Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í

Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor í fé­lags­fræði, seg­ir að femín­ism­inn eigi enn eft­ir að gera upp móð­ur­hlut­verk­ið, kröf­urn­ar sem gerð­ar séu til mæðra í dag séu í raun bak­slag við rétt­inda­bar­áttu kvenna. Ný rann­sókn Sunnu sýn­ir hvernig þess­ar kröf­ur stuðla að lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni á Ís­landi.

Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Jafnréttismál Sunna segir ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti fyrr en foreldrahlutverkið deilist jafnt á báða foreldra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rannsókn Sunnu Kristínar Símonardóttur, nýdoktors í félagsfræði, og Hlédísar Marenar Guðmundsdóttur, meistaranema í félagsfræði, um viðhorf ungra kvenna til barneigna sýnir að ungar barnlausar konur á Íslandi vilja ekki ganga inn í sama móðurhlutverk og formæður þeirra. Það hversu ósanngjarnt þeim þykir þetta hlutverk vera hafi þau áhrif að þær vilja síður, eða seinna, verða mæður, og að þetta leiði til lækkandi fæðingartíðni.

Undanfarinn áratug hefur fæðingartíðni á Íslandi lækkað hratt og nýjustu tölur sýna að íslenskar konur eignast að meðaltali 1,82 börn yfir ævina, sem er umtalsverð lækkun frá því sem áður var. Almennt er  miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að stefnumörkun sem veitir foreldrum atvinnuöryggi, hágæða opinbera dagvistun og launað fæðingarorlof geti hjálpað til við að viðhalda eða auka frjósemi.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var meðalaldur mæðra við fæðingu …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Feður í dag hugsa miklu meira um börnin sín en áður var.
    Þarf ekki annað en sjá þá með barnakerrurnar á götum úti,
    það hefði minni kynslóð aldrei dreymt um að sjá.
    2
    • KÞM
      Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
      Tek undir það að feður taka meiri þátt
      Í uppeldi barna en áður enda hófst almenn atvinnuþátttaka kvenna ekki fyrir svo ýkja löngu. En betur má ef duga skal, þeir eru örugglega enn hálfdrættingar á við konur sínar þegar kemur að barnauppeldi og ungar mæður í dag þurfa að taka á honum stóra sínum til að standa undir þeim kröfum sem samfélagið , þar með talið þær sjálfar gera til sín. Minni svo á kvennaverkfallsdaginn 24. október.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár