Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ilmur af sorg, söknuði og sátt

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Sakn­að­ar­ilm­ur sem ný­lega var frum­sýnt í Þjóð­leik­hús­inu.

Ilmur af sorg, söknuði og sátt
Leikhús

Sakn­að­ar­ilm­ur

Höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikstjórn Björn Thors
Leikarar Unnur Ösp Stefánsdóttir

Höfundur bóka: Elísabet Jökulsdóttir Leikmynd: Elín Hansdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðhönnun: Skúli Sverrisson, Aron Þór Arnarsson og Ólöf Arnalds Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir

Þjóðleikhúsið
Niðurstaða:

Saknaðarilmur afhjúpar togstreitu innra með okkur og opnar fyrir samtalið við okkur sjálf. Leikhús sem gefur og töfrar.

Gefðu umsögn

Sýningin Saknaðarilmur, sem frumsýnd var í Kassanum síðastliðna viku, byggir á samnefndri bók Elísabetar Jökulsdóttur og Aprílsólarkulda að auki. Leiksýningar um persónuleg áföll hafa verið áberandi síðastliðin misseri í takt við nýja og opnari tíma. Hættan er sú að þegar við skilgreinum tilvist okkar eingöngu út frá missi og áföllum þá týnum við okkur sjálfum, tengingin við raunveruleikann rofnar og eftir stendur fortíðin sem ekki er hægt að breyta. Samhliða naflaskoðuninni glatast stundum listin á kostnað játninga um vanlíðan.

Rauði þráður Saknaðarilms er vissulega foreldramissir og áföll en sköpunarmáttur Elísabetar þræðir frásögnina og leiðir áhorfendur um víðáttumeiri lendur.  Saknaðarilmur dansar síðan á þessum viðkvæmu slóðum eftir tónlist sem ekki bara aðalpersónan heyrir heldur tónlist sem hún skapar fyrir öll þau sem vilja hlusta og draga lærdóm af fyrir framtíðina.

Elísabet fær að blómstra

Á ferðinni er sama listræna teymið og kom að Vertu úlfur sem sló eftirminnilega í gegn. Í þetta skiptið er hlutverkunum snúið við, Unnur Ösp Stefánsdóttir stendur á leiksviðinu og Björn Thors heldur um leikstjórataumana, en sú fyrrnefnda sá um leikgerðir í bæði skiptin. Unni Ösp tekst að fanga kjarna sögunnar fallega og nálgast með næmu pennastriki. Sumu er sleppt, annað er undirstrikað en Elísabet fær að blómstra.  

Kassinn er með skemmtilegri sviðslistarýmum landsins en er þó háð ýmsum takmörkunum. Þegar leiksviðið var formlega opnað í sinni núverandi mynd árið 2006 fékk Pétur Gautur að spranga um en í þetta skiptið er það Elísabet sem á sviðið, kona sem hefur meðvitað og ómeðvitað barist á móti karlkyns snillingunum allt sitt líf.

Pabbi, kærasti, geðlæknar, leigubílstjórar … Allir krefjast þeir að vísa henni veginn en aldrei á hennar eigin forsendum, aldrei leiðina sem hún vill fara. Í bakgrunni eru konurnar, mæðurnar og kvenkyns sjúklingur á Kleppi sem allir keppast við að hundsa í sundi. Listin er að finna frumlegar lausnir á takmörkuðu rými í samfélaginu og leikhúsinu. Láta ekkert stoppa sig, hugsa út fyrir kassann. En hverjar eru afleiðingarnar þegar mörkin eru alveg þurrkuð út? Hvernig er hægt að finna fótfestu í tómarúmi?

Þessi saga er kannski ekki um mömmu hennar

Þessi saga er ekki um mömmu hennar. Þessi saga er ekki um mömmu hennar. Þessi saga er ekki um mömmu hennar ...

Yfirlýsing sem aðalpersónan endurtekur stöðugt, eins og til að sannfæra sjálfa sig. Þessi saga er kannski ekki um mömmu hennar en þessi saga er um sífelld samskipti milli kynslóða, samskipti milli foreldra og barna og samskipti við sjálfa sig.

Unnur Ösp stendur ein á sviðinu í ríflega níutíu mínútur og frammistaða hennar í Saknaðarilmi er með hennar betri á liðnum árum. Hún gengur ekki endilega inn í hlutverkið með tilheyrandi tilfinningalegum tilþrifum heldur miðlar frekar sögunni með áhrifaríkum hætti. Aðalpersónan stendur til hliðar við sína eigin sögu frekar en að sökkva sér í hana og býður þannig áhorfendum velkomin í sinn heim frekar en að krefja hópinn um að verða vitni að þrautagöngu sinni.

Í samvinnu við hitt listafólkið sem að sýningunni koma skapar Björn jaðarstað: pláss milli lífs og listar, fortíðar og framtíðar, listakonu og áhorfenda … Fjórði veggurinn er sem þunnt tjald milli áhorfenda og Unnar, sem í byrjun tekur áhorfendur inn en síðan kvarnast úr tengingunni samhliða daprandi geðheilsu aðalpersónunnar. Áhugaverð nálgun hjá Birni en virkar ekki sem skyldi og letur sýninguna frekar en að dýpka.

Leikrit til að upplifa

Á síðastliðnum árum hefur myndlistarkonan Elín Hansdóttir komið sterk inn á leiksviðið með hönnun sinni. Elín notar tómið sem upphafspunkt og í stað þess að keppast við að fylla það leikur hún sér að tómarúminu, fegrar og upplyftir, sem á einstaklega vel við hér. Björn Bergsteinn Guðmundsson sýnir hér framúrskarandi vinnu, enda með okkar bestu ljósahönnuðum. Í heildina styður lýsingin laglega við sýninguna en Björn hikar ekki við að undirstrika nokkur atriði eftirminnilega, þar má helst telja augnablik til að draga fram einmanaleika með ljóstíru og geðrof með glitrandi hætti. Tónlistarfólkið og hljóðhönnuðir kynda síðan rækilega undir þessum jaðarheim en búningahönnun og sviðshreyfingar skilja minna eftir sig.

Saknaðarilmur er leikrit til að upplifa. Áföll og sorg eru persónulegur harmleikur sem hver manneskja verður að takast á við á sínum eigin forsendum en fortíðin getur verið hættulegur tilvistarstaður til að dvelja í til lengri tíma. Aftur á móti getur uppgjör við liðna tíð verið veganesti til framtíðar. Saknaðarilmur fjallar ekki um sorg heldur sátt. Sagan gengur kannski ekki alltaf upp á leiksviði en er áminning fyrir áhorfendur að líta í eigin barm, endurskoða fyrri reynslu og hlusta á fossinn innra með okkur. Til þess er leikhús, til þess er saga Elísabetar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár