Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Matvælaráðuneyti snuprar atvinnuveganefnd og nýjan ráðherra

Mat­væla­ráðu­neyt­ið tel­ur að ný lög sem und­an­skilji stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði frá sam­keppn­is­lög­um gangi mögu­lega gegn EES-samn­ingn­um. Mat­væla­ráð­herra lagð upp­haf­legt frum­varp fram en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar gjör­breytti því á síð­ustu stundu. Í bréfi sem ráðu­neyt­ið sendi nefnd­inni í gær eru lög­in og vinnu­brögð meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar gagn­rýnd harð­lega.

Matvælaráðuneyti snuprar atvinnuveganefnd og nýjan ráðherra
Sögð hafa gengið allt of langt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingkona VG og Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar, fá á sig harða gagnrýni frá matvælaráðuneytinu ásamt öðrum í meirihluta nefndarinnar í bréfi sent var nefndinni í gær. Bjarkey tekur við matvælaráðuneytinu á morgun. Mynd: Samsett / Heimildin

„Með hinum nýju lögum er framleiðendafélögum veitt mun víðtækari undanþága frá samkeppnislögum, þar sem samrunaeftirlit er einnig undanþegið og ekki gerð krafa um eignarhald eða stjórn bænda í framleiðendafélögum.“

Þetta er meðal þess sem segir í bréfi sem matvælaráðuneytið hefur sent atvinnnuveganefnd Alþingis vegna nýsamþykktra breytinga á búvörulögum. Í því eru breytingar og vinnubrögð atvinnuveganefndar gagnrýndar og fjölmargar athugasemdir gerðar við endanlega útgáfu laganna.

Ráðuneytið bendir sérstaklega á að sérfræðingar úr fagráðuneytinu hafi ekki verið boðaðir á fund nefndarinnar þegar meirihluti nefndarinnar gerði hinar miklu og umdeildu breytingar á frumvarpinu, einungis nokkrum dögum áður en það var lagt fram til endanlegrar staðfestingar á þingi.

Formaður atvinnuveganefndar hefur upplýst um að við breytingu frumvarpsins hafi hann fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem höfðu ríka hagsmuni af því að ná í gegn þeim breytingum sem síðan rötuðu í endanlega lög.

Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, VR, Félag Atvinnurekenda og fleiri hafa gagnrýnt lögin harðlega og ekki síður vinnubrögð nefndarinnar við setningu þeirra. Meðal annars hefur verið bent á að verulegur vafi leiki á því hvort lögin séu í samræmi við EES-samninginn.

Nú síðast gagnrýndi fyrrverandi formaður Bændasamtakanna lögin harðlega í viðtali við Heimildina. Sagði hann þau fyrst og fremst sett til hagsbóta fyrir fyrirtæki í landbúnaði, sérstaklega þau stærstu, sem þegar hafi mest um kjör bænda að segja. 

„Afurðastöðvarnar stýrðu þessu. Það voru ekki bændur sem gerðu það, það er langur vegur frá,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, í samtali við Heimildina. „Eins og þetta er núna er ekkert í lögunum sem getur tryggt það að bændur njóti afrakstursins. Það er bara þannig.“

Gunnar tapaði formannskosningu í Bændasamtökunum nokkrum vikum fyrir breytingu laganna, sem nýr formaður studdi eindregið. Fyrrverandi stjórn samtakanna var ekki ein um að gjalda varhug við lögunum eins og þau birtust endanlega eftir páska. Yfirlögfræðingur Bændasamtakanna gerði það einnig í aðsendri grein á Vísi.

Bændur veikari eftir

Matvælaráðuneytið tekur í bréfi sínu til atvinnuveganefndar, sem dagsett er í gær, undir meginhluta þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram. Ráðuneytið telur meðal annars að lögin gangi þvert á upphaflegan tilgang sinn, að rétta hag bænda. 

Hagur og réttur bænda hafi beinlínis verið skertur í breytingum atvinnuveganefndar. Til að mynda hafi meirihluti nefndarinnar fellt niður kröfu um að einungis fyrirtæki í meirihlutaeigu bænda, eða undir stjórn þeirra, fengju þær undanþágur sem veita átti frá Samkeppnislögum.

Atvinnuveganefnd hafi með breytingum frumvarpsins gengið svo langt í hina áttina  að fyrirtæki sem eingöngu flytji inn landbúnaðarafurðir og jafnvel þau sem hafi enga starfsemi sem tengist landbúnaði geti „fallið undir undanþáguna að mati ráðuneytisins.“

Meiri og fleiri 

Ráðuneytið bendir einnig á að breytingar nefndarinnar hafi stóraukið undanþágur fyrirtækja frá samkeppnislögum, langt umfram það sem til stóð. Meðal annars séu fyrirtækin fríuð eftirliti við samruna auk þess sem verulega sé málum blandið hvaða eftirlit muni yfirhöfuð verða með því að lögin nái yfirlýstum markmiðum sínum um að rétta hag bænda og neytenda.

Þá bendir ráðuneytið einnig á að meirihluti atvinnuveganefndar hafi tekið út ákvæði sem kvað á um fjárhagslegan aðskilnað félaga bænda frá annarri starfsemi. Þar er um að ræða kröfu sem samtök bænda hafa lengi haldið á lofti.

Þá sé misræmi í þeim texta laganna sem breytt var og álits meirihluta nefndarinnar, sem stóð að breytingunni. Það eitt og sér valdi misskilningi sem þurfi að leiðrétta.

Samandregið segir undir lok bréfs ráðuneytisins, sem undirritað er af skrifstofustjóra landbúnaðar í matvælaráðuneytinu og staðgengli hennar:

„Breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðförum þingsins ganga mun lengra en hið upprunalega frumvarp. Með hinum nýju lögum er framleiðendafélögum veitt mun víðtækari undanþága frá samkeppnislögum, þar sem samrunaeftirlit er einnig undanþegið og ekki gerð krafa um eignarhald eða stjórn bænda í framleiðendafélögum.“

Efast um að lögin standist EES-samninginn

Að lokum tekur ráðuneytið undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins um áhrif laganna gagnvart skuldbindingum samkvæmt EES-reglum, einkum 53. grein EES-samningsins. Ljóst er að áhrifamat hins upprunalega frumvarps nær ekki til svo víðtækra breytinga líkt og ákveðið var að gera á lögunum í meðförum þingsins.

Umrætt ákvæði EES-samningsins segir skýrt að „bannað“ sé og ósamrýmanlegt framkvæmd samningsins, allir „samningar milli fyrirtækja, ákvarðanir samtaka fyrirtækja og samstilltar aðgerðir sem geta haft áhrif á viðskipti milli samningsaðila“ þegar markmiðið eða afleiðingarnar séu þær að koma í veg fyrir, takmarka eða raska samkeppni.

Sérstaklega er þetta sagt eiga við um ákvörðun kaup- og söluverðs, það að koma sér saman um framleiðslu, markaðsskiptingu og það að mismuna viðskiptaaðilum. 

Matvælaráðuneytið gengur lengra en að taka undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins, heldur segist ráðuneytið beinlínis búast við því að lagasetningin, sem byggði á beytingum meirihluta atvinnuveganefndar, kalli á viðbrögð vegna mögulegra brota EES-samningsins.

„Búist er við að fyrirspurn berist frá ESA [Eftirlitsstofnun EFTA] til íslenskra stjórnvalda í tengslum við lagabreytingarnar.“

Gagnrýna ráðherrann sem mætir á morgun

Það vekur óneitanlega athygli að með gagnrýnni sinni og aðfinnslum á vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis er ráðuneytið beint og óbeint að gagnrýna verk konunnar sem á morgun tekur við lyklavöldum í þessu sama ráðuneyti. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, hefur setið í atvinnuveganefnd og sem slík stóð hún að og undirritaði breytingar sem meirihluti nefndarinnar gerði og gagnrýnin beinist að. Bjarkey mun á morgun taka við sem matvælaráðherra af Svandísi Svavarsdóttur, flokkssystur sinni, sem færist yfir í innviðaráðuneytið í  ráðherrakaplinum sem fór í gang eftir brotthvarf forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þröstur Haraldsson skrifaði
    Hvaða ráðherra var í matvælaráðuneytinu þegar bréfið var sent?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Leikhúsið við Austurvöll sýnir eingöngu leikverk þar sem spillingin er opinberuð grímulaust, þar sem siðleysi stjórnmálanna er afhjúpað, þar sem sérhyglin er afhjúpuð á kostnað almennings.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Meiri grínistinn þessi Þórarinn Ingi Pétursson 🤢

    „Formaður atvinnuveganefndar hefur upplýst um að við breytingu frumvarpsins hafi hann fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem höfðu ríka hagsmuni af því að ná í gegn þeim breytingum sem síðan rötuðu í endanlega lög.“
    2
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Mega allir vera Samskip og Eimskip núna?
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár