Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ráðgátan um hvers vegna Íslendingar borga tvöfalt meira af heimilum sínum en Færeyingar

Fær­ey­ing­ar borga helm­ingi lægri vexti en Ís­lend­ing­ar. Fær­eysk­ur banka­stjóri tel­ur að sveiflu­kennd­ur gjald­mið­ill Ís­lend­inga sé ein or­sök­in. Hann nefn­ir þó aðr­ar ástæð­ur.

Olav Guttesen hefur starfað í bankageiranum í Danmörku og síðar í Færeyjum í 24 ár. En hann hefur aldrei heyrt um verðtryggð húsnæðislán, þó hann hafi haft spurnir af öðrum sérstökum lánaformum á Íslandi. Hann starfar nú sem bankastjóri í Betri banka í Færeyjum og er tregur til að hækka húsnæðislánavextina. Þeir eru núna 4,65% í Færeyjum, minna en helmingur þess sem viðgengst á Íslandi. 

Eftir 13 stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands í röð, til að halda verðstöðugleika á verðbólgutímum og hækkun húsnæðislánavaxta í 10,25%, upp úr 3,45% á tveimur árum, hafa spurningar vaknað um hvernig Færeyjar geti haldið úti 4,65% húsnæðislánavöxtum, innan við helmingi íslenskra vaxta, þrátt fyrir svipaða verðbólgu. Heimildin ræddi við Olav og spurði hann spurninga, eins og: Hvers vegna hækkið þið ekki bara vextina eins og íslensku bankarnir?

Tvöfaldir húsnæðislánavextir

„Þetta eru ríflega tvöfalt hærri vextir en það sem við höfum í Færeyjum,“ segir Olav, þegar íslenskir húsnæðislánavextir …

Kjósa
83
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Hversu oft hafa Færeyjar farið með hækkanir fram úr kaupmætti?
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Íslenska krónan hefur lengi verið féþúfa braskaranna á Íslandi.
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Enn og aftur, Mammon sér um sína. Það sárasta í þessu öllu er hvað það er auðvelt að plata þau okkur sem borgum svo brúsann, við höldum flest með sama liðinu áfram þrátt fyrir status quote.
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þegar Island Rændi Sjalfstæði a þingvöllum 1944 var tæft ar i að striðið væri a enda og Danir færu að stjorna ser sjalfir. Þa atti þessi 110.000 manna þjoð að Hitta Dani og semja um aðskilnað. Dönum sviður alla tið Vinnubrubrögð Islendinga það heirir maður þegar komið er til Danmerkur. Þa hofst PISLARGANGA Islendinga Striðsgroðin var etin upp og Höft toku við. Danir hefðu sett það skilirði að Kronan yrði bundin Dönsku kronuni. Það hefði verið gott FERÐANESTI. Þorsteinn Þalsson sem er greindur maður og harður EU sinni Sagði um sl Helgi að Kronan hentaði ekki svona Litlu landi. Færeyingar eru 50.000 Krona þeirra er tengd Danskri Kronu. Þeyr byggja Jarðgön i MASSAVIS
    og þeirra velferðar mal eru langt a undan okkur. Þa komum við aftur að þvi ISLAND þarf aðild að EU og EVRU.
    2
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Þegar yfirmaður fjármála og seðlabanka á Íslandi gat veitti pabba sínum aðgang að ódýrum banka, þá sá hann einnig til þess að sá gamli fengi meiri arðsemi af peningunum í bankanum.
    Og hvað hafa vextir hækkað síðan sá gamli keypti í bankanum? Er það.......................... ? Manstu það ekki frekar en ég? Manstu heldur ekki hvað þeir hafa hækkað oft......? ...
    Þeir hafa hækkað það oft að það er sem það sé ekki til samviska.
    Hvernig gengur reksturinn á litla fyrirtækinu þínu núna? Er rekstrarkostnaður af húsnæði orðinn hár?
    Hvaða stefnu hefur þú hugsað í húsnæðis málum næstu 4 stjórnar árinn fyrir fyrirtækið? Hvern velur þú sem næsta fjármálaráðherra? Hvað viltu borga "pabba" mikið?

    Eða ertu eins og "blindur" fótbolta glápari þú heldur alltaf með sama liðinu því strákarnir í götunni eru þar? Og allt sem þeir gera er rétt því þeir "óvart" gerðu fjölskylduna að eiganda klúbbsins og dómara leiksins. Og hækkuðu miðaverðið.
    Óvart ..... grow up. Þér verður aldrei boðið stúkusæti.
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Kannski sérstök ástæða að ígrunda að leggja niður þennan Seðlabanka sem er ríki í rikinu
    1
  • Halldór Þormar skrifaði
    Þetta er mjög einkennilegur samanburður. Það er ekki sama sturlaða ásókn útlendinga í Færeyjar eins og hérna. Það þenur út vinnumarkaðinn og margfaldar neyslu og eftirspurn, sem hækkar húsnæðisverð og veldur verðbólguþrýstingi á hagkerfið. Þá er líkast til ekki að finna í Færeyjum þessa gölnu ásókn í utanlandsferðir sem euðir stóru hluta af gjaldeyrisforðanum. Þá og ekki síst, er færeyska hagkerfið stutt af sex milljón manna hagkerfi dönsku krónunnar.
    -2
    • Gudmundur Sigurdsson skrifaði
      Þettað var svona áður enn erlent verka fólk kom til landsins. ég man eftir verðbólgu 130% Þettað hefur akkurat ekkert með útlendinga að gera. Færeyjar eru með alvöru gjaldmiðil. danska krónu sem er svo aftur trygð með evru og danska krónan getur sveiflast 6% fram og til baka gegn evru.
      8
  • VAG
    Viktor Albert Guðlaugsson skrifaði
    Þarf ekki að endurskoða þessa séríslensku fjármálapólitík?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.
Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi
ÚttektHúsnæðismál

Hvernig hús­næð­is­lán velja þing­menn?: Óverð­tryggð lán mest áber­andi

Þeir þing­menn sem út­skýra óverð­tryggð lán sín segj­ast hafa tek­ið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveifl­ur í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækk­ana. 34 af 47 þing­mönn­um sem Stund­in skoð­aði eru með ein­hver óverð­tryggð lán úti­stand­andi. Ein­ung­is 10 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um hús­næð­is­lán sín og þar af ein­ung­is einn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Upp­lýs­ing­ar um hús­næð­is­lán annarra þing­manna eru sótt í veð­bóka­vott­orð fast­eigna sem þeir búa í.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár