Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þrír af hverjum fjórum vantreysta Bjarna sem utanríkisráðherra

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins nýt­ur mun minna trausts til ráð­herr­astarfa en vara­formað­ur hans. Þeg­ar þau skiptu á ráð­herra­stól­um í síð­asta mán­uði tók hann óvin­sæld­ir sín­ar með sér.

Þrír af hverjum fjórum vantreysta Bjarna sem utanríkisráðherra
Lyklaskipti Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skiptust á lyklum og ráðuneytum um miðjan síðasta mánuð. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í byrjun október. Ástæðan var niðurstaða umboðsmanns Alþingis um að Bjarni hefði verið vanhæfur til að taka ákvörðun um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður hans í mars 2022. 

Bjarni hafði þá setið sem fjármála- og efnahagsráðherra meira og minna í áratug, með stuttu stoppi í forsætisráðuneytinu árið 2017. 

Þegar tölur Maskínu um traust á þeim einstaklingi sem gegnir því embætti eru skoðaðar vekur athygli að Bjarni hefur aldrei verið í þeirri stöðu að fleiri treystu honum vel til verka en vantreystu honum. Líkt og Katrínu tókst Bjarna þó um tíma að vinna verulega á hjá þjóðinni. Í desember 2021, skömmu eftir síðustu kosningar, voru 38 prósent aðspurðra farnir að treysta honum vel á meðan að 44 prósent sögðust bera lítið traust til hans. Sá árangur entist þó ekki lengi. Mest mældist vantraustið 71 prósent í apríl í fyrra, skömmu eftir að áðurnefnd sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hefur hlotið margháttað áfelli eftirlitsstofnana, fór fram. Þá sögðust einungis 18 prósent aðspurðra treysta Bjarna vel. Á fimm mánuðum gjörbreyttist staðan. 

Bjarni á þó aðeins í land með að ná því vantrausti sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í hrunstjórninni, mældist með í byrjun desember 2008. Þá sögðust einungis 5,5 prósent aðspurðra treysta honum vel en 79 prósent báru lítið traust til hans. 

Í nóvember í fyrra hafði staða Bjarna lagast lítillega og vantraustið var komið niður í 62 prósent. Það þýddi samt sem áður að næstum tveir af hverjum þremur báru lítið traust til hans.

Skiptust á stólum en vantraustið elti 

Eftir afsögn Bjarna var ákveðið að hann, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi hafa sætaskipti við varaformann sinn, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, sem gegnt hafði embætti utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún byrjar setu sína í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í traustbrekku. Alls segjast 31 prósent treysta henni mikið en 41 prósent að þeir beri lítið traust til hennar. Staðan er þó mun skaplegri en í síðustu mælingu á trausti til Bjarna til að gegna sama embætti. 

Þórdís Kolbrún sigldi líka nokkuð lygnan sjó í utanríkisráðuneytinu og fékk sína bestu traustmælingu þar í fyrra þegar 35 prósent sögðust treysta henni vel á meðan að 34 prósent sögðust bera lítið traust til hennar. Það var mesta traust sem mælst hefur til sitjandi utanríkisráðherra síðan fyrir árið 2008.

Bjarni tók óvinsældir sínar með sér úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið, þar sem gustað hefur um hann vegna ummæla um stríðið milli Ísraesl og Hamas á Gaza. Í nýjustu könnun Maskínu sögðust þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 75 prósent, að þeir vantreystu Bjarna sem utanríkisráðherra. Einungis 17 prósent sögðust bera mikið traust til hans. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eiríkur Jónsson skrifaði
    Trausti rúin talsvert lúin
    titra fúin sprekin smá
    þjóðin snúin þögnin búin
    þrotin trúin formenn á.
    1
  • Gulli Hermannsson skrifaði
    Þórdís Kolbrún aðstoðamaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og utanríkisráðherra?
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    best að bjarni barnamorðingavinur segi af sér og skammist sín það sem eftir er . . .
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár