Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Landspítalinn fyrsta stofnunin til að biðja ekkju Andemariams milliliðalaust afsökunar

Eng­in önn­ur stofn­un en Land­spít­ali-há­skóla­sjúkra­hús hef­ur beð­ið ekkju And­emariam Beyene af­sök­un­ar á með­ferð­inni á eig­in­manni henn­ar í plast­barka­mál­inu. Land­spít­al­inn er líka eina stofn­un­in sem hef­ur við­ur­kennt mögu­lega skaða­bóta­skyldu í mál­inu.

Landspítalinn fyrsta stofnunin til að biðja  ekkju Andemariams milliliðalaust afsökunar
Afsökunarbeiðni og líklega skaðabætur Ekkja Andemariams Beyene, Mehrawit, hefur fengið afsökunarbeiðni persónulega frá Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala-háskólasúkrahúss. Hún og börn þeirra Andemariams munu að öllum líkindum fá skaðabætur frá íslenska ríkinu út af plastbarkamálinu þar sem eiginmaður hennar heitinn var notaður sem tilraunadýr. Mynd: Árni Torfason

Landspítalinn-háskólasjúkrahús (LSH) er fyrsta stofnunin sem tengist plastbarkamálinu svokallaða sem biður ekkju fyrsta plastbarkaþegans Andemariam Beyene afsökunar á aðkomu sinni að málinu. Þetta hefur Runólfur Pálsson, forstjóri LSH, gert í símtali og tölvupósti til ekkjunnar, Mer­hawit Barya­mika­el Tes­faslase. LSH greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að stofnunin hefði sent erindi um mögulegar skaðabætur fyrir Mehrawit og börn hennar og Andemariams til embætti ríkislögmann auk þess sem haft hafi verið samband við hana til að ræða málið við hana. 

Þrátt fyrir að aðgerðin á Andemariam Beyene hafi verið framkvæmd á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð í samstarfi við Karolinska-háskólann þá hafa stjórnendur þessara stofnana ekki haft samband við Mehrawit til að biðja hana afsökunar eða gengist við mögulegri skaðabótaábyrgð. Landspítalinn gerir þetta því fyrstur þessara þriggja stofnana sem áttu stærstan þátt í fyrstu plastbarkaaðgerðinni. Sænsku stofnanirnar báru hins vegar miklu meiri ábyrgð en LSH. 

Macchiarini var dæmdur í fangelsi í Svíþjóð fyrir aðgerðina á Andemariam og öðrum tveimur sjúklingum fyrr á árinu. Plastbarkamálið er eitt stærsta hneyksli síðustu áratuga í læknavísindum. 

„Læknirinn sagði við hann að þetta væri öruggt og að ef þú vilt sjá börnin þína vaxa úr grasi þá áttu möguleika á því eftir þessa aðgerð annars getur þú dáið.“
Vitnisburður Mehrawit um Macchiarini

LSH viðurkenndi skaðabótaskyldu 

LSH hafði fyrr á árinu greint því í svörum við spurningum Heimildarinnar að stofnunin skildi kröfu Mehrawit um skaðabætur og sagðist harma aðkomuna að plastbarkamálinu. Með þessum svörum var Landspítalinn að gangast við skaðabótaskyldu í plastbarkamálinu hvað stofnunina varðar. 

Heimildin hafði sömuleiðis greint frá því að skaðbótakrafa væri í vinnslu hjá lögmanni Mehrawit á Íslandi, Sigurði G. Guðjónssyni: „Ég er að skoða mál hennar í ljósi þessarar niðurstöðu, hvaða stöðu hún hefur. Þetta er ekki einfalt mál.“

Í tilkynningu LSH segir um samskipti Runólfs við Mehrawit: „Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án þess að viðeigandi undirbúningsrannsóknir hafi farið fram, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“

Þrátt fyrir að aðgerðin á Andemariam Beyene hafi verið framkvæmd á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð í samstarfi við Karolinska-háskólann þá hafa stjórnendur þessara stofnana ekki haft samband við Mehrawit til að biðja hana afsökunar eða gengist við skaðabótaskyldu. Landspítalinn gerir þetta því fyrstur þessara stofnana sem áttu stærstan þátt í fyrstu plastbarkaaðgerðinni. Sænsku stofnanirnar báru hins vegar miklu meiri ábyrgð en LSH. 

Bað Mehrawit afsökunar í síma og með tölvupósti

Samkvæmt heimildum blaðsins hringdi Runólfur í Mehrawit og ræddi við hana lengi og baðst afsökunar á þeirri læknimeðferð sem maður hennar fékk á spítalanum en hann var sendur frá LSH til Karolinska-sjúkrahússins á forsendum sem nú liggur fyrir að voru ekki réttar. Runólfur sendi einnig tölvupóst til Mehrawit með afsökunarbeiðni samkvæmt heimildum blaðsins. 

Læknir Andemariams á Íslandi, Tómas Guðbjartsson, breytti tilvísun um sjúkdómsástand hans að áeggjan ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini með þeim hætti að líta átti út fyrir að búið væri að útilokaa allar læknismeðferðir fyrir hann. Þetta var gert til aðn undirbyggja og réttlæta að hann gengist undir óprófaða og ósannreynda tilraunaaðgerð, ígræðslu á plastbarka böðuðum í stofnfrumum hjá Macchiarini. Engar vísindalegar forsendur voru fyrir þessari aðgerð og hafði tæknin ekki verið prófuð á dýrum áður en hún var reynd á Andemariam og samþykki vísindasiðanefndar í Svíþjóð skorti fyrir aðgerðinni. Mehrawit hefur greint frá því að Macchiarini hafi talað Andemariam inn á það að fara í aðgerðina: „Annars getur þú dáið,“ segir hún að Macchiarini hafi sagt við hann. 

Andemariam náði sér aldrei eftir plastbarkaaðgerðina, þurfti mikla læknisþjónustu og upplifði hægan og kvalafullan dauðdaga þar sem barkinn virkaði aldrei sem skyldi. Ári eftir aðgerðina var haldið málþing í Háskóla Íslands þar sem aðgerðinni var lýst sem kraftaverki í nútíma læknavísindum og var Andemariam þátttakandi í þinginu ásamt Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni.

Þá lá fyrir aðgerðin hafði ekki gengið sem skyldi en samt var látið líta útt fyrir að svo hefði verið og hélt Macchiarini áfram að gera sambærilegar aðgerðir á öðru fólki í öðrum löndum. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár