Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um nýrr­ar út­tekt­ar um stöðu hita­veitna og nýt­ingu jarð­hita til hús­hit­un­ar sjá um 63 pró­sent hita­veitna hér á landi fram á aukna eft­ir­spurn og telja fyr­ir­sjá­an­leg vanda­mál við að mæta henni. Hjá stór­um hluta þeirra er sú eft­ir­spurn tengd auknu magni vatns til hús­hit­un­ar en einnig vegna stór­not­enda eða iðn­að­ar.

Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn

Margar hitaveitur hér á landi sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn en ástæðurnar eru meðal annars takmarkað aðgengi að fjármagni, sérfræðiþekkingu og tækjum.  

Þetta kemur fram í nýrri úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar sem unnið var af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá mörgum hitaveitum síðastliðinn vetur. Kynning á úttektinni fer fram í dag klukkan 10:30 á Hótel Nordica en fulltrúar ÍSOR og ráðherra eru til svara um efni hennar.

Í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að um 2/3 hitaveitna sjá fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg  vandamál við að mæta henni. Hjá stórum hluta þeirra er sú eftirspurn tengd auknu magni vatns til húshitunar en einnig vegna stórnotenda eða iðnaðar.  

Þá er framundan kostnaðarsamt viðhald á innviðum um helmings hitaveitna og á það sérstaklega við þær sem eru í dreifbýli, utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig komu fram í athugasemdum aðrir takmarkandi þættir, til dæmis vegna deilna um réttindi og leyfi frá landeigendum.

Sífellt meiri eftirspurn

Þær sjö hitaveitur sem koma best út samkvæmt úttektinni eru margar stærri og með meiri vinnslu en þær veitur sem fengu lægsta einkunn. Sveigjanleiki sem kemur með stærð dreifikerfis, fjölda vinnsluholna og jafnvel fleiri en einu vinnslusvæði gera hitaveitum betur kleift að svara aukinni eftirspurn og takast á við vanda í rekstri, segir í úttektinni. 

Þá segir að mikilvægt sé að niðurstöðurnar verði skoðaðar með hliðsjón af rekstri hitaveitna og ekki síst stöðu sveitarfélaga og rekstraraðila til að takast á við vanda eða framtíðaráform. Dæmi séu um að einstaka rekstraraðilar hitaveitna hafi áform um og jafnvel farið í framkvæmdir til að mæta eftirspurn og spennandi tækifærum um vöxt og auknar tekjur en ekki gætt að því að meta jarðvísindalega eða rekstrarlega þætti í stærra samhengi. Það sé ljóst að aðilar um allt land sem hafa leyfi til eða eiga möguleika á að nýta jarðhita verði varir við sífellt meiri eftirspurn frá ýmsum aðilum. 

Vandamálin fjölþætt

Niðurstöðurnar gefa til kynna að ástæður þess að margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn séu margþættar og vandamálin oftar en ekki fjölþætt. 

Þegar skoðaðar eru niðurstöður út frá mati á jarðvísindalegum og vinnslutengdum þáttum kemur fram að skoða þurfi aðstæður hjá bæði litlum og stórum veitum en ástæður slíkra skoðana geti verið af mismunandi toga, mismunandi aðkallandi og lausnirnar miskostnaðarsamar. 

Af þeim sjö hitaveitum sem fá lægsta heildareinkunn í mati úttektarinnar eru tvær þeirra einnig í hópi þeirra fjögurra sem anna ekki núverandi vinnslu til lengri tíma. Þetta eru Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar. Aðrar veitur horfa fram á aðkallandi vanda og þar geta vegið inn þættir sem skortir á, s.s. jarðvísindaleg þekking, vinnsluhæfni vökva, eða hitastig, eða annað sem getur valdið því að þær eru að óbreyttu ekki í stakk búnar til að takast á við áföll eða breytingar sem gætu orðið á eftirspurn, segir í úttektinni. 

Búið að virkja hagkvæmustu jarðhitakosti um land allt

Fram kemur að almennt megi segja að búið sé að virkja eða nýta hagkvæmustu jarðhitakostina um allt land og öll viðbót vinnslusvæða muni verða dýrari og faglega meiri áskorun. Þá séu landsvæði mismunandi krefjandi í ljósi jarðfræðilegra aðstæðna en meginreglan er sú að í eldri og minna sprungnum berggrunni er erfiðara að finna og afla vatns. 

„Fjölmörg dæmi eru um mikla uppbyggingu og farsæla vinnslusögu hitaveitna um allt land þar sem lítið umfang þurfti að leggja í rannsóknir áður en boranir hófust og vinnsla á heitu vatni. Hjá mörgum eða flestum veitum er staðan sú að megnið af mælingum og borunum voru framkvæmdar á tímum hitaveituuppbyggingar fyrir 30 til 40 árum og þrátt fyrir að rannsóknarniðurstöður séu til frá mörgum jarðhitasvæðanna sem nýtt eru í dag er þörf á að endurskoða og bæta við þær með hliðsjón af nýjum aðferðum, tækni og bættri úrvinnslu,“ segir í úttektinni. 

Fram kemur að þær sjö hitaveitur sem koma verst út í úttektinni dreifist nokkuð jafnt um landið og sé vinnsla hjá tveimur þeirra metin ágeng í dag. Enn fremur sjái 24 hitaveitur fram á meira en 10 prósent aukningu í eftirspurn eftir heitu vatni á næstu árum. Sumar þeirra séu stórar veitur sem jafnvel hafa einhverja umframgetu í dag en það sé krefjandi verkefni fyrir stóra eða meðalstóra hitaveitu  að bæta 10 prósent við vinnsluna.  

Samkvæmt úttektinni er nýting hjá 18 hitaveitum sjálfbær og stendur ársmeðalvinnsla undir sér en ekkert umfram það. Margar þeirra sjá fram á töluvert aukna eftirspurn og það svigrúm sem þessar hitaveitur hafa til að geta sinnt henni án þess að grípa til aðgerða er mjög misjafnt, samkvæmt skýrsluhöfundum.   

Tækifæri víða til staðar

Þá kemur fram að mikill munur sé á aðstæðum hitaveitna og í sumum tilvikum gæti ein meðalstór vinnsluhola dugað en í öðrum tilvikum er horft fram á mun meiri framkvæmdir og  kostnað. 

Margar hitaveitur eru þegar komnar áleiðis í að skoða hvernig auknum kröfum verði mætt, meðal annars hafa þær aukið við rannsóknir, eru að undirbúa jarðhitaleit og boranir, kanna möguleika á niðurdælingu, fara í aðgerðir til að bæta innviði og skoða tæki færi til að spara vatn. Samkvæmt úttektinni eru tækifæri víða til staðar en í sumum tilfellum er aukin vinnsla til að mæta eftirspurn óraunhæf með öllu nema ný svæði verði virkjuð.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár