Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir Hauks vill ekki að vinir hans leggi sig í hættu við leit

Eva Hauks­dótt­ir er hrædd um vini Hauks, fari þeir að leita hans á ótryggu átaka­svæði. Er æv­areið yf­ir að­gerð­ar­leysi ís­lenskra yf­ir­valda við að afla upp­lýs­inga um heim­ild­ir tyrk­neskra fjöl­miðla um mál Hauks.

Móðir Hauks vill ekki að vinir hans leggi sig í hættu við leit
Vill ekki að neinn setji sig í hættu Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem saknað er í Sýrlandi, vill ekki að vinir hans fari á átakasvæði að leita hans og leggi sig með því í hættu. Hún segist hins vegar ekki ráða því hvað gert verði. Mynd: Wikimedia / Oddur Ben

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem saknað er í Sýrlandi, vill ekki að vinir Hauks fari á svæðið til að leita hans. Hún segist ekki vilja að leikmenn fari á átakasvæði þar sem ástand er ótryggt til leitar að sinni, hún vilji í það minnsta bíða þar til Rauði hálfmáninn hafi leitað á svæðinu. „Mér þætti hryllilegt ef vinir Hauks færu slíka för án öyggisráðstafana og svo fengjum við kannski aldrei að sjá þau framar. Þannig að á meðan við höfum ekki beina vísbendingu um að hann sé á lífi þá kysi ég frekar að þessu yrði frestað eitthvað,“ segir Eva í samtali við Stundina.

Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks, lýsti því í viðtali við Stundina 10. apríl síðastliðinn að fólk væri í biðstöðu, tilbúið að fara til Sýrlands til leitar. Hann kallaði eftir því að íslensk stjórnvöld settu sig í samband við stjórnvöld í Tyrklandi og færu fram á að vinum Hauks yrði tryggð örugg för um svæðið. Ef slíkt næðist ekki fram yrði engu að síður farið og Hauks leitað.

Enginn má setja sig í óþarfa hættu

Eva segir að hún vilji ekki að neinn setji sig í hættu við þá leit. „Við verðum að fá réttar upplýsingar um hvað varð um Hauk, þannig að ég er algjörlega hlynnt því að verið sé að kanna möguleika á því að komast á svæðið en það má enginn setja sig í óþarfa hættu. Ef ég mætti ráða þá munu menn að minnsta kosti bíða þar til Rauði hálfmáninn er búinn að leita að líkum á svæðinu. Það er ekkert sérstaklega líklegt að það komi neitt út úr þeirri leit, líkin verða sennilega sett í fjöldagröf og tyrknesk stjórnvöld þykjast ekkert vita. Ég ræð ekki yfir Lalla sjúkraliða eða öðrum sem ætla í þennan leiðangur en mér þætti hryllilegt ef vinir Hauks færu slíka för án öyggisráðstafana og svo fengjum við kannski aldrei að sjá þau framar. Þannig að á meðan við höfum ekki beina vísbendingu um að hann sé á lífi þá kysi ég frekar að þessu yrði frestað eitthvað.“

„Ég ræð ekki yfir Lalla sjúkraliða eða öðrum sem ætla í þennan leiðangur“

Vill staðfestingu á samskiptum

Utanríkismálanefnd Alþingis fékk loks í gær minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um aðgerðir íslenskra yfirvalda varðandi leitina að Hauki. Kallað var eftir slíku minnisblaði fyrir mánuði síðan en en ekkert barst fyrr en í gær, þrátt fyrir ítrekanir. Þá brá svo við að innihald minnisblaðsins var bundið trúnaði. Eva segist ekki skilja hví það sé, hún og aðstandendur Hauks hafi fengið í hendur minnisblað um leitina að Hauki og hún sjái ekki hvað í því sé þess eðlis að trúnaður eigi að ríkja um það. Hún er hins vegar mjög ósátt við ýmislegt sem þar kemur fram, í gögnunum séu skráð ýmis samskipti sem engin staðfesting fáist á, þrátt fyrir að hún hafi kallað eftir því. „Það er frekar þunnur þrettándi að fá bara að vita að „aðili á staðnum“ hafi verið beðinn um aðstoð en ekkert hverskonar aðili það er eða hvað hann nákvæmlega var spurður um. Ég hef tekið fram að ég er ekkert að biðja um nöfn eða netföng en þetta segir mér ekkert. Er átt við blaðamann, einhvern úr tyrkneskri stjórnsýslu, liðsmann andspyrnuhreyfingar eða bara frænda einhvers Íslendings? Það er líka mjög ótrúverðugt að mikilvægir almannahagsmunir hindri ráðuneytið i því að gefa upp nákvæmlega hvað erlend ríki og alþjóðastofnanir voru beðin um að gera í leitinni að Hauki. Ég er síðan ævareið yfir því að hvorki ráðuneytið né lögreglan hafi gert neinn reka að því að grafast fyrir um heimildir tyrknesku miðlanna sem sögðu að Tyrkir væru með líkið. Tyrkneskir fjölmiðlar eru ekki frjálsir og því ekki líklegt að þetta sé bara hugdetta einhvers blaðamanns.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu