Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samskipti við erlend ríki ástæða trúnaðar um mál Hauks

Í minn­is­blaði til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um mál­efni Hauks Hilm­ars­son­ar eru upp­lýs­ing­ar um sam­skipti við er­lend ríki og fjöl­þjóða­stofn­an­ir. Ekki hægt að birta þau sam­skipti án þess að fyr­ir­gera trún­aði að mati ráðu­neyt­is­ins.

Samskipti við erlend ríki ástæða trúnaðar um mál Hauks
Engar nýjar upplýsingar Samkvæmt svörum utanríkismálaráðuneytisins hafa engar markverðar upplýsingar komið fram um mál Hauks Hilmarssonar síðustu viku. Mynd: Mbl

Ástæða þess að trúnaður ríkir um minnisblað það sem utanríkisráðuneytið afhenti utanríkismálanefnd Alþingis um málefni Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, er sú að í því koma fram upplýsingar sem lúta að samskiptum við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir. Væru þær upplýsingar gerðar opinberar myndi trúnaði í samskiptum vera fyrirgert. Því fengu aðstandendur Hauks Hilmarssonar ekki sömu gögn og nefndinni voru afhent. Engar upplýsingar hafa komið fram um mál Hauks síðustu daga.

Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn Stundarinnar. Í því kemur fram að aðstandendum Hauks hafi verið afhent öll gögn er varði mál hans sem „heimilt var að veita aðgang að samkvæmt upplýsingalögum. Minnisblaðið sem utanríkismálanefnd fékk innihélt svar við spurningu um verkferla hjá íslenskum stjórnvöldum vegna íslenskra ríkisborgara á átakasvæðum og almennar upplýsingar um stöðu máls Hauks Hilmarssonar.“

Ekki komið fram nýjar upplýsingar

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, lýsti því í frétt Stundarinnar í síðustu viku að hún hefði óskað eftir því að fá frekari gögn um mál sonar síns. Hún hefði lýst því að hún gerði ekki athugasemdir við að persónugreinanlegar upplýsingar verði máðar út úr gögnunum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að haft hafi verið að leiðarljósi við við afgreiðslu upplýsingabeiðni frá aðstandendum Hauks að veita þeim eins miklar upplýsingar og frekast væri kostur. „Sum þeirra samskipta sem utanríkisráðuneytið hefur átt vegna málsins eru hins vegar þess eðlis að ekki er hægt að leggja fram gögn um þau án þess að fyrirgera nauðsynlegum trúnaði. Aðstandendur hans hafa hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Þá tók ráðuneytið saman yfirlit yfir þau samskipti sem átt hafa sér stað vegna málsins, þar á meðal samskipti sem ekki er heimilt að afhenda gögn um. Eftir að upplýsingabeiðnin var afgreidd fóru aðstandendur Hauks fram á að fá líka þau gögn og upplýsingar sem undanþegin voru aðgangi. Um það verður úrskurðarnefnd um upplýsingamál að skera úr.“

Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins hafa engar mikilsverðar upplýsingar komið fram um mál Hauks frá því að utanríkismálanefnd Alþingis var afhent minnisblað í málinu 11. apríl síðastliðinn. Eftirgrennslan um afdrif Hauks séu hins vegar stöðugt í gangi af hálfu ráðuneytisins og virk eftirfylgni sé með málinu. Utanríkisráðuneytið geti þó ekki svarað fyrir um aðrar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld kunni að hafa gripið til vegna leitar að Hauki, til að mynda af hálfu lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár