Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engeyingarnir og viðskiptafélagar þeirra töldu „brotið gegn lögvörðum réttindum sínum“

Glitn­ir HoldCo lagði fram vara­kröfu um að stað­fest yrði lög­bann sem tæki einkum til upp­lýs­inga um við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjöl­skyldu hans og við­skipta­fé­laga. „Áttu ekk­ert er­indi við al­menn­ing,“ sagði bróð­ir þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í yf­ir­lýs­ingu sem Glitn­ir HoldCo lagði fram.

Engeyingarnir og viðskiptafélagar þeirra töldu „brotið gegn lögvörðum réttindum sínum“

Frændfólk og fyrrverandi viðskiptafélagar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra, töldu á sér brotið vegna umfjöllunar Stundarinnar um viðskipti forsætisráðherra og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008.

Þetta kemur fram í yfirlýsingum sem lagðar voru fram af hálfu Glitnis HoldCo í staðfestingarmálinu sem höfðað var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum frá Glitni banka.

Í varakröfum Glitnis HoldCo var farið fram á að staðfest yrði lögbann sem tæki fyrst og fremst til upplýsinga um fjárhagsmálefni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. Stundin og Reykjavik Media voru sýknuð af þessum kröfum sem og öðrum í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag.

Töldu upplýsingarnar ekki eiga erindi við almenning

Fram kom í greinargerð lögmanna Stundarinnar, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsmálsins þann 31. október 2017, að við vinnslu frétta um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans hefði verið haft samband við aðila sem fjallað var um en viðkomandi kosið að tjá sig ekki. Af þessu tilefni gáfu bróðir, föðursystkini og frændfólk Bjarna Benediktssonar út yfirlýsingar um að ekki hefði verið haft samband við þau þótt vikið hefði verið að viðskiptum sem þau áttu aðild að í umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media.

„Ég, undirritaður, Jón Benediktsson [...], kem fyrir í umræddri umfjöllun. Þar voru birtar upplýsingar um mína persónu og fjárhag, sem ég tel að hafi brotið gegn lögvörðum réttindum mínum, enda áttu þær ekkert erindi við almenning,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá bróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Sama orðalag kemur fyrir í yfirlýsingum frá frændfólki ráðherra; Einari Sveinssyni, Guðrúnu Sveinsdóttur, Sveini Benediktssyni, Ingimundi Sveinssyni, Benedikt Einarssyni og Ástu Sigríði Einarsdóttur, en jafnframt frá viðskiptafélögum þeirra: Hermanni Guðmundssyni, Halldóri Teitssyni og Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur. Öll eiga þau sammerkt að hafa komið fyrir í frétt Stundarinnar um yfirtöku Engeyinga á Olíufélaginu hf. árið 2006, en í fréttinni var greint frá því að kaupin hefðu verið nær alfarið fjármögnuð með kúlulánum frá Glitni. Þau benda á að ekki var haft samband við þau áður en fréttir birtust. Bjarni Benediktsson var í forsvari fyrir fjárfestahópinn og kaus að tjá sig ekki við Stundina þegar eftir því var leitað. 

Engeyingar tilgreindir sérstaklega í stefnunni

Í stefnu Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media er sérstaklega tilgreint að fyrirferðamest í umfjölluninni hafi verið „hagsmunir og samskipti forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, en einnig hafi verið fjallað um fjölmarga aðra nafngreinda einstaklinga, persónuupplýsingar um þá og upplýsingar um hagsmuni þeirra. Þetta hafi verið þau Benedikt Sveinsson, Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson, Guðrún Sveindóttir, Ingimundur Sveinsson, Jón Benediktsson, Sveinn Benediktsson, Hermann Guðmundsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Ásta Sigríður Einarsdóttir. Þá hafi jafnframt verið fjallað um fjárhagsmálefni lögaðila sem höfðu verið viðskiptamenn stefnda, til að mynda N1 hf., Hrómundur ehf, Hafsilfur ehf., BNT hf., Hængur ehf. og Hólmur ehf.“ 

Fram kemur að Glitnir HoldCo hafi talið útilokað að tryggja lögvarin réttindi og hagsmuni sína og viðskiptamanna sinna án þess að krefjast lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media.

Stefnandi hafi talið illmögulegt að áætla um hversu marga viðskiptamenn hefðu ellegar verið birtar upplýsingar án lögbanns. „Í því sambandi bendir stefnandi á að í nýlegri frétt stefndu hafi verið að finna upplýsingar um lánveitingar til svokallaðra „Engeyinga“ og viðskiptafélaga þeirra.“ 

Í varakröfu Glitnis Holdco, sem kom fram þann 18. desember síðastliðinn, er farið fram á að staðfest verði lögbann sem taki einvörðungu til rúmlega þúsund skjala sem tilgreind eru og sögð úr kerfum Glitnis. Þetta eru einkum gögn sem hafa að geyma upplýsingar um viðskipti Bjarna Benediktssonar, frændfólks hans og viðskiptafélaga þess, en jafnframt varðar stór hluti gagnanna félagið Kristinn ehf., félag Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og eins stærsta eiganda Morgunblaðsins til margra ára. 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmálinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu