Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Háskólanemum kennt að klámneysla og vændi dragi úr líkunum á kynferðisofbeldi

„Hann tal­ar til að mynda um fólk með geð­sjúk­dóma sem aum­ingja og let­ingja og rétt­læt­ir kyn­ferð­isof­beldi með því að segja að þeir sem geta ekki var­ið sig eigi það skil­ið að vera nauðg­að,“ seg­ir í kvört­un­ar­bréfi nem­enda vegna Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar.

Háskólanemum kennt að klámneysla og vændi dragi úr líkunum á kynferðisofbeldi

Bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðiprófessors, þar sem talað er um að klámneysla og vændiskaup dragi úr líkunum á að menn „beiti örþrifaráðum eins og nauðgun“, er skyldunámsefni við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Fullyrðingar sem fram koma í bókinni hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga en nýlega undirrituði fjöldi fyrrverandi og núverandi stjórnmálafræðinema yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Hannes verði formlega áminntur og kennslugögn hans tekin úr umferð. Er fullyrt að bók Hannesar og kennsluhættir hans feli í sér kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða.

Sagður réttlæta kynferðisofbeldi

DV birti formlega kvörtun frá 2015 í fyrradag þar sem fullyrt er  að Hannes tali ógætilega um geðsjúkdóma og kynferðisofbeldi í kennslustundum. „Hann talar til að mynda um fólk með geðsjúkdóma sem aumingja og letingja og réttlætir kynferðisofbeldi með því að segja að þeir sem geta ekki varið sig eigi það skilið að vera nauðgað. Einnig talar hann um að oft sé hamingja nauðgarans einfaldlega meiri en sorg þolanda,“ segir meðal annars í kvörtuninni.

„Einnig talar hann um að oft sé hamingja nauðgarans einfaldlega meiri en sorg þolanda“

Nokkrum mánuðum áður en kvörtunin barst hafði Hannes verið leystur undan stjórnunarskyldum sínum við háskólann og starfstilhögun hans verið breytt gegn vilja hans. Haldnir voru átakafundir vegna málsins þar sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kom fram sem lögmaður Hannesar. 

Í gær brást Jón Steinar við gagnrýni á Hannes og kennsluhætti hans í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Hann er aðeins að fjalla um þjóðfélagsmál sem eðlilegt er að fjallað sé um í þessari kennslugrein. Hann er, eins og góðum fræðimanni sæmir, að velta uppi sjónarmiðum sem augljóslega skipta máli þegar um þau er fjallað,“ skrifaði Jón Steinar sem taldi málatilbúnað nemenda og kennara grafalvarlegan.

Liður í samstarfsverkefni með samtökum öfgaflokka

Bókin sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum heitir Saga stjórnmálakenninga og er sú kennslubók sem notast er við í skyldunámskeiðinu Stjórnmálaheimspeki við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Samning bókarinnar hlaut styrk úr Kennslumálasjóði háskólans, en hún var endurprentuð með leiðréttingum árið 2017 og er útgáfan liður í samstarfsverkefninu „Evrópa, Ísland og framtíð kapítalismans“ á vegum frjálshyggjuhugveitu Hannesar, Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, og AECR, Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna. 

Sjálfstæðisflokkurinn er einn þriggja stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum sem eiga aðild að umræddum samtökum, en hinir flokkarnir eru Færeyski fólkaflokkurinn og Flokkur Finna, þjóðernisflokkur sem leggur mikið upp úr hefðbundnum fjölskyldugildum og beitir sér gegn réttindum samkynhneigðra.

Aðrir flokkar þekktir fyrir þjóðernisofstæki, andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks og jafnvel alræðistilburði eiga aðild að samtökunum, en Sjálfstæðismenn hafa þó hafnað því að um öfgaflokka sé að ræða. 

Hannes var einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins á árunum fram að hruni og vinnur nú að skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Hannesi var úthlutað verkefnið árið 2014 og stefnt var að því að hann myndi skila skýrslunni sumarið 2015 og fá 10 milljónir fyrir frá hinu opinbera. Miklar tafir hafa orðið á skilum og kynningu skýrslunnar, en nú er gert ráð fyrir að hún verði kynnt og birt í janúar 2018.

Aldrei verið sýnt fram á marktæk orsakatengsl

„Ef maður fær að skoða klámblöð eða klámmyndir eða kaupa blíðu af konu í vændishúsi, þá ættu líkur að minnka á því, að hann beiti örþrifaráðum eins og nauðgun eða lostugu athæfi á almannafæri til þess að svala kynhvöt sinni.“

Þetta er á meðal fullyrðinga sem fram koma í bókinni, en ekki er vísað í neinar heimildir eða rannsóknir henni til stuðnings. 

Helgi Gunnlaugssonfélagsfræðiprófessor kennir afbrotafræði við HÍ

Stundin hafði samband við Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sem kennir meðal annars afbrotafræði við Háskóla Íslands. Aðspurður um orsakasamband klámneyslu og kynferðisbrota segir hann að efnið hafi verið rannsakað umtalsvert, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem málefnið hefur lengi verið eldfimt. 

„Reynslurök eru líklega besta leiðarljósið í þessum efnum jafnt sem öðru, frekar en það hvað okkur finnst líklegt,“ segir hann. „Sjónarmiðin sem Hannes setur fram heyrast oft. Að klám og vændi dragi úr ofbeldi gegn konum. Við heyrum málflutning af þessu tagi frá til dæmis hagsmunaðilum í vændis- og klámbransanum og stundum frá vændiskonum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tíðni ofbeldis gegn konum eins og hún birtist í lögreglugögnum og klámnotkun í samfélaginu hafa samt yfirleitt ekki sýnt nein marktæk tengsl þarna á milli - hvorki til hækkunar né lækkunar.“

„Við heyrum málflutning af þessu tagi frá t.d. hagsmunaðilum í vændis- og klámbransanum“

Helgi segir að stundum nefni kynferðisbrotamenn að þeir hafi séð athæfi á borð við það sem þeir gerðust sjálfir sekir um í klámi eða ofbeldismyndefni. „En þa má alveg eins líta á afstöðu af þessu tagi sem réttlætingu frekar en skýringu á ofbeldinu. Spurningin hvort ofbeldisfullt fjölmiðlaefni hafi bein áhrif á ofbeldi í samfélaginu er samt alltaf áleitin. Áhrifin eru almennt talin meiri gagnvart viðkvæmari hópum í samfélaginu sem standa veikt. Ungmennum sem eiga fáar viðurkenndar fyrirmyndir og brotna skóla- og fjölskyldusögu á bakinu. Áhrif myndefnis er felur í sér ofbeldisfullt klámefni geti ýtt undir ofbeldi hjá hópum af þessu tagi en áhrifin séu minni á aðra hópa sem standa sterkar að vígi,“ segir hann og bendir á að fjallað sé um efnið í flestum textabókum í afbrotafræði. „Ég nota til dæmis eina bandaríska eftir Larry Siegel (2017) sem kemur inn á rannsóknir á málefninu.“

Spyr hvort karlfyrirlitning hafi tekið við af kvenfyrirlitningu

Í skyldunámsefni Hannesar er fjallað sérstaklega um launamun kynjanna og því velt upp hvort konur fái lægri laun en karlar vegna þess að störf þeirra feli „oftast í sér minni ábyrgð og meiri tækifæri til fjarvista í langan tíma“ auk þess sem Hannes gerir tilraun til að hrekja þá fullyrðingu kynjafræðiprófessors við háskólann að við núverandi aðstæður í samfélagi okkar og menningu njóti karlar kynferðis síns. Bendir Hannes meðal annars á að fleiri karlar láti lífið vegna manndrápa og líkamsárása heldur en konur. 

Þá vitnar Hannes í ummæli Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa um að það sé „ekkert hræðilegt við það að eiga strák eins og [hún] hélt fyrst“ og spyr hvort „karlfyrirlitning [hafi] ef til vill tekið við af kvenfyrirlitningu fyrri tíma“. 

Erfitt fyrir feita og fatlaða
að finna sér rekkjunaut

Hannes segir í bókinni að því meiri tíma sem lögregluþjónar verji til að eltast við klámsala eða vændiskaupendur, því minni tíma eigi þeir afgangs til að gæta lífs, lima og eigna borgaranna fyrir misindismönnum.

„Vændiskaupendur eru margs konar. Ætti sú staðreynd, að þeir eru margir ófrýnilegir karlskröggar, ekki að vekja samúð frekar en reiði? Hvert eiga þeir að leita, geta geta ekki útvegað sér rekkjunaut á neinn annan hátt en greiða fyrir hann, til dæmis fólk, sem á við fötlun, offitu eða aðra líkamsgalla að etja?“

Þá bendir hann á að til eru skemmtistaðir þar sem myndarlegir piltar fækka fötum auk þess sem „sveinar geta vitaskuld stundað vændi ekki síður en stúlkur“. Af þessu dregur Hannes þá ályktun að það sé hæpið að „klám og vændi eigi sér skýr fórnarlömb í öðru kyninu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár