Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Átta mýtur um skatta

Vafa­sam­ar full­yrð­ing­ar um skatta­mál og ójöfn­uð leið­rétt­ar.

Átta mýtur um skatta
Valdið til að skattleggja Alþingi fer með skattlagningar- og fjárveitingarvaldið á Íslandi og hefur talsvert um þróun tekjudreifingarinnar að segja.

1. Ríkasta fólkið á Íslandi greiðir hærra hlutfall tekna sinna í skatt en millitekjufólk. 

Rangt. Eins og bent er á í skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks greiddi tveggja barna fjölskylda, þar sem foreldrar eru við miðgildi launa og eiga 20 prósenta eigið fé í húsnæði, um 27 prósent af tekjum sínum í skatt árið 2016.

Millitekjueinstaklingur í leiguhúsnæði greiddi enn hærra hlutfall tekna sinna í skatt, eða 28 prósent. Samkvæmt staðtölum ríkisskattstjóra nam skattbyrði eignamesta eina prósentsins á Íslandi hins vegar aðeins 23 prósentum á þessu ári. Hér skiptir mestu að fjármagnstekjur eru skattlagðar minna en almennar launatekjur. Ef tekjuhæstu 10 prósent framteljenda eru skoðuð í stað þess að einblína á eignamesta fólkið kemur þó í ljós að skattbyrði þess hóps nam rétt um 30 prósentum í fyrra. Allt þetta segir hins vegar ekki nema hálfa söguna, því hér er einungis vísað til beinna skatta en ekki þeirra óbeinu, svo sem virðisaukaskatts af vörum og þjónustu þar sem sama skatthlutfallið er greitt án tillits til tekna og efnahags. Slíkir skattar leggjast eðli málsins samkvæmt hlutfallslega þyngst á þá tekjulægri sem þurfa að verja miklu hærra hlutfalli tekna sinna í mat og aðrar nauðsynjavörur heldur en tekjuhæstu og eignamestu hópar samfélagsins sem geta lagt stærri hluta tekna sinna fyrir. Fyrirliggjandi gögn sýna að allra ríkasta fólkið á Íslandi greiðir talsvert lægra hlutfall tekna sinna í beina skatta heldur en millitekjufólk, en jafnframt má álykta að tekjuhæstu hóparnir greiði lægra hlutfall tekna sinna í skatt þegar horft er til allra skatta, bæði beinna og óbeinna. 

2. Auðlegðarskatturinn lagðist að miklu leyti á tekjulitla eldri borgara.

Rangt. Staðtölur ríkisskattstjóra sýna að auðlegðarskatturinn var að langstærstum hluta greiddur af tekjuhæstu hópum íslensks samfélags.

Á síðasta árinu sem auðlegðarskatturinn var innheimtur – þegar skatturinn var hæstur og fríeignamark hans lægst – stóðu tekjuhæstu 20 prósent hjóna undir 77 prósentum af öllum auðlegðarskatti hjóna. Um leið greiddu tekjuhæstu 20 prósent einstaklinga 87 prósent af öllum auðlegðarskatti einstaklinga. Dæmin um tekjulitla eldri borgara sem greiddu auðlegðarskatt eru vissulega til, en þar er um undantekningar að ræða. Alls lentu 4 prósent af auðlegðarskattinum á þeim einstaklingum og hjónum sem tilheyrðu tekjulægsta fimmtungi Íslendinga árið 2013.

3. Bótafjárhæðir og skattbyrðisprósentur skipta ekki máli fyrir launafólk, bara ráðstöfunartekjur.

Rangt. Skatthlutföll, fjárhæðir bóta og skerðingarmörk skipta grundvallarmáli fyrir lífskjör almennings og hafa bein áhrif á þróun ráðstöfunartekna fólks. Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, hefur fullyrt að „það sem skipti máli fyrir velferð launafólks [sé] ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðisprósentur heldur þær krónur sem fólk hefur milli handanna“.

Raunin er sú að bótafjárhæðir og skattbyrði hafa bein áhrif á ráðstöfunartekjur. Þetta sést best með því að bera saman kaupmátt launa og kaupmátt ráðstöfunartekna hjá barnafólki á lágmarkslaunum annars vegar og hjá barnafólki við efri fjórðungsmörk launa hins vegar. Kaupmáttur launa jókst álíka mikið hjá hópunum, um 23 prósent og 25,1 prósent, en ráðstöfunartekjur láglaunahópsins jukust aðeins um 13 prósent meðan þær jukust um 23 prósent hjá fjölskyldum við efri fjórðungsmörk. Þetta er einkum vegna þess að persónuafsláttur og bótafjárhæðir hafa rýrnað að raungildi. Aukin skattbyrði og lægri bótafjárhæðir valda því að fólk hefur minna á milli handanna en ella og hefur þannig raunveruleg áhrif á lífskjör þess.

4. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta á almenning.

Rangt. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sjálfur viðurkennt að skattbyrði allra tekjuhópa jókst á tímabilinu 1998 til 2016, en Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 80 prósent þess tíma, fór þá alltaf með lyklavöldin að fjármálaráðuneytinu og var í lykilaðstöðu til að móta íslenskt skattaumhverfi eftir sínu höfði.

Afleiðingin af þeirri stefnu var lækkun skatta á fyrirtæki, fjármagnseigendur og hátekjufólk en hærri skattar á launafólk og þorra almennings. Barnabætur og vaxtabætur eru hluti af tekjuskattskerfinu á Íslandi. Skatthlutföll tekjuskatts og staðgreiðsluhlutfall var lækkað með markvissum hætti frá 1998, en í ljósi þess að persónuafsláttur fylgdi ekki launaþróun, bótafjárhæðir rýrnuðu og skerðingarmörk vaxta- og barnabóta hækkuðu ekki í takt við laun og fasteignaverð hafa heildaráhrifin af skattastefnu Sjálfstæðisflokksins falið í sér þyngri skattbyrði, hærri skatta, á almenning.  

5. Jöfnuður samkvæmt Gini-stuðlinum er að aukast á Íslandi.

Rangt. Gini-stuðullinn, sem er mælikvarði á dreifingu tekna, lækkaði vissulega fyrir Ísland milli áranna 2012 og 2013 sem er til marks um aukinn jöfnuð. Hins vegar benda gögn Hagstofunnar, OECD og Eurostat fremur til þess að dregið hafi úr tekjujöfnuði milli áranna 2013 og 2014 heldur en að jöfnuður hafi þá haldið áfram að aukast.

Nýlega kom út ítarleg bók eftir Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing um ójöfnuð á Íslandi, en þeir benda á að ójöfnuður jókst á árunum 2013 til 2015 ef horft er til allra skattskyldra tekna. Hagdeild ASÍ hefur einnig bent á að gögn Hagstofunnar um tekju- og eignaþróun einstaklinga undanfarin ár gefi vísbendingar um að tekjudreifing á Íslandi sé aftur farin að þróast í átt að auknum ójöfnuði. 

6. Aðeins tekjuhæstu 30 prósent framteljenda standa undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. 

Rangt. Bjarni Benediktsson hélt því fram á Facebook í fyrra, þegar hann var fjármálaráðherra, að það væru „aðeins tekjuhæstu 30% framteljenda sem [stæðu] undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu“.

Þá birti hann mynd frá fjármálaráðuneytinu sem hann taldi styðja staðhæfingu sína. Ummælin virðast hafa byggt á misskilningi Bjarna á mynd sem sýndi uppsafnaðar nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti eftir tekjutíundum á árinu 2013. Samkvæmt tölum ríkisskattstjóra, myndinni sjálfri og þeim forsendunum sem Bjarni tilgreindi og byggði staðhæfingu sína á er ljóst að vel yfir helmingur skattgreiðenda greiddi til samneyslunnar í gegnum tekjuskattkerfið, þ.e. skilaði jákvæðum nettótekjum til ríkissjóðs.  Það sem meira er, á mynd Bjarna voru útsvarsgreiðslur ekki taldar með, en sé það gert kemur á daginn að mun fleiri greiða til samneyslunnar heldur en Bjarni gaf til kynna. Fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins deildi færslu Bjarna á Facebook í aðdraganda kosninga 2016 og ýtti þannig undir ranghugmyndir um dreifingu skattbyrðinnar á Íslandi. 

7. Þrepaskipting tekjuskatts er of flókin til að borga sig. 

Rangt. Breið samstaða ríkir um þrepaskiptingu tekjuskatts í hinum vestræna heimi, enda þykir slíkt kerfi best til þess fallið að hámarka tekjur hins opinbera af tekjuskattkerfinu án þess að skattbyrðin leggist þyngst á lágtekju- og millitekjufólk. Þrepaskiptur tekjuskattur tíðkast í langflestum ríkjum OECD og víðast hvar eru skattþrepin fleiri en á Íslandi, enda þykir flækjustig þrepaskiptingarinnar yfirleitt ekki duga sem rök gegn þeim mikla ábata, bæði þeirri tekjuöflun og þeim jöfnunaráhrifum, sem felst í því að skattleggja hærri tekjur meira en lægri tekjur.

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur hæðst að umræðu um flækjustig tekjuskattkerfisins. „Yfir 99% framtala er skilað rafrænt og flest þeirra eftir að framteljendur þurfa aðeins að staðfesta forskráðar upplýsingar frá launagreiðendum og öðrum,“ skrifaði hann í pistli í fyrra. „Hafa menn áhyggjur af því að tölvur RSK, sem nýverið hafa lokið við heimsins flóknustu „skuldaleiðréttingu“ ráði ekki við að reikna álagningu í þrepaskiptu kerfi? Tal um nauðsyn á einföldun af þessum ástæðum er einfaldlega staðleysa.“ 

8. Aukin skattlagning ríkustu og tekjuhæstu einstaklinga myndi litlu skila í ríkissjóð. 

Rangt. Auðlegðarskatturinn skilaði um 12 milljarða tekjum á ári í ríkissjóð þegar mest lét áður en hann var aflagður. Til að setja töluna í samhengi má nefna að öll útgjöld hins opinbera til menningar, lista, æskulýðs- og íþróttamála námu rúmum 12 milljörðum á fjárlögum ársins 2017 og að framlag ríkissjóðs til Sjúkrahússins á Akureyri er í kringum 7 milljarða á ári.

Einnig væri hægt að ná inn talsverðum tekjum með því að hækka fjármagnstekjuskatt eða bæta við sérstöku þrepi með hærra skatthlutfalli á háar fjármagnstekjur. Samkvæmt svari fráfarandi fjármálaráðherra við fyrirspurn sem lögð var fram á Alþingi fyrr á árinu má ætla að tekjur hins opinbera árið 2016 hefðu aukist um um það bil 4 milljarða ef fjármagnstekjur umfram tvær milljónir króna hefðu verið skattlagðar um 25 prósent í stað 20 prósenta.

Þá hefði mátt auka tekjur af skattinum um 7 milljarða með því að leggja 30 prósenta skatt á fjármagnstekjur umfram 4 milljarða. Ýmsar aðrar leiðir eru færar til að skerpa á kjarajöfnunarhlutverki skattkerfisins. Hærri skattar á tekjuhæstu og efnamestu hópana skila raunverulegri tekjuaukningu sem skiptir máli fyrir rekstur hins opinbera til langs tíma. 

Ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um skattbyrði tekjuhópa, þróun ráðstöfunartekna og ójöfnuð á Íslandi má nálgast hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár