Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Eignuðust sjö börn á tíu árum

For­setafram­bjóð­and­inn Guðni Þór Þránd­ar­son býr í sum­ar­bú­stað við Þjórsá ásamt eig­in­konu sinni og sjö börn­um. Þau eru bæði með ein­hverfu og ADHD, og hann bend­ir á að sjálf­ur Thom­as Jef­fer­son, þriðji for­seti Banda­ríkj­anna, sé tal­inn hafa ver­ið með ein­hverfu.

Eignuðust sjö börn á tíu árum
Marie Legatelois og Guðni Þór Þrándarson ásamt sex af börnunum sjö. Mynd: Aðsend

Guðni Þór Þrándarson tilkynnti formlega um framboð sitt til forseta Íslands á fimmtudag á Austurvelli. Hans helsta markmið, nái hann kjöri, er að vinna gegn fákeppni og spillingu. Það vill hann til að mynda gera með því að skattleggja „upp í topp“ hagnað af auðlindum þjóðarinnar, en hann segir skattlagningu vera öflugasta stjórntækið. 

„Ég mun tala fyrir sannreyndri aðferð til að mæla einokunarhagnað af auðlindum okkar og mörkuðum, skattleggja hann upp í topp og leggja niður fátækraskatta eins og launaskatt og virðisaukaskatt,“ segir Guðni.

Marie Legatelois, eiginkona hans, er stór hluti af framboðinu, svo stór að í tilkynningu frá þeim er talað um framboð „til forsetahjóna Íslands“.

Joðbætt víkingasalt

Guðni er 35 ára. „Ég hef mikinn áhuga á heimspeki og því sem finnst í heiminum. Lærði náttúrufræði í MR, efnafræði í HÍ, var eitt ár í læknisfræði og er með einkaflugmannspróf. Eftir útskrift kynntist ég Marie Legatelois í fuglarannsóknum á Látrabjargi og hún útskrifaðist með M.Sc. í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða. Við giftum okkur á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, árið 2014. Við höfum mest unnið að uppbyggingu framleiðslu nýrrar tegundar af salti sem við teljum að muni hjálpa mörgu fólki,“ segir hann. 

Um er að ræða joðbætt salt sem þau hafa kallað „Viking Silver – the Super Salt“ og stóðu til að mynda fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir níu árum til að fjármagna framleiðsluna en verkefnið hefur verið í lægð síðustu fjögur ár. Saltið framleiddu þau með því að brenna þara, en það var joðið sem fyrst vakti áhuga Guðna. „Joð er sérstaklega mikilvægt fyrir konur, það á að minnka líkur á brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini og er mikilvægt fyrir frjósemi og uppvöxt fósturs,“ segir hann.

Vill stuðning fyrir verðandi mæður

Guðni á ýmislegt sameiginlegt með sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni. Báðir eru þeir kvæntir konu af erlendum uppruna, en Marie er frönsk. Þá eiga þeir einnig fjölda barna, en Guðni Þór og Marie eiga saman sjö börn. Yngsta barnið verður árs gamalt á þessu ári, það elsta verður 10 ára í júní, en hin fimm börnin eru 2ja, 4ra, 5, 7 og 8 ára gömul. 

„Við lítum á þau sem framhald af ást okkar á hvort öðru“

„Okkur finnst ótrúlega verðmætt að eiga þessi börn, að leyfa þeim að koma. Við höfum ekki hindrað það hingað til. Við lítum á þau sem framhald af ást okkar á hvort öðru, að við séum að byggja eitthvað upp. Við eigum erfitt með að tengjast öðru fólki en eigum gott með að tengjast þeim,“ segir hann. 

Á vef Alþingis má sjá umsögn sem Guðni skrifaði árið 2019 um frumvarp sem miðaði að því að rýmka lög um þungunarrof, en hann lagðist þar gegn slíku. „Við skrifuðum greinina saman, eða meira konan mín. Það er ólíklegt að við séum beinlínis ósammála neinu þar núna en það sem ég myndi vilja leggja áherslu á í dag er að koma í veg fyrir að konur hafi áhuga á fóstureyðingum; að það þurfi að vera meiri stuðningur við konur til að eignast börnin, hvort sem þær velja að gefa þau í fóstur eða sjá um þau sjálfar,“ segir Guðni. Aðspurður segist hann þó ekki sjá fyrir sér að tala gegn þungunarrofi ef hann yrði forseti: „Nei, forseti hefur ekki þetta vald. Hann er bara að vinna að vilja þjóðarinnar,“ segir hann. 

Líður ekki vel í þéttbýli

Ekkert af börnum þeirra hafa farið á leikskóla, bæði vegna fjárhagsstöðu þeirra Guðna og Marie en einnig því þau hafa sjálf viljað uppfræða þau. Þá eru eldri börnin að hluta í heimaskóla en sækja verklega kennslu í hefðbundnum grunnskóla. 

Guðni segir þau Marie bæði vera með einhverfu og ADHD. Þó það hafi ekki síst verið vegna fjárskorts sem þau búa í sumarbústað með börnin sjö, nánar tiltekið í Flóahreppi við Þjórsá, þá fari afar vel um þau þar: „Okkur líður ekki vel í þéttbýli,“ segir hann. Embætti forseta fylgja óhjákvæmilega ýmisleg embættisverk í þéttbýli, gestagangur og heimsóknir, sem Guðni segur þó ekki fyrir sig. „Í tengslum við þetta frumkvöðlaverkefni með saltið þá höfum við þurft að vera innan um alls konar fólk, forstjóra og fleiri. Það truflar okkur ekki á meðan við erum að vinna að því sem skiptir máli,“ segir hann, en það myndi sömuleiðis skipta hann máli að vekja athygli á spillingu hér á landi. 

Landsfaðir með einhverfu

Hann segir það tvímælalaust kost á margan hátt að vera með einhverfu og ADHD. „Við erum óhrædd við að kafa djúpt ofan í hluti sem kannski fæstir myndu gera. Þetta hefur sett mark á hvernig við lifum okkar lífi, tökum ákvarðanir fyrir börnin okkar. Í staðinn fyrir að taka því sem fullkomnu sem samfélagið er búið að setja upp þá hugsum við það upp frá grunni,“ segir hann. Guðni bendir enn fremur á að sjálfur Thomas Jeffersson, þriðji forseti Bandaríkjanna og einn af landsfeðrunum, sé talinn hafa verið með einhverfu. „Þetta er ekkert aðalatriði en góður vinkill,“ segir hann.

Guðni segist alls ekki hafa lengi verið að velta fyrir sér framboði. „Ég hef haft mikinn áhuga á stjórnmálum og heimspeki en ég fór ekkert að hugsa um þetta alvarlega fyrr en upp úr áramótum,“ segir hann. 

Ertu vongóður um að ná árangri? Finnst þér raunhæft að þú verðir næsti forseti Íslands?

„Ég er nógu vongóður til að reyna, það er allavega einhver von um að ná alla leið. Fyrir utan það þá er ég bara mjög ánægður með að sá fræi og heyra hvernig fólk tekur þeim hugmyndum sem ég er að ræða um,“ segir hann. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár