Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn

Bene­dikt Jó­hann­es­son vék sér und­an spurn­ing­um um fram­hald Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn. Ótt­arr Proppé vissi ekki að Bene­dikt Sveins­son hefði und­ir­rit­að með­mæli fyr­ir Hjalta Hauks­son og spurði ekki fyr­ir hvern með­mæl­in voru. Bjarni Bene­dikts­son hafi ekki „boð­ið“ slík­ar upp­lýs­ing­ar.

Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, útilokar ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn eftir að Björt framtíð sagði sig úr ríkisstjórn. Benedikt vék sér undan spurningum um hvort hann gæti hugsað sér að sitja áfram í ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins í viðtali í aukafréttatíma RÚV sem lauk rétt í þessu. Þingflokkur Viðreisnar sendi þó út yfirlýsingu í nótt þar sem kallað var eftir kosningum sem allra fyrst.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði þá Benedikt Jóhannesson ekki hafa vitað fyrir hvern Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, undirritaði meðmæli þegar þeim var greint frá aðkomu hans að uppreist æru brotamanns á mánudag. Bjarni Benediktsson hafi eingöngu tjáð þeim að Benedikt Sveinsson væri umsagnaraðili eins þeirra sem fengið hefði uppreist æru. Óttarr segir að þeim hafi ekki verið boðið upp á frekari upplýsingar og þeir ekki spurt.

„Það var ekki boðið aðrar upplýsingar“

„Við vissum að það væru mjög mörg mál undir og vissum að málinu hafði verið skotið til úrskurðarnefndar,“ sagði Óttarr í aukafréttatímanum. Aðspurður hvort hann hafi ekki óskað frekari upplýsinga og spurt hverjum Benedikt Sveinsson hefði mælt með, sagði Óttarr: „Það má vera, eftir á að hyggja, að maður hefði átt að vera stífari en það var ekki boðið aðrar upplýsingar [sic] og ekki gefið í skyn að það hefðu liðið heilir tveir mánuðir frá því forsætisráðherra fékk þessar upplýsingar.“ 

En vissi Óttarr að Bjarni Benediktsson fékk upplýsingar um undirritun föður síns frá dómsmálaráðherra, sama aðila og hafði ítrekað haldið því fram að um viðkvæmar persónuupplýsingar væri að ræða sem ættu leynt að fara lögum samkvæmt? „Ekki upplifði ég okkar spjall á þessum fundi þannig. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri eitthvað sem hefði verið rétt að koma í ljós,“ svaraði Óttarr. Hann telur óumflýjanlegt að þær ákvarðanir sem teknar voru um leynd yfir málum þeirra sem fengið hafa uppreist æru verði skoðaðar í nýju ljósi. „Auðvitað er þetta ömurlegt mál.“

„Ekki upplifði ég okkar spjall á
þessum fundi þannig“

Í viðtalinu við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði hann málið erfitt. „Eðli málsins samkvæmt kemur þarna mikil tortryggni upp. (...) Í þessu máli þá er þetta þannig að ég tel að þarna hefði það verið mjög óeðlilegt ef Bjarni hefði farið að upplýsa okkur Óttar alveg sérstaklega um þetta.“

Hann viðurkenndi að eftir á að hyggja væri augljóst að þeir Óttarr hefðu átt að spyrja Bjarna Benediktsson fyrir hvern faðir hans hefði undirritað meðmæli.

„Í þessu máli er komin upp geysilega mikil tortryggni milli þjóðarinnar annars vegar og stjórnmálanna hins vegar. Samúð allra er með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Benedikt. „Það verður ekki gert nema þjóðin verði sannfærð um að þetta mál hafi verið upplýst alveg frá upphafi til enda. Við megum ekki stinga neinu undir stól. Þarna verður þjóðin að ná sátt um þetta mál. Þetta mál er þess eðlis að við verðum að vera öll sátt við það að þarna hafi verið eðlileg vinnubrögð.“

Aðspurður um framhald Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sagði hann: „Ég get auðvitað ekki fullyrt um það á þessari stundu. En ég get fullyrt að það verður að nást niðurstaða í þessu máli.“ 

Framsókn útilokar að leysa Bjarta framtíð af hólmi

Formenn stjórnarandstöðunnar hafa bent á að mögulegt sé að boða til kosninga með þriggja vikna fyrirvara. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið ábyrgðarlaust af Bjartri framtíð og Viðreisn að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í janúar.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina hafa „staðið á brauðfótum frá stofnun“. Þá vekur athygli að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar að Framsóknarflokkurinn gangi inn í núverandi ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.

„Nema Sjálfstæðisflokknum,
hann er óstjórntækur.“

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist ekki útiloka myndun ríkisstjórn með öllum flokkum, „Nema Sjálfstæðisflokknum, hann er óstjórntækur.“ Hún lagði til að fyrir þingrof myndi Alþingi samþykkja nýja stjórnmálaskrá.

Bjarni Benediktsson neitaði að tjá sig um málið fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir í Valhöll. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom í viðtal hjá RÚV og Stöð 2 og sagði Bjarna Benediktsson njóta trausts flokksmanna. „Bjarni hefur verið kosinn formaður, og hefur stuðning sjálfstæðismanna,“ sagði hann. Þá bætti hann því við að málið væri flókið, og að mikilvægt væri að fara rólega í gegnum það, en augljóst væri að það þyrfti sem allra fyrst „að herða refsingar gegn kynferðisofbeldismönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár