rann­sókn á meintu skjalafalsi þótt eng­in dómsnið­ur­staða um sekt hans liggi fyr­ir.

Yfirvöld segja tafir lögreglu vera hælisleitandanum að kenna
Yfirvöld á Íslandi trúa því ekki að Abbas Ali hafi verið barn þegar hann kom til Íslands í fyrra. Mynd: Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir

Abbas Ali, afganskur ríkisborgari á tvítugsaldri, verður sendur til Noregs og neitað um efnislega meðferð hér á landi þrátt fyrir að meira en ár sé liðið síðan hann sótti um hæli á Íslandi. 

Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni um endurupptöku málsins þann 7. júní síðastliðinn og komst að þeirri niðurstöðu að það væri manninum sjálfum að kenna að ekki hefði tekist að flytja hann úr landi innan 12 mánaða. 

Samkvæmt 36. gr. útlendingalaga ber íslenskum stjórnvöldum að taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef liðið er ár frá því að umsóknin var lögð fram og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. 

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála telja að með því að leggja fram fæðingarvottorð sem lögreglan álítur falsað hafi Abbas Ali sjálfur valdið töfunum. 

Gildir þá einu að rannsókn málsins hjá lögreglu hefur tekið marga mánuði, að Abbas hefur ekki verið dæmdur fyrir skjalafals og að leyfi fékkst til að flytja hann úr landi 9 dögum áður en 12 mánaða fresturinn rann út. Abbas var ekki fluttur út á því tímabili, en fram kom í sameiginlegu svari Útlendingastofnunar og stoðdeildarinnar að „starfsmenn stoðdeildar [hefðu] verið þéttbókaðir á umræddu tímabili í öðrum fyrirfram ákveðnum flutningum sem ekki hafi verið hægt að hrófla við“. 

Abbas Ali hefur þegar fengið lokasynjun í máli sínu í Noregi. Þaðan bíður hans endursending til Kabúl í Afganistan þar sem hann á enga aðstandendur, enda flúði fjölskyldan hans til Pakistans þegar hann var ungabarn. 

„Fyrir liggur að umsækjandi er Hazari sem ólst upp sem ólöglegur flóttamaður í Pakistan og hefur engin tengsl við Afganistan, hvorki heimahérað sitt né Kabúl,“ segir í andmælabréfi Sigurlaugar Soffíu Friðþjófsdóttur, lögfræðings Rauða krossins, sem sinnir réttargæslu fyrir Abbas.

Telur rökstuðning yfirvalda mótsagnakenndan

Sigurlaug bendir á að hingað til hafi hælisleitendur aðeins verið taldir bera ábyrgð á töfum í tilvikum þar sem þeir fara í felur undir rekstri máls, koma sér ítrekað undan því að mæta til viðtals hjá Útlendingastofnun eða beita blekkingum. „Ekkert slíkt á við í máli umsækjanda [Abbas Ali]. Það hversu langan tíma stjórnvöld þurfa til að undirbúa framkvæmd hefur, eðli málsins samkvæmt, ekkert með umsækjanda eða athafnir hans að gera.“ 

Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttirlögfræðingur hjá Rauða krossinum sinnir réttargæslu fyrir Abbas Ali

Hún mótmælir því að annir hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra geti talist til tafa af völdum umsækjanda og bendir á að í svörum Útlendingastofnunar gæti mótsagna. „Stofnunin veitir þær skýringar að ástæða þess að flutningur hafi ekki farið fram fyrr hafi verið vegna opinna mála hjá lögreglu og því telji stofnunin ljóst að umsækjandi hafi tafið málið í skilningi 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. útl. Í síðara svari frá stofnuninni kemur hins vegar fram að leyfi til flutnings hafi fengist þrátt fyrir að rannsókn málsins væri enn ólokið.“ 

Sigurlaug segir mál er varðar meinta fölsun á fæðingarvottorði hafa verið til rannsóknar lögreglu í tæpa sex mánuði. „Á þessum tíma hefur umsækjandi að eigin sögn aldrei verið kallaður til skýrslutöku eða fengið tilkynningu um að hann sé grunaður um refsiverða háttsemi í tengslum við framlagningu umrædds vottorðs.“  Telur hún að með því að láta umsækjanda gjalda fyrir tafirnar sé brotið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé einkar alvarlegt í ljósi þeirra afleiðinga sem drátturinn hafi fyrir umsækjandann í þessu máli. 

„Hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að umrætt fæðingarvottorð sé í raun og veru falsað. Leikur því vafi á sekt umsækjanda í umræddu máli. Í öðru lagi verður ekki séð að umsækjandi hafi tafið rannsókn málsins á nokkurn hátt eða getað haft áhrif á rannsókn þess. Umsækjandi verður ekki látinn gjalda þess að rannsókn lögreglu hefur dregist. Í þriðja lagi liggur fyrir að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafði níu daga til þess að flytja umsækjanda úr landi eftir að leyfi um flutning var veitt. Undirrituð telur í ljósi þessa og þess að íþyngjandi heimildir beri að skýra þröngt að óheimilt sé að synja umsækjanda um endurupptöku og efnismeðferð á þeim grundvelli að hann hafi sjálfur borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu umsóknar sinnar.“

Kærunefndin segir Abbas hafa „sett
af stað atburðarás“ sem olli töfum

Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, þar sem beiðni um endurupptöku er hafnað, fjallar kærunefnd útlendingamála með mjög takmörkuðum hætti um þær röksemdir sem hér voru raktar. Kærunefndin kennir Abbas Ali sjálfum um þann drátt sem varð á brottflutningi hans. 

Sagðist ekki vera orðinn 18 áraAbbas sagðist vera 17 ára og 5 mánaða þegar hann kom til Íslands en yfirvöld trúa honum ekki.

„Með því að leggja fram skjal í tengslum við kærumál sitt sem reyndist breytifalsað setti kærandi af stað atburðarás sem meðal annars fól í sér tiltekin viðbrögð stjórnvalda innan refsivörslukerfisins. Afleiðingar þeirrar atburðarásar voru tafir á flutningi kæranda til viðtökuríkis. Með því að hrinda af stað þessari atburðarás ber kærandi ábyrgð á þeim töfum sem af henni leiddu, enda hefur ekki verið sýnt fram á að viðbrögð stjórnvalda við framlagningu skjalsins, greining stjórnvalda á skjalinu og rannsókn málsins hafi verið óforsvaranleg í ljósi aðstæðna og athafna kæranda,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar um beiðni Abbas Ali um endurupptöku.

„Nefndin telur það ótæka túlkun á 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga að kærandi geti, vegna framlagningar breytifalsaðs skjals á meðan mál hans var til afgreiðslu hjá kærunefnd og þeirra tafa sem það leiddi til, öðlast betri rétt en hann hefði notið ef hið breytifalsaða skjal hefði ekki verið lagt fram. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að óeðlilegar tafir hafi orðið á flutningi kæranda til viðtökuríkis eftir að ljóst var að flytja mátti kæranda til viðtökuríkis. Það er mat kærunefndar í ljósi alls ofangreinds að tafir sem urðu á framkvæmd úrskurðar kærunefndar í máli kæranda séu á ábyrgð kæranda sjálfs. Af því leiðir að skilyrði 2. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga fyrir því að umsókn kæranda verði tekin til efnismeðferðar eru ekki uppfyllt.“ 

Ekki hægt að slá því föstu að vottorðið sé falsað

Fram kom í fréttatilkynningu frá hópnum Ekki fleiri brottvísanir á dögunum að Abbas Ali hefði tekist með erfiðismunum og aðstoð fjölskyldu sinnar að fá fæðingarvottorð sent frá Afganistan. Í tilkynningunni segir meðal annars:

Þegar það barst til Íslands neitaði Útlendingastofnun að taka það trúanlegt, framkvæmdi á honum tanngreiningu, og sagði hann vera nítján ára gamlan, fæðingarvottorðið hlyti að vera falsað. „Ég bað þau þá um að gefa mér það aftur,“ segir Abbas. „Kannski er það fals fyrir þeim, en það er ekki fals fyrir mér. Ég þarf það ef þau ætla að senda mig til baka. En þau hafa neitað að gefa mér það. 

„Kannski er það fals fyrir þeim,
en það er ekki fals fyrir mér“

Talsmaður Abbasar hjá Rauða krossinum hefur bent á að ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að umrætt fæðingarvottorð sé falsað. Því leiki vafi á sekt umsækjandans, en engu að síður sé honum sjálfum kennt um að lögregla hafi tekið sér marga mánuði í að rannsaka gildi skjalsins. 

Abbas Ali var tanngreindur af tannlæknadeild Háskóla Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu að hann væri eldri en 18 ára. Uppgefinn aldur, 17 ár og fimm mánuðir, gæti ekki staðist.

Eins og Stundin hefur áður fjallað um hafa tanngreiningar verið gagnrýndar harðlega, meðal annars af samtökum breskra tannlækna sem telja þær ómannúðlegar og mjög ónákvæmar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár