Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Að verða ónæm fyrir hatrinu

Arna Magnea Danks var fjög­urra ára þeg­ar hún vissi að hún væri stelpa í lík­ama stráks. Hún er stolt trans kona og vegna þess er ráð­ist á hana per­sónu­lega á sam­fé­lags­miðl­um og hún nafn­greind þar sem reynt er að nið­ur­lægja hana og henni jafn­vel ósk­að dauða. Full­trú­ar Sam­tak­anna 22 mættu á fyr­ir­lest­ur sem Arna hélt um mál­efni trans fólks og reyndu að sann­færa fund­ar­gesti um hvað trans fólk væri hættu­legt.

Að verða ónæm fyrir hatrinu
Finnur styrkinn Arna Magnea hóf baráttuna fyrir sjálfri sér þegar hún var fjögurra ára gömul og finnur í dag styrk í því að geta verið hún sjálf. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er eins og pottlokið sé farið af en það er búið að krauma og sjóða ansi lengi,“ segir Arna Magnea Danks, 53 ára trans kona, um þá hatursfullu umræðu um hinsegin fólk, sér í lagi trans fólk, sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. 

En Arna er ekki bara trans kona; hún er móðir, leikkona, áhættuleikstjóri, grunnskólakennari og meistaranemi. Hún er baráttukona, talar skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks en hefur að undanförnu ekki síst þurft að tala skýrt fyrir eigin tilvist; ráðist er á hana persónulega á samfélagsmiðlum og hún nafngreind þar sem reynt er að niðurlægja hana og henni jafnvel óskað dauða.

Kom út úr skápnum 47 ára

„Ég ólst upp við töluvert ofbeldi. Eins ömurlegt og það er þá er ekkert af því sem þetta fólk segir neitt sem ég hef ekki fengið að heyra áður. Ég er líka að verða svolítið ónæm fyrir hatrinu. Ég hef fengið …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu
GreiningHinsegin bakslagið

Ef börn­um verð­ur ekki breytt með of­beldi, verð­ur þeim ekki breytt með fræðslu

Sér­fræð­ing­ar í hinseg­in fræð­um kryfja at­burði síð­ast­lið­inna daga og að­drag­and­ann að því, sem hef­ur átt sér stað bæði hér heima og er­lend­is. Þetta eru þær Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or, Arna Magnea kenn­ari, Birta Ósk Hönnu­dótt­ir meist­ara­nemi og Jessica Lynn, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um trans fólks. Þær segja íhaldsöfl standa frammi fyr­ir vanda og þá þurfi að leita að blóra­böggl­um.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • "Í stóra samhenginu skiptir þetta fólk ekki neinu máli. Þeirra álit á mér skiptir engu. Ég er ekki að berjast við þau út af þeim heldur fólkinu sem er þarna mitt á milli, sem kannski þekkir engan sem er trans, þannig að við missum það ekki yfir í hatrið."
    Þá væri kannski réttast að Arna þessi væri ekki að fara um alla samfélagsmiðla og saka fólk um hatur, ofbeldi, að vera nasistar og þaðan af verra. Ég held að sú taktík sé ekki í samræmi við þetta yfirlýsta markmið. Það sé frekar gert til að fá stundarfróun sem fæst með því að refsa fólki.
    -13
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      þá skilur þú ekki óþverraaskapinn sem hún á við að glíma. Þá finnst þér allt í lagi að fólk eins og þetta lið sem farið hefur með himinskautum undanfarnar vikur sé bara allt i lagi. Það sé bara allt í lagi að traðka á þeim börnum og ungmennum sem upplifa sig trans
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár