Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

Fjár­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki spurn­ing­um um við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar í Glitn­is­skjöl­un­um. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 millj­óna króna skuldanið­ur­fell­ingu. Bjarni er æðsti yf­ir­mað­ur skatta­mála á Ís­landi.

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Engin svör Hvorki Bjarni Benediktsson, né fjármálaráðuneytið fyrir hans hönd, hafa svarað spurningum um skattalega maðferð Bjarna á 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu sem hann fékk fyrir hrunið og hvort niðurfellingin hafi verið tilgreind í hagsmunaskrá hans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjármálaráðuneytið, sem Bjarni Benediktsson stýrir, segir að það falli utan verksviðs þess að svara spurningum um skattamál ráðherrans og hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins, Elvu Björk Sverrisdóttur, við fjórum spurningum frá Stundinni um skuldaniðurfærslu upp á 67 milljónir króna sem Bjarni fékk í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 sem kemur fram í Glitnisskjölunum sem blaðið hefur fjallað um. Bjarni hefur ekki svarað spurningum frá Stundinni um þetta mál eða önnur í Glitnisskjölunum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. 

Í svari ráðuneytisins við spurningunum segir: „Það fellur utan verksviðs ráðuneytisins að svara spurningum sem varða fjárhagsmálefni tiltekinna lögðila og einstaklinga. Þá hefur ráðuneytið ekki í sínum vörslum nein gögn sem fyrirspurninni tengjast.“ 

Fjármálaráðherra á hverjum tíma er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi og skipar hann meðal annars í embætti ríkisskattstjóra, líkt og Bjarni Benediktsson gerði fyrr á þessu ári þegar Snorri Olsen, fyrrverandi tollstjóri, var skipaður í starfið frá 1. október. Þá er fjármálaráðherra einnig æðsti yfirmaður fjármála íslenska ríkisins og sá sem formlega séð heldur á hlutabréfum ríkisins í fyrirtækjum eins og Landsbankanum sem og öðrum ríkiseignum.  Enn fremur skipar fjármálaráðherra stjórn Fjármálaeftirlitsins. 

Skuld færð yfir á tengdan aðila

Skuldaniðurfelling Bjarna átti sér stað með þeim hætti að 67 milljóna króna kúlulánaskuld við Glitni var flutt yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. sem Bjarni stýrði sjálfur, í febrúar árið 2008. Þannig losnaði Bjarni persónulega við 67 milljóna skuld sem komin var í vanskil og bankinn hafði gert veðköll út af.

Hafsilfur ehf. endaði á því að fá stórfelldar skuldaniðurfellingar eftir bankahrunið 2008 og má því segja að lán Bjarna hafi aldrei verið greitt til baka og íhugaði skilanefnd Glitnis að reyna að rifta yfirfærslunni á skuldinni yfir á eignarhaldsfélagið eftir bankahrunið. 

„Ég myndi halda það að svona mál kalli á einhver viðbrögð; það þurfa að koma einhverjar skýringar.“

Spurningum ósvarað

Samkvæmt reglum um hagsmunaskráningu þingmanna eiga þeir að tilgreina „eftirgjöf eftirstöðva skulda“ eða „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottin“. Í svörum Bjarna á vef Alþingis er ekkert tilgreint í svari hans við þessari spurningu og er ekki vitað til þess að Bjarni hafi nokkru sinni nefnt skuldaafléttingu sína í hagsmunaskráningu sinni en reglur um hagsmunaskráningu þingmanna voru settar um hálfu ári eftir eftir bankahrunið árið 2008, á fyrri helmingi ársins 2009. 

Þá liggur heldur ekki ljóst fyrir hvernig skattaleg meðferð Bjarna á skuldaniðurfærslunni var. Tveir sérfræðingar hafa tjáð sig um slík mál almennt séð við Stundina og sagt að svara þurfi því með hvaða hætti skuldaniðurfærslan var afgredd skattalega. Þó sé ekkert hægt að fullyrða um hana nema að fá frekari upplýsingar frá þeim sem fékk skuldaniðurfærsluna, í þessu tilfelli Bjarna Benediktssyni. 

Ásmundur Vilhjálmsson, lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti, segir um málið: „Þetta hljómar eins og þetta hafi verið gjöf því varla voru þetta laun,“ segir  Ásmundur.  Ásmundur segir að almennt séð megi flokka eftirgjöf skulda sem tekjur og skattleggja þær þannig.

Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir einnig að almennt sé eftirgjöf skulda skattskyld. „Almennt séð ber að flokka þetta sem tekjur,“ segir Indriði. „Samkvæmt mínum skilningi á skattalögum telst þetta til tekna,“ segir hann. 

Þá segir Ásmundur enn frekar: „Almennt séð, hvað þetta áhrærir, myndi maður staldra við og skoða svona mál. Það liggur í hlutarins eðli. Hlutverk skattayfirvalda er að fylgjast með þessu og rannsaka þetta. Ef um væri að ræða einhvern venjulegan sóldáta þá myndi þetta alla vega þykja nokkuð óvenjulegt. Ég myndi halda það að svona mál kalli á einhver viðbrögð; það þurfa að koma einhverjar skýringar.“

Átti Bjarni í viðskiptum við félag föður síns?

Annar möguleiki er svo einfaldlega sá að Bjarni hafi litið svo á að hann hafi átt í viðskiptum við Hafsilfur ehf. Þar sem skuldinni fylgdu hlutabréf í móðurfélagi olíufélagsins N1 og að hann hafi þá verið að selja hlutabréfin sín í félaginu sem greitt hafi fyrir þau með yfirtöku skulda. 

Í ljósi þess hvernig viðskiptin bar að og vegna þess að hlutabréfin í BNT ehf. höfðu fallið svo í verði er spurning hvort um hafi verið að ræða eðlileg viðskipti og hefur ríkisskattstjóri heimild til að hlutast til um slík viðskipti, samkvæmt 57. grein skattalaga, og endurákvarða skattgreiðslur í slíkum viðskiptum.  

Hvernig liggur í málinu er hins vegar ennþá fyllilega óljóst þar sem eini aðilinn sem getur svarað til um það, Bjarni Benediktsson, hefur ekki enn svarað spurningum um viðskiptin og virðist ekki ætla að gera það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár