Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra

For­svars­menn Sam­herja, þar á með­al Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri, hafa hald­ið því fram að Namib­íu­mál­ið hafi eng­in áhrif haft á við­skipti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins. Lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði hins veg­ar fyr­ir dómi í Bretlandi í síð­asta mán­uði að stór­ir við­skipta­vin­ir hefðu stöðv­að við­skipti sín við fyr­ir­tæk­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar um mál­ið.

Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
Ósamræmi Ekki er samræmi milli yfirlýsinga forsvarsmanna Samherja, Björgólfs Jóhannssonar fyrrverandi setts forstjóra, og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra annars vegar, og lögmanns fyrirtækisins hins vegar. Mynd: Vísir/Sigurjón

Yfirlýsingar lögmanns Samherja í lögbannsmáli vegna listgjörningsins „We‘re Sorry“ í Bretlandi í lok síðasta mánaðar stangast á við fyrri málflutning forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins. Í yfirlýsingum lögmannsins, Christophers James Grieveson, kom fram að í kjölfarið á uppljóstrunum fjölmiðla um framgöngu fyrirtækisins í Namibíu hefði fyrirtækið orðið fyrir verulegu viðskiptalegu tjóni. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar til að mynda Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Björgólfs Jóhannsonar, fyrrverandi forstjóra, sem báðir hafa lýst því að málið hafi ekki haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins.

Fyrst var greint frá Namibíumálinu í nóvember árið 2019, þegar Stundin, Kveikur, Wikileaks og Al Jezeera sögðu frá því að útgerðarfélagið Samherji hefði stundað stórfelldar mútugreiðslur, í gegnum net skattaskjóla, til stjórnmálamanna- og embættismanna í Namibíu í því skyni að ná til sín fiskveiðikvóta.

Sagði málið ekki hafa haft teljandi áhrif á rekstur

Á Þorláksmessu það sama ár sendi Björgólfur Jóhannsson, þá starfandi forstjóri Samherja, starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fór yfir málið og sagði þar meðal annars: „Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og þar er fyrst og fremst ykkur að þakka.“

„Við höf­um ekki tapað nein­um viðskipta­vin­um hingað til“
Björgólfur Jóhannsson
settur forstjóri Samherja, í viðtali við IntraFish í janúar 2020

Í janúar 2020 sagði Björgólfur jafnframt í viðtali við fiskveiðifréttavefinn IntraFish að Samherji hefði ekki tapað neinum viðskiptavinum frá því að greint var frá Namibíumálinu. „Við höf­um ekki tapað nein­um viðskipta­vin­um hingað til en þeir eru áhyggjufullir vegna þessa og við höfum unnið mjög náið með þeim.“

Namibíumálið var þarna aðeins tveggja mánaða gamalt og því mögulegt að áhrif þess hafi ekki verið komin fram í viðskiptum Samherja. Hins vegar, ef marka má síðari yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækisins, komu neikvæð viðskiptaleg áhrif alls ekki fram yfirhöfuð.

Þorsteinn sagði samstarfsaðila hafa haldið tryggð við Samherja

Á vef Samherja var í júlí á síðasta ári birt frétt um ársuppgjör fyrirtækisins og vísað í aðalfund þess sem haldinn var á Dalvík 19. júlí 2022. Í fréttinni var vitnað í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra þar sem hann ræddi rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Þar sagði Þorsteinn: „Í þessu sambandi er ánægjulegt að geta undirstrikað að samstarfsaðilar okkar um allan heim hafa haldið tryggð við okkur.“

„Mikilvægir samstarfsaðilar fyrirtækisins, eins og bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið“
Úr ársreikningi Samherja fyrir árið 2021

Í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2021 segir einnig, um rannsóknina á Namibíumálinu, að „mikilvægir samstarfsaðilar fyrirtækisins, eins og bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið“.

Töluvert átak þurfti til

Allar þessar yfirlýsingar eru í mótsögn við vitnisburð Christophers James Grieveson, lögmanns hjá norsku lögfræðistofunni Wikborg Rein. Grieveson kom fram sem lögmaður Samherja í lögbannsmáli sem fyrirtækið höfðaði á hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, í síðasta mánuði úti í Bretlandi. Fór fyrirtækið fram á að sett yrði lögbann á vefsíðuna samherji.co.uk, sem er hluti af listgjörningi Odds, „We‘re Sorry“.

„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Christopher James Grieveson
lögmaður Samherja

Í vitnisburði Grieveson rakti hann meðal annars að þegar ásakanir á hendur Samherja vegna framferðis fyrirtækisins í Namibíu komu fram hefðu sumir stærstu viðskiptavinir Samherja í Bretlandi stöðvað viðskipti við fyrirtækið. Það hefði misst töluverð viðskitpi og það hefði þurft „verulegt átak“ af hálfu Samherja til að ná að létta stöðvuninni. „Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum. Í það minnsta myndi staðan kalla á verulegar fjárhæðir í kynningar- og almannatengslakostnað.“

Grieveson bætti enn fremur við að velvilji væri til staðar í Bretlandi í garð vörumerkisinns Samherja en sá velvilji fengi högg vegna notkunar listamannsins á vörumerkinu án heimildar. „Enn fremur eru margir af breskum viðskiptavinum, og hugsnalegum viðskiptavinum, fiskafurða kæranda [Samherja] stórfyrirtæki sem, af augljósum ástæðum, hafa töluverðar áhyggjur af stöðu mála eins og fullyrt er að þau séu í hinni fölsuðu fréttatilkynningu. Það eru miklar líkur á að lestur hinnar fölsuðu fréttatilkynningar muni hafa áhrif á samskipti þeirra við kæranda og valda alvarlegu fjárhagstjóni, annað hvort með því að þeir eigi alls ekki viðskipti eða með því að kærandi þurfi að leggja í verulegan kostnað til að draga úr áhyggjum þeirra.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Har har har.

    Með ólíkindum hvað menn geta búið til skemmtileg ævintýri sem skauta léttilega framhjá frekar auðsóttum staðreyndum... en keisarinn þarf jú ekki föt ef hann hefur góða að sem harðneita nekt hans.

    "Það eru miklar líkur á að lestur hinnar fölsuðu fréttatilkynningar muni hafa áhrif á samskipti þeirra við kæranda og valda alvarlegu fjárhagstjóni, annað hvort með því að þeir eigi alls ekki viðskipti eða með því að kærandi þurfi að leggja í verulegan kostnað til að draga úr áhyggjum þeirra.“

    Og hvað halda menn gerist ef viðskiftavinir Samherja fá greinagóðar gagnastuddar lýsingar á hvað raunverulega gerðist og hvernig þeir ómeðvitað... eða meðvitað .... tóku þátt í því... með tilvísunum um sambærileg mál og afleiðingarnar sem þeir sem þeim tengdust urðu fyrir þegar tekið var á þeim málum með fullum ásetningi og vönduðum vinnubrögðum aðila sem íslensk stjórnvöld hafa engin tök á að hafa áhrif á ?

    Ó... sönnun þess að það var Deutsche Bank sem var valdur að íslenska bankahruninu finnst meðaL annars með því að lesa stofnskjöl og stoðgögn varðandi stofnun Burlington Loan Management. Þarf nú ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá það... enda ekki að ástæðulausu sem Ramos dómari snéri sér 180 gráður og henti NY málinu út... því annars hefðum við setið í arfaslæmri stöðu gagnvart kröfuhöfum.

    Haldið þið virkilega að kröfuhafar hafi farið í milljarða málaferli til að fá upplýsingar um það sem Kroll var búið að grafa upp ??? Hugmyndin kom frá þáverandi yfirmanni LA deildar Kroll sem var fyrrverandi saksóknari í NY. Flettið því nú upp... er á netinu.

    í sporum Samherja.... myndi ég hafa verulegar áhyggjur... og ekki af einhverjum listamanni sem siglir undir fölsku flaggi. Fyrir þá er öll umfjöllun af hinu illa.

    Stórundarleg þessi naflaskoðun íslenskra stjórnvalda og rannsóknaraðila... sem velja og hafna... á grundvelli góðrar tilfinningar í stað þess að sækja sér gögnin og hreinsa þetta leiðindarmál út af borðinu áður en það stórskaðar íslenskan fiskútflutning.... því það er óhjákvæmileg afleiðing.

    Tíminn vinnur ekki með ykkur viðvaningarnir mínir... peningarþvætti fyrnist seint og skaðabótalögmennirnir erlendu eru ennþá að bíða eftir að röðin komi að þeim.

    Og heldur seint að loka Kýpversku skúffunum eftir að búið var að taka afrit af þeim hlutanum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár