Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Af ný­legri réttar­fram­kvæmd EFTA-dóm­stóls­ins og Evr­ópu­dóm­stóls­ins má ráða að dómsúr­lausn­ir dóm­ara sem skip­að­ir hafa ver­ið í trássi við lög og regl­ur telj­ist dauð­ur bók­staf­ur.

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari getur ekki með réttu talist handhafi dómsvalds, enda var hún skipuð samkvæmt geðþótta Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við lög.

Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns í Hæstarétti í dag þar sem tekist var á um hvort Arnfríður Einarsdóttir hefði verið bær til þess að taka sæti í dómi Landsréttar í máli skjólstæðings Vilhjálms í ljósi þess að dómsmálaráðherra fór ekki að lögum þegar hún skipaði Arnfríði sem dómara.

Áður hafði Landsréttur hafnað kröfu Vilhjálms um að Arnfríður viki sæti vegna vanhæfis og Hæstiréttur vísað kröfunni frá. Eftir að dómur Landsréttar féll í málinu, sem snýst um umferðarlagabrot og brot á reynslulausn, sótti Vilhjálmur um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leyfið var veitt og fór aðalmeðferð fram í dag fyrir fjölskipuðum dómi. 

Jón H. B. Snorrason saksóknari benti á það í ræðu sinni að lítill munur hefði verið á þeirri einkunn sem Arnfríður fékk og einkunn hinna fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta.

Þá vísaði hann því alfarið á bug að skipun Arnfríðar hefði haft eitthvað með pólitísk tengsl eiginmanns hennar við dómsmálaráðherra að gera, en Arnfríður er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 

Traust almennings til dómskerfisins í húfi

„Það að stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar, tiltekinn þingmeirihluti, sitjandi ríkisstjórn eða einstakur ráðherra kunni að eiga hönk upp í bakið á ákveðnum dómurum grefur undan sjálfstæði þeirra og getur með réttu veikt tiltrú almennings á dómskerfinu,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson í ræðu sinni. „Það er því lykilatriði að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að fagleg hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti ráði því hverjir veljast til dómarastarfa en ekki stjórnmálaskoðanir og pólitísk tengsl viðkomandi umsækjanda eða geðþótti dómsmálaráðherra.“ Benti hann á að ellegar væri ekki aðeins vegið að sjálfstæði dómstóla heldur einnig trausti almennings á dómstólum og rétti sakaðra manna til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum dómstóli sem skipaður er með lögum. 

Sem kunnugt er komust Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu í fyrra að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, við skipun Landsréttardómara og þannig ekki sýnt fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna til starfans. Fyrir vikið hefur tveimur umsækjendum sem gengið var framhjá verið dæmdar miskabætur. 

„Málsmeðferðin við skipan Arnfríðar fól því bæði í sér brot á lögum nr. 50/2016 um dómstóla og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þá var tillaga dómsmálaráðherra um skipan Arnfríðar í embætti í andstöðu við hina óskráðu meginreglu í íslenskum rétti að stjórnvaldi beri að skipa hæfasta umsækjandann,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni í dag. „Af öllu framansögðu er ljóst að skipun Arnfríðar í embætti var ekki í samræmi við lög eins og er fortakslaust skilyrði 59. gr. stjórnarskrár og 2. málsliðar 1. mgr. 6.gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“

Evrópudómstóllinn ómerkti dóm ólöglega skipaðs dómara

Hann vísaði til ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli og benti á nýlega evrópska dómaframkvæmd þar sem hnykkt hefur verið á mikilvægi þess að lögmætum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipun dómara.  

„Í ákvörðun EFTA-dómstólsins frá 14. febrúar 2017 í máli nr. E-21/2016 kemur meðal annars fram að af kröfunni um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla leiði að gera verði strangar kröfur til þess að réttum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipan dómara. Af ákvörðuninni má ráða að annmarki á málsmeðferð við skipun dómara hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að dómurinn teldist ekki rétt skipaður ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að bætt var úr annmarkanum áður en ákvörðunin var tekin. Í dómi Evrópudómstólsins 23. janúar 2018 í máli nr. T-639/16 P þar sem meðal annars er vísað til ofangreindrar ákvörðunar EFTA-dómstólsins og dómaframkvæmdar mannréttindadómstóls Evrópu, var ómerktur dómur sem kveðinn var upp af dómara við starfsmannadómstól bandalagsins þar sem ekki hafði verið gætt réttra málsmeðferðarreglna við skipan viðkomandi dómara.“

Að mati Vilhjálms má draga þá ályktun af fyrrnefndum dómum að ef skipan dómara sé ólögmæt þá sé viðkomandi dómari ekki með réttu handhafi dómsvalds og dómsúrlausnir dóms sem hann skipar teljist þar með dauður bókstafur. „Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017 verður ekki annað ráðið að sama eigi við um hinn áfrýjaða dóm Landsréttar í máli nr. 6/2018 og því ber að taka aðalkröfu ákærða til greina og ómerkja hinn áfrýjaða dóm,“ sagði hann.

Lagði fram gögn sem sýna ásetning ráðherra

Vilhjálmur lagði fyrir Hæstarétt gögn úr dómsmálaráðuneytinu sem Stundin fjallaði um með ítarlegum hætti þann 22. janúar síðastliðinn. Gögnin sýna hvernig sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu gerðu athugasemdir við rökstuðning ráðherra þegar unnið var að tillögu til Alþingis um skipun Landsréttardómara og bentu ítrekað á að málsmeðferðin væri ófullnægjandi með tilliti til meginreglna stjórnsýslulaga. Sigríður Andersen var upplýst um að ef hún hygðist víkja frá hæfnismati dómnefndar við skipun Landsréttardómara með lögmætum hætti þyrfti hún að gera sjálfstæðan samanburð á hæfni þeirra umsækjenda sem yrði gengið framhjá og hæfni hinna sem skipaðir yrðu í staðinn. Ráðherra hunsaði þessar athugasemdir og lét undir höfuð leggjast að framkvæma ítarlega rannsókn á hæfni umsækjenda. Eins og síðar kom í ljós braut ráðherra þannig lög og bakaði ríkinu miskabótaskyldu gagnvart umsækjendum sem gengið var framhjá.

„Við mat á því hvort dómstóll uppfylli skilyrði um sjálfstæði í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu þarf meðal annars að kanna fyrirkomulag skipunar dómara við dómstólinn sem og að leggja mat á hvort dómstóll hafi almennt þá ásýnd að hann sé sjálfstæður. Svo er ekki í máli ákærða, enda skipaði dómsmálaráðherra Arnfríði samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við stjórnsýslulög, meginreglur laga um að velja bera hæfasta umsækjandann og lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Arnfríður er því ekki með réttu handhafi dómsvalds og var því ekki bær til þess að taka sæti í dómi Landsréttar í máli ákærða og dæma málið. Því ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur heim í Landsrétt til réttrar og löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ sagði Vilhjálmur. Hann benti á að löggjafar- og framkvæmdarvaldið hefðu brotið gegn lögum og þannig brugðist skyldum sínum við skipun dómara við Landsrétt. „Það er hlutverk dómstóla að eftirlit með öðrum handhöfum ríkisvaldsins, leggja dóm á embættisverk þeirra og standa þannig vörð um réttarríkið. Það verður ekki gert nema með sjálfstæðum, óhlutdrægum og óvilhöllum dómstólum, sem skipaðir eru samkvæmt lögum.“


Fyrirvari: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
5
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
8
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
9
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Námsgögn í framhaldsskólum
10
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár