Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.

Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
Stjórnmálamenn tóku þátt Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku skóflustungu að verksmiðju United Silicon, ásamt forstjóranum, Magnúsi Garðarsyni, sem nú sætir rannsókn vegna meints fjárdráttar upp á hálfan milljarð króna. Mynd: Aðsend

Stjórnmálamenn tóku einarða afstöðu með verksmiðju United Silicon og dæmi voru um að þeir ávíttu gagnrýnendur verksmiðjunnar fyrir að lýsa efasemdum um framkvæmdina. Í dag fór stjórn félagsins United Silicon fram á gjaldþrotaskipti vegna þess að félagið réði ekki við að gera úrbætur á verksmiðjunni, sem hafði margbrotið starfsleyfi. 

Forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins, Magnús Garðarsson, hafði verið staðinn að alvarlegum brotum í rekstri fyrirtækis í Danmörku og hafði hann einnig verið látinn hætta hjá dönsku verktakafyrirtæki vegna starfshátta sinna. Engu að síður var hann dyggilega studdur af íslenskum stjórnmálamönnum og Arion banki ákvað að lána til verkefnisins og fá lífeyrissjóði með sér í verkefnið, eftir að vandamálin höfðu komið upp.

Ráðherrar skáluðu með Magnús Garðarsyni, fyrrverandi forstjóri United Silicon, 27. ágúst 2014, daginn sem framkvæmdir voru formlega hafnar, en hann átti síðar eftir að verða kærður fyrir fjársvik upp á hálfan milljarð króna. Þá röðuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá iðnaðarráðherra, sér upp við hlið Magnúsar og tóku með honum fyrstu skóflustungurnar að verksmiðjunni, sem síðar var lokað vegna mengunar, vanefnda og endurtekinna eldsvoða.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að stjórnmálamennirnir fögnuðu ákaft. „Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta sílíkon-verksmiðja í heimi. Þetta er líka fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum víða á Íslandi. Svoleiðis að þetta er mjög stór stund.“

Árið eftir átti Sigmundur Davíð eftir að undirrita viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórn Íslands fyrir álveri á vegum kínverskra aðila nærri Skagaströnd. 

Fljótlega kom í ljós að sjálft verksmiðjuhús United Silicon var brot á deiliskipulagi, þar sem verksmiðjan var heilum 13 metrum hærri en deiliskipulagt hafði leyft, og því lögbrot.

United Silicon hefur fengið 30 milljónir króna í ríkisaðstoð. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, „fagnaði sérstaklega“ fyrir hönd Suðurnesja, þar sem hún væri Keflvíkingur.  

„Mér finnst þetta vera dagurinn þar sem þróuninni verður snúið við.“

„Þetta er ótrúlega stór dagur fyrir þetta samfélag. Við erum búin að bíða lengi. Það er búið að vera brostnar vonir og atburðir sem við þurfum ekkert að rifja upp í dag. En mér finnst þetta vera dagurinn þar sem þróuninni verður snúið við. Þannig að þetta er góður dagur, stór dagur, sem vonandi þýðir það að hjólin eru farin að snúast í rétta átt,“ sagði hún.

Erlendir bankar vildu ekki fjármagna

Lánsfjármögnun fyrir verkefnið var í höndum Arion banka. Þegar Magnús Garðarsson var spurður hvers vegna, sagði Magnús að erlendir bankar vildu ekki lána. „Það var auðveldara en að gera það úti, því að það eru engir erlendir bankar ennþá sem þora að lána til Íslands.“

Arion banki fékk lífeyrissjóði til verkefnisins. Sjálfur átti bankinn 11 prósent í félaginu, en Frjálsi lífeyrissjóðurinn 5,6 prósent, Festa lífeyrissjóður 3,7 prósent og eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna hálft prósent. Eignarhald United Silicon var hins vegar að miklu leyti ógegnsætt. Stór hluti af kaupum lífeyrissjóða í verksmiðjunni átti sér stað þegar var orðið ljóst að vandamál voru viðloðandi verksmiðjuna og byggingu hennar.

Í ljós áttu eftir að koma fjölmörg brot United Silicon á starfsleyfi sem Stundin fjallaði ítarlega og reglulega um. Forstjórinn, sem hafði skilið eftir sig sviðna slóð í Danmörku, eins og Stundin greindi frá strax í júlí 2016. Þrátt fyrir þá forsögu, að fyrirtæki í hans eigu var sektað um tæpar 7 milljónir íslenskra króna vegna brota á réttindum pólskra verkamannanna og fór stuttu síðar í þrot, ákváðu stjórnmálamenn að styðja hann og Arion banki að lána honum og fá fleiri til verkefnisins. Í fagtímariti danska stéttarfélagssambandsins BJMF er Magnús nafngreindur sérstaklega vegna bíræfinna brota. Þar kemur fram að hann hafi neitað að gera samninga við pólsku verkamennina, til þess eins að auðgast persónulega. Magnús var rekinn frá fyrirtækinu COWI vegna starfshátta sinna, svika og brota. Mótmælt var við heimili viðskiptafélaga Magnúsar vegna málsins, þann sama og Magnús fékk til liðs með sér í United Silicon.

Hann var einnig handtekinn í desember 2016 fyrir ofsaakstur á Reykjanesbrautinni og Tesla-bifreið hans gerð upptæk. Hann hefur verið ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi með ofsaakstrinum. Neyðarlínunni höfðu borist símtöl um ofsaaksturinn, bæði fyrir og eftir slys, þar sem karlmaður slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. 

Gagnrýndi þá sem efuðust um United Silicon

Grein Árna SigfússonarÁrni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, gagnrýndi efasemdarraddir í grein þar sem hann fagnaði United Silicon og hrósaði sér og Sjálfstæðisflokknum af þrautseigjunni við að varða braut verksmiðjunnar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar til ársins 2014, skrifaði grein eftir skóflustunguna þar sem hann gerði lítið úr þeim sem gagnrýndu vanefndir United Silicon og lýstu efasemdum sínum á framkvæmdinni.

„Ég óska bæjarbúum til hamingju með nýtt glæsilegt fyrirtæki; United Silicon,“ skrifaði Árni og lýsti þrotlausri baráttu sinni og Sjálfstæðisflokksins fyrir fyrirtækinu.

„Því miður hafa margir verið til þess að tala þetta verkefni niður. Skemmst er að minnast þegar fullyrt var að lóðarframkvæmdir rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar væru aðeins sjónarspil Árna Sigfússonar og sjálfstæðismanna. Sagt var að ræðan um að kísilverið væri að koma væri innihaldslaus og nú væru menn svo úrvinda að þeir stilltu upp tækjum í lóðarframkvæmdir rétt fyrir kosningar. Nefnd voru dæmi um að United Silicon hefði ekki einu sinni greitt reikninga fyrir lóðinni. Það átti að vera dæmi þess hvað þetta mál væri mikill tilbúningur. Þeir sem þannig töluðu hefðu án efa fyrir löngu hent þessum aðilum fyrir borð.“

„Óbilandi trú“

Þá áréttaði Árni að íbúar þyrftu að átta sig á mikilvægi þess að hann og Sjálfstæðisflokkurinn börðust fyrir komu United Silicon.

„Það er óvíst að bæjarbúar geri sér grein fyrir mikilvægi þess að við sem stýrðum bæjarfélaginu síðasta áratug gæfum aldrei upp baráttu fyrir fleiri atvinnutækifærum með betur launuðum störfum. Það þýddi auðvitað að fylgja verkefnum fast eftir með óbilandi trú á tækifærin og fólkið á Reykjanesi, þrátt fyrir mótbyr. Ég leit á það sem mitt stærsta hlutverk að gefast aldrei upp á neinum sviðum sem snertu íbúa og tækifæri á Reykjanesinu. Þótt það verði ekki úr stóli bæjarstjóra, mun ég fylgja því eftir að slík verkefni verði til og að þau geti risið hér í Reykjanesbæ, ef þess er nokkur kostur. Ég óska bæjarbúum til hamingju með nýtt glæsilegt fyrirtæki; United Silicon.“

United Silicon fór í dag fram á gjaldþrotaskipti. Í yfirlýsingu vegna beiðninnar segir að „ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakað tíðar bilanir og skapað erfiðleika við fram­leiðsluna“ og að samkvæmt úttekt þyrfti 25 milljónir evra til þess að fullklára verksmiðjuna. Í fréttum RÚV er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að verksmiðja United Silicon sé enn góður fjárfestingarkostur, að alþjóðlegir aðilar hafi sýnt henni áhuga og að eingöngu tæki eitt og hálft ár að gera hana starfhæfa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
10
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár